Leita í fréttum mbl.is

" Það er enginn sem getur skemmt fyrir okkur nema við sjálf.“

Viðtal Morgunblaðsins við dr.Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra er holl lesning fyrir hvern sem er.  Ásgeir fer raunsætt yfir ástand og horfur í þjóðarbúskapnum. Hvað við getum gert ef við bregðum fyrir okkur skynsemi en hefjum ekki nýtt höfrungahlaup? Aukin loðnuveiði og ferðamannastraumur geta hleypt ferskum byr inn í efnahagslífið. En auknar tekjur valda hinsvegar venjulega auknum verðbólguþrýstingi samkvæmt gamalli reynslu okkar.Það er sker sem brýtur á framundan.

Þetta hefur svo sem lengi legið fyrir að óraunhæfar launahækkanir valda verðbólgu en ekki öfugt að verðbólgan kalli á launahækkanir. Verkurinn er sá að margt forystufólk er ekki til viðtals um slíkt og krefst leiðréttinga af ýmsum ástæðum. Þessi telur sig hafa dregist aftur úr og þjóðfélagið verði að bæta honum skaðann. Og svo kemur hinn og svo hinn.

Dr. Ásgeir fer yfir þau áhrif sem lækkun verðbólgu gæti haft á lífskjör almennings. Sértaklega ef stjórnvöld myndu stuðla að lækkun húsnæðiskostnaðar,   svipað og gert var á tímum Framkvæmdanefndar Byggingaráætlunar í Breiðholti á sínum tíma.

Því miður eru ekki mikil líkindi til að Íslendingar séu móttækilegri fyrir slíku tali heldur telji launahækkanir vera lykilinn að sælunni þó Þeir viti svo sem annað. Þjóðarsáttarsamningar eru ef til vill ekki gleymdir heldur ekki í tísku  og að það sé nóg til að sögn formanns ASÍ.

Morgunblaðið spyr Ásgeir spjörunum úr um horfurnar framundan.

Ásgeir er bjartsýnn EF… .

 

…Eruð þið að einhverju leyti að gera mönnum tilboð um að ef ríkisstjórn, hver sem hún verður, heldur aftur af sér með ríkisútgjöld og verkalýðshreyfingin heldur aftur af sér í sínum kröfugerðum þá verði vextir lækkaðir aftur?

„Já. Með því að ná að binda verðbólguvæntingar erum við komin varanlega niður á lægra vaxtastig en við höfum áður átt að venjast.“ Sérðu það fyrir þér nærri þeim mörkum sem við erum á í dag? „Já. Raunvaxtastigið í landinu hefur lækkað. Og ég held að við ættum að geta verið komin niður á varanlega lægri verðbólguvæntingar, en þá er ég að horfa til langtímavaxta.“

Er það fyrir ofan núverandi vaxtastig eða neðan?

„ Ég held að þetta sé ákveðin prófraun sem við stöndum nú frammi fyrir. Ef við náum að halda aftur af verðbólgunni og komumst í gegnum þetta án þess að okkur sé þröngvað í harðar aðgerðir, þá gætum við séð nafnvaxtakerfið á húsnæðislánum festa sig í sessi.

 Og ef við stöndum í lappirnar með þetta þá gætum við séð verðtrygginguna heyra sögunni til.

En það þurfa þrír aðilar að koma að þessu verkefni að halda efnahagslífinu í jafnvægi. Það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins.“

Myndi bregðast eins við í dag

Læðist aldrei sá grunur að ykkur að þið hafið gengið of langt með vaxtalækkununum?

„Mögulega. Við höfðum á sínum tíma miklar áhyggjur af efnahagslífinu. Við vissum ekki hversu lengi þetta kórónuveiruástand myndi vara og hve alvarleg áhrifin yrðu á vinnumarkaði. Við lögðum drög að því að gera miklu meira en raunin varð. Við bjuggum okkur undir það að kaupa ríkisskuldabréf til þess að tryggja miðlun peningastefnunnar út vaxtarófið. Hins vegar urðu áhrifin af lækkun stýrivaxta miklu meiri en við bjuggumst við.

Og það voru einnig ákveðnar lausafjáraðgerðir sem við brugðum á. Bankarnir voru með 30 daga bundin innlán hér í bankanum sem var lokað. Þannig ýttum við lausafé aftur út í kerfið. Þetta var meðvitað, peningastefnunefnd vildi heldur taka áhættuna af því að vera frekar fyrir ofan verðbólgumarkmið í ljósi þess hve djúp kreppa virtist í aðsiglingu sem hefði falið sér gríðarlegan velferðarkostnað. Þannig að við vildum á þeim tíma frekar hvetja kerfið meira en minna.

Þegar ég horfi til baka held ég að ég myndi aftur veðja á þessa leið.“

 

„Það er enginn sem getur skemmt fyrir okkur nema við sjálf.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hefur stundum verið gert að setja samninga á bið
þangað til önnur félög eru búin að semja
til að vera viss um að fá þeirra kjarabót plús eigin bónus

Ef til vill er ráð að setja lög um að fyrstir koma fyrstir kláraðir við samningaborðið til að koma í veg fyrir þessi höfrungahlaup

Grímur Kjartansson, 13.10.2021 kl. 16:05

2 identicon

Hvernig væri að byrja á að afnema sjálftöku embættismmanna?money-mouth 

Þjóðólfur í Embætti (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 19:31

3 identicon

Þarf einfaldlega að taka upp danska  kerfið. Fyrst er skoðuð afkoma þjóðarbúsins. Þá samið við launþega með hliðsjón af því. Síðast við opinbera starfsmenn í samræmi við það. Íslendingar snúa þessu alveg á haus. Sjálftökuliðið (þmt. Seðlabankastjóri og aðrir embættismenn) tekur sitt fyrst, og messar svo ofan úr Fílabeinsturninum! cry

Dolli danski (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband