Leita í fréttum mbl.is

Samkundan um loftslagið

í Gljáskógum (nafnið á Glasgow frá Bjarna Jónssyni rafmagnsverkfræðingi).

Bjarni Jónsson skrifar meðal annars:

"Kjarni málsins er samt sá, að afar takmarkaður árangur mun nást fyrr en tæknin gerir orkuskipti kleif í löndum án nægra endurnýjanlegra orkulinda, og þau eru  mörg.

Vindur og sól henta ekki og eru alltof landfrek.

Það þarf stöðugleika, og kjarnorkan getur veitt hana

Það er ótrúlegur tvískinnungur í orkumálum Þýzkalands og Íslands. 

Í fyrr nefnda landinu hefur kjarnorkuverum verið lokað á undanförnum árum, og öllum á að hafa verið lokað fyrir árslok 2022 samkvæmt ákvörðun Sambandsþingsins í Reichstag-byggingunni í Berlín, af ótta við kjarnorkuslys.

Í síðar nefnda landinu fæst þingið í virðulegri steinbyggingu við Austurvöll, Alþingi, ekki til að taka af skarið um að samþykkja virkjanakosti a.m.k. sem nemur 1,0 TWh/ár sem byrjun, svo að fyrirtækin geti fari að gerað áætlanir um virkjanir.

Það verða engin orkuumskipti, nema ný og áreiðanleg orkuver leysi jarðefnaeldsneytið af hólmi.

Þessu virðist Flokkur fólksins gera sér grein fyrir, en Vinstri hreyfingin græn framtíð hins vegar ekki...."

 

Kína tók ekki þátt í heitstrengingum þeirra sem engu ráða í Gljáskógum en allt þykjaast vita eins og Katrín Jakobsdóttir sem ávarpaði samkunduna fyrir okkar hönd.

En það er Kína sem er samt ábyrgt fyrir bróðurpartinum af útblæstri heimsins.

Af hverju erum við Íslendingar svona sammmála um að útiloka að hér verði byggð kjarnorkuver? Hreinorka eins og vatnsorka.

Heiminn vantar orkuskipti sagði samkundan í Gljáskógum. En geta svona samkundur bæði sleppt og haldið með því að láta Kínverjana afskiptalausa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband