31.10.2021 | 13:05
Sæstrengur eða ekki?
nú hefur leiðtogi minn og samherji í mörgu Ólafur Ragnar Grímsson
opnað á umræðu um sæstreng.
Hér á eftir koma hugleiðingar um sæstrengi almennt sem ég hef hirt einhversstaðar upp:
"Í umræðunni undanfarið hefur ítrekað verið látið að því liggja að innleiðing svonefnds orkupakka þrjú feli það í sér að íslenska ríkið verði skuldbundið til þess að leyfa lagningu sæstrengs um flutning raforku til annars ríkis. Jafnframt er gefið í skyn að synjun orkupakkans jafngildi ákvörðun um að sæstrengur verði ekki lagður.
Orkupakkinn fjallar ekki um sæstreng
Hið rétta er að orkupakki þrjú fjallar ekki með neinum hætti um skyldu ríkjanna til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli. Þær yfirþjóðlegu heimildir ESA/ACER, sem lögfræðinga greinir vissulega á um hvort samræmist íslenskri stjórnskipun, ná þannig ótvírætt ekki til ákvarðana um hvort byggja skuli ný grunnvirki sem fela í sér tengingu orkumarkaða tveggja eða fleiri ríkja.
Það er því einungis við þær aðstæður að slík tenging liggur þegar fyrir að þessar heimildir verða virkar. Stjórnskipuleg álitamál lúta að þessum (yfirþjóðlegu) heimildum en ekki að hugsanlegri skyldu til að leyfa sæstreng. Um þetta tel ég t.d. að við Stefán Már Stefánsson og Friðrik Hirst séum sammála þótt annað hafi verið gefið í skyn um efni álitsgerðar þeirra.
Skylda samkvæmt almennum reglum EES?
Ef skylda hvílir á íslenska ríkinu til að heimila lagningu sæstrengs getur sú skylda ekki leitt af orkupakkanum. Koma þá til skoðunar almennar reglur EES-samningsins, einkum 11. og 12. gr. samningsins sem banna magntakmarkanir á inn- og útflutningi svo og allar ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif.
Þetta eru reglur sem við höfum verið bundin af í röskan aldarfjórðum án þess að því hafi nokkur tíma verið hreyft, af eftirlitsstofnunum eða einkaaðilum, að í þeim fælist einhver skylda til að heimila lagningu sæstrengs og er hugmyndin um streng þó ekki ný af nálinni.
Ekkert aðildarríki ESB lítur svo á að í sambærilegum reglum sáttmála ESB felist téð skylda gagnvart þeim. Af reglum ESB sjálfs verður einnig dregin ályktun um að þetta atriði sé ótvírætt á forræði ríkjanna. Gildir þá einu þótt styrking orkunets Evrópu (þ.á m. með samtenglum milli ríkja) sé, almennt séð, í samræmi við orkustefnu ESB, sbr. sbr. einkum reglugerð nr. 347/2013/ESB um viðmiðunarreglur fyrir sameiginlega orkuinnviði Evrópu.
Fyrir skyldukenningunni, sem raunar virðist bundin við Ísland og ákveðna hluta Noregs, finnst heldur engin stoð í dómum Evrópudómstólsins, EFTA-dómstólsins eða gögnum frá Framkvæmdastjórn ESB. Þvert á móti hefur yfirmaður orkumála hjá framkvæmdastjórninni áréttað gagnvart Íslandi að ákvörðun um þetta atriði sé og verði hjá ríkinu. Við þetta bætist að öll EFTA-ríkin hafa lýst sömu afstöðu í sameiginlegu EES-nefndinni.
Skúli magnússon
Skylda myndi heyra til stórtíðinda
Mér er ekki kunnugt um neinn fræðimann á sviði evrópuréttar sem heldur því fram að í ofangreindum reglum EES-samningsins eða sambærilegum reglum ESB-réttar felist hugsanleg skylda aðildarríkjanna til að heimila lagningu samtengils, svo sem sæstrengs. Það myndi augljóslega sæta stórtíðindum ef einhver af stofnunum EES/ESB myndi snúa við blaðinu að þessu leyti.
Vafalaust myndu Íslendingar, og væntanlega einnig Norðmenn, íhuga vandlega sinn gang í EES-samstarfinu ef svo afar ólíklega færi að EFTA-dómstóllinn féllist á slíkan málflutning í máli sem ESA hefði höfðað gegn Íslandi eða vísað hefði verið til dómstólsins af hálfu íslenskra dómstóla. Um slíka aðstöðu og möguleika Íslands í því sambandi væri auðvitað hægt að skeggræða lengi. Hér verður látið nægja að benda á að slík niðurstaða myndi aldrei hafa bein eða milliliðalaus áhrif að íslenskum rétti.
Á forræði Alþingis
Samhliða innleiðingu orkupakkans stendur til að slá því föstu í orkulögum að ákvörðun um sæstreng verði ekki tekin án samþykkis Alþingis. Með innleiðingu orkupakkans væri því ekki mörkuð sú stefna af hálfu íslenskra stjórnvalda að heimila lagningu sæstrengs. Án tillits til þessarar breytingar er raunar erfitt að sjá fyrir sér að unnt sé að heimila lagningu sæstrengs án þess að hugað sé lagaumgjörð slíks verkefnis en það krefst einnig aðkomu Alþingis.
Spurningin um hvort ráðast eigi í lagningu sæstrengs, eða heimila slíka framkvæmd, er því mál sem Íslendingar eiga við sjálfa sig og eigin stjórnarstofnanir, einkum Alþingi, en ekki stofnanir í Evrópu.
Synjun við orkupakkanum engin trygging
Eins og staðan er í dag er líklegast að ákvörðun um lagningu sæstrengs hefði ekkert með EES-reglur gera enda er Bretland á leið úr ESB svo sem kunnugt er. Þær stjórnunarheimildir gagnvart samtengli milli ríkja sem orkupakkinn felur í sér eru því, þegar af þessum ástæðum, afar ólíklegar til að koma nokkur tíma til framkvæmda gagnvart íslenskum hagsmunum. Öllu líklegra er, ef til lagningar sæstrengs kæmi, að um slíkar heimildir yrði samið á grundvelli tvíhliða samnings við Bretland.
Hvað sem þessu líður ætti öllum að vera ljóst að ákvörðun um lagningu sæstrengs getur verið tekin hvort heldur orkupakki þrjú er innleiddur eða ekki og hvort heldur Bretland verður áfram í ESB eða ekki. Þetta virðist þó fara verulega á milli mála í umræðunni um orkupakkann.
Hver og einn á rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort rétt sé að heimila lagningu sæstrengs um flutning raforku til og frá Íslandi svo og taka þátt í umræðu um það efni. Hver og einn á einnig rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort orkupakki þrjú sé samþykktur eða innleiðingu hans synjað með beinum og óbeinum afleiðingum fyrir þátttöku Íslands í EES-samstarfinu sem sumir telja e.t.v hvort sem er að tímabært sé að endurskoða frá grunni.
Það er hins vegar villandi að láta að því liggja að synjun við innleiðingu orkupakka þrjú veiti einhverja tryggingu gagnvart ákvörðunum Alþingis um heimild til lagningar sæstrengs."
Ef ég reyni að hugsa kalt og yfirvegað, sem er mín veika hlið, um hvort lagning sæstrengs sé æskileg, þá finnst mér helst koma til álita:
1. Orkuverð til almennings hér er lægra en í ESB Við hvaða verð á að miða?
2. Enginn sæstrengur þýðir að öll orka okkar verður að notast innanlands. Er ávinningur af því ávallt meiri en útflutningur um sæstreng?
3.Sæstrengur þýðir mikla viðskiptasamninga sem geta bundið hendur okkar til langframa.
4.Innanlands nýting orkunnar sýnist kalla á fleiri störf en sæstrengur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll Halldór
Hvort op3 leggi skyldu á okkur að leggja sæstreng, kjósi einhver innan ESB að óska efir slíku, er því miður óafgreitt mál og deila lögfræðingar verulega um slíkt. Í skýrslu Stefáns og Friðriks er hægt að lesa hvoru tveggja, þó lokaniðurstaða þeirra hafi verið á þann veg að þeir gætu ekki tekið ákveðna afstöðu til þess. Þeir tóku þó af allan vafa um að ef slík tenging kæmi, færðist ráðstöfun orkunnar að öllu leyti undir ACER.
Verra væri ef hægt er að telja slíka kvöð á okkur tengjast EES samningnum, óháð orkupökkum. Þá er sá samningur orðinn eitthvað allt annað en til var stofnað.
Það er alveg ljóst, eins og m.a. kemur fram í skýrstu Stefáns og Friðriks, auk þess sem raungerist í Noregi, að ef strengur verður lagður mun verð á orku hér á landi hækka. Samkvæmt orkupökkum ESB eru takmarkanir á hversu mikið má muna á orkuverði innan orkukerfis sambandsins. Í dag er orkuverð í Evrópu að meðaltali margfalt við það sem við borgum, í sumum tilfellum er munurinn allt að 200% hærra. Orkuverð í sunnanverðum Noregi, eða frá því kerfi innan þess lands sem tengist ESB, á svipuðu róli og þar sem það er hæst í Evrópu.
Lönd ESB gangast að því að lög og reglugerðir sambandsins eru æðri en innanlandslög hvers ríkis, að meðtöldum stjórnarskrárlögum þeirra. Þetta sést best á þeirri deilu sem Pólverjar standa í við yfirstjórn ESB. Við tengjumst ESB gegnum EES. Vegna þess þurfum við að taka upp sumar reglugerðir ESB. Hætt er við að ef sú staða kæmi upp að einhver innan ESB landa kæri til sambandsins að við uppfyllum ekki þau skilyrði að framfylgja lögum sem við höfum tekið í okkar kerfi, frá ESB, að sambandið muni beita okkur sömu hörku og Póllandi.
Samþykki Alþingis um að það eitt geti veitt heimild til lagningu sæstrengs yrði þar lítils metið, telji framkvæmdastjórn ESB að op3 innihaldi að ACER hafi það vald. Þá mun auðvitað fyrst reyna á þingheim okkar, sem hingað til hefur sýnt einstakan undirlægjuhátt gagnvart ESB. En ef svo ólíklega vildi til að þeir næðu að standa í lappirnar mun sambandið hiklaust beita þeim ráðum, löglegum eða ólöglegum, til að knésetja okkur.
Hærra orkuverð hér á landi mun leggja af allan iðnað í landinu og fólkið sem við hann vinnur mun missa vinnuna meðan orkureikningar þess stökkbreytist. Landsbyggðin mun fara í eyði, sér í lagi köld svæði sem þurfa að reiða sig á raforku til húshitunar. Vöruverð mun hækka og öll þróun mun leggjast af. Við færum heila öld aftur í tímann í lífskjörum.
Náum við hins vegar að halda orkunni okkar í landinu blasir önnur og fegurri sjón við. Þá mun orkuverð geta haldist lágt, fyrirtæki munu blómstra og framþróun verður á öllum sviðum. Fólkið heldur sinni vinnu og getur greitt sína lágu orkureikninga. Landsbyggðin mun hafa betri burði til að lifa af.
Auk þess gætum við aðstoðað frændur okkar og vini á meginlandinu um sparnað á raforku, með því að taka að okkur orkufreka framleiðslu hingað til lands. Þeim vantar orku. Hvort þeir fá þá orku gegnum sæstreng eða með því að leggja niður orkufrek fyrirtæki, skiptir í raun litlu máli, að öðru leyti en því að þá þarf ekki að framleiða hér orku til að vinna á móti því orkutapi sem skapast af því að flytja hana um 1000km langan streng.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 31.10.2021 kl. 16:40
Jafnvel forstjóri Landsvirkjunar, sem er mjög hrifin af sæstrengshumyndinni, segir að rafmagnsverð til almennings mundi hækka ef við tengdumst ESB raforkukerfinu
Þetta er alika og flytja fikinn út óunnin. Það skapar mun meiri verðmæti ef hann er settur í neytendapakkingar á Íslandi
Persónulega þá treysti ég ekki okkar fólki að standa í lappirnar gegn hinu ógnarsterku ESB með að þarfir íslendinga á rafmagni verið látnar ganga fyrir þörfum kommiserana í Brussel.
Það gætu spennandi tæknilausnir á umbreytingu rafmagns í orkugeymslumiðla aðra en blýrafgeyma og álíka verið aá leiðinni og þá verðum við í kjörstöðu EF við virkjum meira
Grímur Kjartansson, 31.10.2021 kl. 17:20
Hvað gerist, ef fyrirtæki á EES-svæðinu sækir um leyfi til viðkomandi yfirvalda á Íslandi um að leggja aflsæstreng til Íslands og er hafnað ? Fyrirtækið vísar í EES-skuldbindingar, þ.á.m. Orkupakka 3, og kærir til ESA. Mér finnst líklegt, að ESA lýsi því yfir, að höfnunin sé ógild að Evrópurétti og höfði síðan samningsbrotamál gegn Íslandi.
Þetta er möguleg sviðsmynd, en ég tel hana ekki líklega.
Bjarni Jónsson, 31.10.2021 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.