Leita í fréttum mbl.is

Sæstrengur eða ekki?

nú hefur leiðtogi minn og samherji í mörgu Ólafur Ragnar Grímsson

opnað á umræðu um sæstreng.

Hér á eftir koma hugleiðingar um sæstrengi almennt sem ég hef hirt einhversstaðar upp:

"Í umræð­unni und­an­farið hefur ítrekað verið látið að því liggja að inn­leið­ing svo­nefnds orku­pakka þrjú feli það í sér að íslenska ríkið verði skuld­bundið til þess að leyfa lagn­ingu sæstrengs um flutn­ing raf­orku til ann­ars rík­is. Jafn­framt er gefið í skyn að synjun orku­pakk­ans jafn­gildi ákvörðun um að sæstrengur verði ekki lagð­ur. 

Orku­pakk­inn fjallar ekki um sæstreng

Hið rétta er að orku­pakki þrjú fjallar ekki með neinum hætti um skyldu ríkj­anna til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu um flutn­ing orku sín á milli. Þær yfir­þjóð­legu heim­ildir ESA/ACER, sem lög­fræð­inga greinir vissu­lega á um hvort sam­ræm­ist íslenskri stjórn­skip­un, ná þannig ótví­rætt ekki til ákvarð­ana um hvort byggja skuli ný grunn­virki sem fela í sér teng­ingu orku­mark­aða tveggja eða fleiri ríkja. 

Það er því ein­ungis við þær aðstæður að slík teng­ing liggur þegar fyrir að þessar heim­ildir verða virk­ar. Stjórn­skipu­leg álita­mál lúta að þessum (yf­ir­þjóð­legu) heim­ildum en ekki að hugs­an­legri skyldu til að leyfa sæstreng. Um þetta tel ég t.d. að við Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Hirst séum sam­mála þótt annað hafi verið gefið í skyn um efni álits­gerðar þeirra.

Skylda sam­kvæmt almennum reglum EES?

Ef skylda hvílir á íslenska rík­inu til að heim­ila lagn­ingu sæstrengs getur sú skylda ekki leitt af orku­pakk­an­um. Koma þá til skoð­unar almennar reglur EES-­samn­ings­ins, einkum 11. og 12. gr. samn­ings­ins sem banna magn­tak­mark­anir á inn- og útflutn­ingi “svo og allar ráð­staf­anir sem hafa sam­svar­andi áhrif”. 

Þetta eru reglur sem við höfum verið bundin af í röskan ald­ar­fjórðum án þess að því hafi nokkur tíma verið hreyft, af eft­ir­lits­stofn­unum eða einka­að­il­um, að í þeim fælist ein­hver skylda til að heim­ila lagn­ingu sæstrengs og er hug­myndin um streng þó ekki ný af nál­inn­i. 

Ekk­ert aðild­ar­ríki ESB lítur svo á að í sam­bæri­legum reglum sátt­mála ESB felist téð skylda gagn­vart þeim. Af reglum ESB sjálfs verður einnig dregin ályktun um að þetta atriði sé ótví­rætt á for­ræði ríkj­anna. Gildir þá einu þótt styrk­ing orku­nets Evr­ópu (þ.á m. með sam­tenglum milli ríkja) sé, almennt séð, í sam­ræmi við orku­stefnu ESB, sbr. sbr. einkum reglu­gerð nr. 347/2013/ESB um við­mið­un­ar­reglur fyrir sam­eig­in­lega orku­inn­viði Evr­ópu. 

Fyrir skyldu­kenn­ing­unni, sem raunar virð­ist bundin við Ísland og ákveðna hluta Nor­egs, finnst heldur engin stoð í dómum Evr­ópu­dóm­stóls­ins, EFTA-­dóm­stóls­ins eða gögnum frá Fram­kvæmda­stjórn ESB. Þvert á móti hefur yfir­maður orku­mála hjá fram­kvæmda­stjórn­inni áréttað gagn­vart Íslandi að ákvörðun um þetta atriði sé og verði hjá rík­inu. Við þetta bæt­ist að öll EFTA-­ríkin hafa lýst sömu afstöðu í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inn­i. 

 

Skúli magnússon

„Skylda myndi heyra til stór­tíð­inda

Mér er ekki kunn­ugt um neinn fræði­mann á sviði evr­ópu­réttar sem heldur því fram að í ofan­greindum reglum EES-­samn­ings­ins eða sam­bæri­legum reglum ESB-réttar felist hugs­an­leg skylda aðild­ar­ríkj­anna til að heim­ila lagn­ingu sam­teng­ils, svo sem sæstrengs. Það myndi aug­ljós­lega sæta stór­tíð­indum ef ein­hver af stofn­unum EES/ESB myndi snúa við blað­inu að þessu leyt­i.“

  

Vafa­laust myndu Íslend­ing­ar, og vænt­an­lega einnig Norð­menn, íhuga vand­lega sinn gang í EES-­sam­starf­inu ef svo afar ólík­lega færi að EFTA-­dóm­stóll­inn féllist á slíkan mál­flutn­ing í máli sem ESA hefði höfðað gegn Íslandi eða vísað hefði verið til dóm­stóls­ins af hálfu íslenskra dóm­stóla. Um slíka aðstöðu og mögu­leika Íslands í því sam­bandi væri auð­vitað hægt að skegg­ræða lengi. Hér verður látið nægja að benda á að slík nið­ur­staða myndi aldrei hafa bein eða milli­liða­laus áhrif að íslenskum rétti.

Á for­ræði Alþingis

Sam­hliða inn­leið­ingu orku­pakk­ans stendur til að slá því föstu í orku­lögum að ákvörðun um sæstreng verði ekki tekin án sam­þykkis Alþing­is. Með inn­leið­ingu orku­pakk­ans væri því ekki mörkuð sú stefna af hálfu íslenskra stjórn­valda að heim­ila lagn­ingu sæstrengs. Án til­lits til þess­arar breyt­ingar er raunar erfitt að sjá fyrir sér að unnt sé að heim­ila lagn­ingu sæstrengs án þess að hugað sé lagaum­gjörð slíks verk­efnis en það krefst einnig aðkomu Alþing­is. 

Spurn­ingin um hvort ráð­ast eigi í lagn­ingu sæstrengs, eða heim­ila slíka fram­kvæmd, er því mál sem Íslend­ingar eiga við sjálfa sig og eigin stjórn­ar­stofn­an­ir, einkum Alþingi, en ekki stofn­anir í Evr­ópu.

Synjun við orku­pakk­anum engin trygg­ing

Eins og staðan er í dag er lík­leg­ast að ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs hefði ekk­ert með EES-­reglur gera enda er Bret­land á leið úr ESB svo sem kunn­ugt er. Þær stjórn­un­ar­heim­ildir gagn­vart sam­tengli milli ríkja sem orku­pakk­inn felur í sér eru því, þegar af þessum ástæð­um, afar ólík­legar til að koma nokkur tíma til fram­kvæmda gagn­vart íslenskum hags­mun­um. Öllu lík­legra er, ef til lagn­ingar sæstrengs kæmi, að um slíkar heim­ildir yrði samið á grund­velli tví­hliða samn­ings við Bret­land.

Hvað sem þessu líður ætti öllum að vera ljóst að ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs getur verið tekin hvort heldur orku­pakki þrjú er inn­leiddur eða ekki og hvort heldur Bret­land verður áfram í ESB eða ekki. Þetta virð­ist þó fara veru­lega á milli mála í umræð­unni um orku­pakk­ann.

Hver og einn á rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort rétt sé að heim­ila lagn­ingu sæstrengs um flutn­ing raf­orku til og frá Íslandi svo og taka þátt í umræðu um það efni. Hver og einn á einnig rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort orku­pakki þrjú sé sam­þykktur eða inn­leið­ingu hans synjað með beinum og óbeinum afleið­ingum fyrir þátt­töku Íslands í EES-­sam­starf­inu sem sumir telja e.t.v hvort sem er að tíma­bært sé að end­ur­skoða frá grunni.

Það er hins vegar vill­andi að láta að því liggja að synjun við inn­leið­ingu orku­pakka þrjú veiti ein­hverja trygg­ingu gagn­vart ákvörð­unum Alþingis um heim­ild til lagn­ingar sæstrengs."

Ef ég reyni að hugsa kalt og yfirvegað, sem er mín veika hlið, um hvort lagning sæstrengs sé æskileg, þá finnst mér helst koma til álita:

1. Orkuverð til almennings hér er lægra en í ESB Við hvaða verð á að miða?

2. Enginn sæstrengur þýðir að öll orka okkar verður að notast innanlands. Er ávinningur af því ávallt meiri en útflutningur um sæstreng?

3.Sæstrengur þýðir mikla viðskiptasamninga sem geta bundið hendur okkar til langframa.

4.Innanlands nýting orkunnar sýnist kalla á fleiri störf en sæstrengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heill og sæll Halldór

Hvort op3 leggi skyldu á okkur að leggja sæstreng, kjósi einhver innan ESB að óska efir slíku, er því miður óafgreitt mál og deila lögfræðingar verulega um slíkt. Í skýrslu Stefáns og Friðriks er hægt að lesa hvoru tveggja, þó lokaniðurstaða þeirra hafi verið á þann veg að þeir gætu ekki tekið ákveðna afstöðu til þess. Þeir tóku þó af allan vafa um að ef slík tenging kæmi, færðist ráðstöfun orkunnar að öllu leyti undir ACER.

Verra væri ef hægt er að telja slíka kvöð á okkur tengjast EES samningnum, óháð orkupökkum. Þá er sá samningur orðinn eitthvað allt annað en til var stofnað.

Það er alveg ljóst, eins og m.a. kemur fram í skýrstu Stefáns og Friðriks, auk þess sem raungerist í Noregi, að ef strengur verður lagður mun verð á orku hér á landi hækka. Samkvæmt orkupökkum ESB eru takmarkanir á hversu mikið má muna á orkuverði innan orkukerfis sambandsins. Í dag er orkuverð í Evrópu að meðaltali margfalt við það sem við borgum, í sumum tilfellum er munurinn allt að 200% hærra. Orkuverð í sunnanverðum Noregi, eða frá því kerfi innan þess lands sem tengist ESB, á svipuðu róli og þar sem það er hæst í Evrópu.

Lönd ESB gangast að því að lög og reglugerðir sambandsins eru æðri en innanlandslög hvers ríkis, að meðtöldum stjórnarskrárlögum þeirra. Þetta sést best á þeirri deilu sem Pólverjar standa í við yfirstjórn ESB. Við tengjumst ESB gegnum EES. Vegna þess þurfum við að taka upp sumar reglugerðir ESB. Hætt er við að ef sú staða kæmi upp að einhver innan ESB landa kæri til sambandsins að við uppfyllum ekki þau skilyrði að framfylgja lögum sem við höfum tekið í okkar kerfi, frá ESB, að sambandið muni beita okkur sömu hörku og Póllandi.

Samþykki Alþingis um að það eitt geti veitt heimild til lagningu sæstrengs yrði þar lítils metið, telji framkvæmdastjórn ESB að op3 innihaldi að ACER hafi það vald. Þá mun auðvitað fyrst reyna á þingheim okkar, sem hingað til hefur sýnt einstakan undirlægjuhátt gagnvart ESB. En ef svo ólíklega vildi til að þeir næðu að standa í lappirnar mun sambandið hiklaust beita þeim ráðum, löglegum eða ólöglegum, til að knésetja okkur.

Hærra orkuverð hér á landi mun leggja af allan iðnað í landinu og fólkið sem við hann vinnur mun missa vinnuna meðan orkureikningar þess stökkbreytist. Landsbyggðin mun fara í eyði, sér í lagi köld svæði sem þurfa að reiða sig á raforku til húshitunar. Vöruverð mun hækka og öll þróun mun leggjast af. Við færum heila öld aftur í tímann í lífskjörum.

Náum við hins vegar að halda orkunni okkar í landinu blasir önnur og fegurri sjón við. Þá mun orkuverð geta haldist lágt, fyrirtæki munu blómstra og framþróun verður á öllum sviðum. Fólkið heldur sinni vinnu og getur greitt sína lágu orkureikninga. Landsbyggðin mun hafa betri burði til að lifa af.

Auk þess gætum við aðstoðað frændur okkar og vini á meginlandinu um sparnað á raforku, með því að taka að okkur orkufreka framleiðslu hingað til lands. Þeim vantar orku. Hvort þeir fá þá orku gegnum sæstreng eða með því að leggja niður orkufrek fyrirtæki, skiptir í raun litlu máli, að öðru leyti en því að þá þarf ekki að framleiða hér orku til að vinna á móti því orkutapi sem skapast af því að flytja hana um 1000km langan streng.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 31.10.2021 kl. 16:40

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Jafnvel forstjóri Landsvirkjunar, sem er mjög hrifin af sæstrengshumyndinni, segir að rafmagnsverð til almennings mundi hækka ef við tengdumst ESB raforkukerfinu
Þetta er alika og flytja fikinn út óunnin. Það skapar mun meiri verðmæti ef hann er settur í neytendapakkingar á Íslandi
Persónulega þá treysti ég ekki okkar fólki að standa í lappirnar gegn hinu ógnarsterku ESB með að þarfir íslendinga á rafmagni verið látnar ganga fyrir þörfum kommiserana í Brussel.

Það gætu spennandi tæknilausnir á umbreytingu rafmagns í orkugeymslumiðla aðra en blýrafgeyma og álíka verið aá leiðinni og þá verðum við í kjörstöðu EF við virkjum meira

Grímur Kjartansson, 31.10.2021 kl. 17:20

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hvað gerist, ef fyrirtæki á EES-svæðinu sækir um leyfi til viðkomandi yfirvalda á Íslandi um að leggja aflsæstreng til Íslands og er hafnað ?  Fyrirtækið vísar í EES-skuldbindingar, þ.á.m. Orkupakka 3, og kærir til ESA.  Mér finnst líklegt, að ESA lýsi því yfir, að höfnunin sé ógild að Evrópurétti og höfði síðan samningsbrotamál gegn Íslandi.  

Þetta er möguleg sviðsmynd, en ég tel hana ekki líklega.

Bjarni Jónsson, 31.10.2021 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband