Leita í fréttum mbl.is

Má ekki minnast á þetta?

Vilhjálmur Eyþórsson rifjaði upp margt á miðju sumri um lofstlagsmál á síðu sinni.

Meðal annars komuu   þessar klausur fram:

 

"Koldíoxíð er, ásamt vatni, undirstaða alls lífs á jörðinni. Þegar jörðin var ung, fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart, virðist það hafa verið yfir 20% gufuhvolfsins. Það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan og ef lífsins nyti ekki við væri það nú örugglega meginuppistaða gufuhvolfsins eins og á systurplánetu jarðar, Venusi. En á Venusi er ekki fljótandi vatn, svo líf getur ekki þrifist.

                           -----------------------


Hér hefur koldíoxíðið, ásamt vatni og með því að tengjast ýmsum frumefnum myndað þær gífurlega flóknu keðjur kolvetnissambanda sem eru lífið sjálft. Það er fráleitt og beinlínis fáránlegt að tala um þessa undirstöðulofttegund í gufuhvolfinu frá upphafi og byggingarefni sjálfs lífsins sem „mengun”, eins og gróðurhúsamenn gera í ofstæki sínu og fáfræði.
Réttara væri að tala um óbundið súrefni og hið þrígilda afbrigði þess, ósón, sem „mengun”, því óbundið súrefni er ekki upprunalegt í gufuhvolfinu og ekki nauðsynlegt lífi, heldur úrgangsefni frá jurtalífinu sem dýrin, sumar bakteríur, allir sveppir (og maðurinn) nýta sér. Þessi „saur jurtanna” myndar nú 20,9% gufuhvolfsins en koldíoxíðið, sjálf undirstaða lífsins, var komið nokkurn veginn í jafnvægi, þ.e. niður undir ca. eitt kíló í hverju tonni gufuhvolfsins á fyrstu ármilljörðum lífsins, löngu fyrir daga risaeðlanna. Það er nú um 0.038% eða ca 400 grömm í tonni andrúmslofts.

                                         ----------------------

Það er rúmlega fimmtíu sinnum meira í höfunum, (sem eru basísk, með ph 8,2 og geta því ekki súrnað)

                                         -----------------------

 Af þessum 400 grömmum í tonni andrúmslofts eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsanlega miklu minna.Raunar mælist koldíoxíð mjög mismikið eftir landsvæðum og árstíðum og tímum sólarhrings, eykst á nóttinni, minnkar á daginn.


Koldíoxíð kemur að sjálfsögðu að hluta frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska (neðansjáar). skordýra (gífulegt magn, sem alltaf gleymist) og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum. Allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessarra örvera. Menn ættu að hafa í huga að örverur eru um helmingur lífmassa jarðarog þetta magn er gífurlegt (sbr. t.d. framræsla mýra).

 

                                   ----------------------------


Þá er ótalið allt það, sem streymir af þessari ósýnilegu, lyktarlausu lofttegund upp úr jörðinni allan sólarhringinn alla daga úr öllßum lág- og háhitasvæðum jarðar ofansjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega „köldum" löndum eru víða ölkeldur, sem koldíoxíð streymir upp um.
Þetta er óskaplegt magn, en eldvirkir neðansjávarhryggir ná um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhveris jörðina og á þeim eru hunduð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga.

                                        --------------------------

 


Allar jurtir, ofansjávar og neðan eru að miklu leyti úr kolefni, oft 30-50% og bókstaflega allt þetta kolefni kemur úr koldíoxíði. Menn og dýr eru líka að miklu leyti úr kolrfni, sem upphaflega hefur komið úr koldíoxíði gufuhvolfsins.

                                       ---------------------------


Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni, en allt súrefni gufuhvolfsins hefur áður verið koldíoxíð (annar helmingur mólekúlsins).Þessi hringrás tekur aðeins innan við tíu ár.

                                       --------------------------

 

Gróðurhúsaáhrif koma að langmestu leyti frá vatnsgufu 

                                        ------------------------



Borkjarnarannsóknir hafa m.a.  sýnt, að þessi kólnun og þornun hefur gengið í sveiflum. Hitaasveiflan nú  er hvorki mikil né merkileg í samanburði við margar aðrar upp- og niðurveiflur undanfarnar aldir og árþúsundir. Í upphafi 18. aldar hlýnaði t.d. miklu meira g hraðar en nú, en svo kólnaði aftur. Oft áður hefur hlýnað um stund og jöklar hopað smávegis, en kudinn hefur alltaf komið aftur og orðið meiri en sem nam uppsveiflunni. Til lengri  tíma kólnar því stöðugt og ekert bendir til að fyrrnefnd  smávægileg uppsveifla sem nú virðist lokið sé eitthvað öðruvísi en allar hinar.


Menn, allra helst vísindamenn, ættu að vita, að fyrir um 11.500 árum varð gífurleg „hamfarhlýnun“  (án afskipta mannanna) þegar hitastig hækkaði skyndilega um tíu stig eða meira á örstuttum tíma þannig að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra.  Hlýnunin náði hámarki fyrir 7-8 þúsund árum á tímabili sem gjarnan er nefnt „holocen-hámarkið“, en Blyth- Sernander nefndu  „Atlantíska skeið bórealska tímans“. 

Þá virðist hiti hérlendis hafa verið a.m,k.  fjórum stigum hærri en nú .  Hann virðist þó hafa verið  enn meiri norðar, því nýlegar rannsóknir í mýrum á Norður- Grænlandi og Svalbarða sýna að þar þrfifust jurtir, sem þurfa um  sjö stigum hærri meðalárshita en nú er þar. Norskar rannsóknir á skeljum á Svalvarða benda  þó til að hiti þar hafi „aðeins“ verið um sex stigum hærri en nú.

Það var um þetta leyti sem elstu merki um siðmenningu komu fram við bottn Miðjarðarhafs og sömuleiðis virðast hin elstu hinna dularfullu einsteinugnsmannvirkja Vestur- Evrópu hafa þarna verið að rísa, en af þeim er Stonehenga frægast þó það sé nokkru yngra.

Jörðin var sem aldingarður. Ísland var algróið. Trjástofnar  undir jöklum  og í mýrum í háfjöllum Skandinavíu og við strendur Norður- Íshafs sanna að trjálína var meira en 700 metrum hærri en nú  og núverandi freðmýrar norðurhjarans skógi vaxnar allt til sjávar. Þetta eru ekki tölvulíkön, heldur staðreyndir, sem auðvelt er að staðfesta.  Miklar mannvistarleifar,  ekki tölvulíkön, sanna sömuleiðis, að ekki aðeins Sahara, heldur einnig núverandi eyðmerkur Arabíu og Mið- Asíu voru þá að mestu þurrlendar gresjur, byggðar mönnum og dýrum.

Hvað gerir til, þótt þetta loftslag kæmi aftur? Hvað er vandamálið? Ég bara spyr.

                                       -----------------------

Eftir holcen- hámarkið fóra að kólna og þorna sem fyrr sagði, þó í sveiflum og rykkjum Í nýlegri bók íslensks jöklafræðing kemur fram, að fyrstu skaflarnir, sem síðan uruðu Vatnajökull fóru að myndast fyrir um 4.500 árum samtimis því, sem Forn- Egyptar voru að reisa píramída sína. Mættu leiðsögumenn gjarnan benda túristum á þetta, en þessi stareynd virðist hafa farið alveg framhjá mörgum, ekki síst liðinu sem jarðsöng Okið á döguum, en það er talið hafa myndast á 14. öld.


               --------------------------------


Hvers vegna í ósköpunum er annars verið að berjast gegn þeirr blessun, sem endurhlýnun væri?

                     ---------------------
Ekkert bendir til að loftslag sé að hlýna til lengri tíma, því miður. Núverandi hlýskeið er þegar búið að ná meðallengd og því má búast við nýju jökulskeiði (ísöld) á þessu árþúsundi eða því næasta, jafnvel á þessari ödld. Kílómetraþykkur jökull mun þá enn einu sinni leggast yfir löndin í hundrað þúsund ár.
         

galciers_in_iceland_2500_years_ago



 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband