Leita í fréttum mbl.is

Kysst á vöndinn

í villimannaríkinu Afganistan.

Jón Magnússon lögmaður skrifar:

"....

Ætla hefði mátt að vestræn ríki mundu bindast samtökum um að útiloka Afganistan frá samfélagi siðaðra þjóða meðan villimennska Talibanana ræður þar ríkjum. Krafist þess, að lágmarksmannréttindi yrðu til staðar í landinu auk ýmiss annars annars yrði engin aðstoð í boði. En það er ekki gert.

Í gær ákvað Evrópusambandið að gefa Talibanastjórninni 1000 milljónir Evra eða 150 milljarða, sem heitir aðstoð. Skattgreiðendur í Evrópu hafa aldrei verið spurðir um þetta eða þeirra samþykkis leitað. Þessir fjármunir hefðu getað nýst vel til uppbyggingar og aðstoðar í Evrópu, en sömu peningunum verður aldrei eytt tvisvar. 

Óneitanlega skýtur það skökku við, að Valdstjórn Evrópusambandsins í Brussel skuli fyrst krefjast þess að lönd Evrópu taki við ómældum fjölda flóttamanna (um 90% þeirra eru ungir karlmenn) vegna ógnarstjórnarinnar í Afganistan og styrkja ógnarstjórnina síðan með gríðarlegum fjármunum

Hvers eiga evrópskir skattgreiðendur eiginlega að gjalda. 

Hefur fyrr komið fram hversu gjörsamlega glórulaus utanríkisstefna Evrópusambandsins er og hvernig öllum markmiðum hugsjónum og evrópskum gildum hefur verið kastað fyrir róða af þessu sama Evrópusambandi, sem á stundum virðist í mun að koma öllum evrópskum gildum og viðmiðunum sem lengst út í hafsauga."

Hefur fyrr komið fram hversu gjörsamlega glórulaus utanríkisstefna Evrópusambandsins er?

Og það er hjörð vinstra fólks hjá okkur sem vill ólm ganga í þetta bandalag.

Sorglegt að vita til þess að við Evrópubúar séum slík þý að kyssa á kratavöndinn með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband