Leita í fréttum mbl.is

Mótsagnir

eru svo miklar í loftslagsumræðunni að furðu sætir.

Í Gljáskógum standa þoturnar í breiðum að bíða eftir heimför helvítisprédikarana um hamfarahlýnun andrúmsloftsins sem stafi af stjórnlausum CO2 útblæstri.

Á sama tíma verður Joe Biden uppvís að því að hvetja OPEC til að dæla upp meiri olíu til að forða vestrinu frá verðbólgu. Og Putin er beðinn að koma með nóg gas svo að Evrópusambandið krókni ekki í vetur. Aðeins Frakkar virðast vilja byggja kjornorkuver til orkuframleiðslu  meðan Þjóðverjar geta aðeins boðið upp á endurræsingu gömlu kolakyntu orkuveranna.

Heimurinn getur ekki verið orkulaus. Og orkan getur ekki komið nema úr jörðinni enn sem komið er. Kjarnorkufælnin hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá orkulausum Evrópusambandsþjóðum. Þær vita ekki sitt rjúkandi ráð ef ekki berst gas frá Pútín.

Hvernig við getum jarmað í kórum um minnkun útblásturs en á sama tíma heimtað vinnu og brauð eins og Horst Wessel á sínum tíma gengur ekki upp.

Og Íslendingar geta ekkert annað heldur. Bókstaflega öll hreyfanleg starfsemi er hér knúin af olíu. Allt annað er bara fikt án efnahagslegra áhrifa. 

Hagvöxtur og kolefnisleysi fer bara ekki saman.Það er mótsögnin í öllum hávaðanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo segir í Mogga:

"Stór­menni og frægðarfólk hef­ur hóp­ast sam­an á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow og hafa sum­ir þegar heitið að draga úr met­an­los­un og upp­ræta skógeyðingu, auk þess sem bank­ar og aðrir ámóta hafa fall­ist á að taka mið af út­blæstri kol­efna við ákv­arðanir sín­ar, enda sjá ýms­ir fé í slíku eins og and­rúms­loftið er um þess­ar mund­ir. Sitt hvað fleira er í bíg­erð, en tíma­setn­ing­in gæti að vísu verið betri þegar haft er í huga að Evr­ópa er að búa sig und­ir orku­skort í vet­ur, Biden Banda­ríkja­for­seti grát­biður OPEC-rík­in um að dæla upp meiri olíu og Kín­verj­ar kynda kola­orku­ver­in sem aldrei fyrr í miðri raf­orkukreppu eystra."

Öll viðleitni til bóta er jákvæð. En hvað er raunhæft í málunum eins og staðan er nú?

Halldór Jónsson, 7.11.2021 kl. 13:26

2 Smámynd: Hörður Þormar

Íslendingar sitja á "gullgæs". Hér eru umræður þýskra sérfræðinga um það hvernig leysa eigi vandamálin vegna orkuskiptanna. Ekki virðast auðveldar lausnir í boði:                          Mit Atomkraft raus aus der Klimakrise? | Markus Lanz vom 04. November 2021           

Hörður Þormar, 7.11.2021 kl. 16:57

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Og demókrataklíkan með Katrínu í broddi fylkingar lofar NWO 580 milljörðum úr eftirlaunasjóðum Íslendinga án leyfis sjóðhafa - eða samþykktir þú það t.d.?

Jónatan Karlsson, 7.11.2021 kl. 17:17

4 identicon

Hvernig er það, er ekki viðskiptabann á Pútin? Hentar greinilega ekki nema stundum. 

Sigurður Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 20:57

5 identicon

"En hvað er raunhæft í málunum eins og staðan er nú?" Að skipuleggja, gera plön og vinna að markmiðum til framtíðar. Það er heimskra manna málflutningur að af því lítið er hægt að gera í dag þá sé eins gott að sleppa þessu. Hvort sem það eru loftlagsmál, friðarbarátta, umhverfismál, mannréttindamál eða kjaramál, það leysist ekki á svipstundu en er stöðug barátta með miklum mótsögnum.

Hörður, gullgæsin verpir litlum baunum. Allt rafmagn framleitt á Íslandi mundi ekki nægja nema fyrir tæplega 10% af raforkuþörf Skotlands. Við framleiðum frekar mikið rafmagn per haus, en við erum bara 366 þúsund. Við erum gagnslítið örverpi í hinu stóra samhengi orkuþarfar Evrópu.

Jónatan, lífeyrissjóðirnir eru ekki undir stjórn þeirra sem eiga rétt á greiðslum úr þeim. Sjóðsfélagar eru ekki eigendur lífeyrissjóðanna og ráða engu um starfsemi þeirra. Katrín, sem starfandi forsætisráðherra, getur ráðið meiru um starfsemi þeirra en allir sjóðsfélagar til samans.

Og Sigurður, viðskiptabannið á Rússa er þannig að bannað er að selja Rússum vopn. Kaup á gasi er alltaf ekki sala á vopnum.

Vagn (IP-tala skráð) 7.11.2021 kl. 23:55

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Viðskiptabann ESB á Pútín
er með undanþágum fyrir alla
nema Ísland

Grímur Kjartansson, 8.11.2021 kl. 14:03

7 identicon

Viðskiptabann ESB á sölu vopna til Rússlands er ekki með neinum undanþágum, viðskiptabann/innflutningsbann Rússa á matvæli frá Íslandi er ástæða þess að við getum ekki selt þeim fisk. Eftir sem áður getum við keypt hvað sem er frá Rússum, gas ef við viljum, og selt þeim allt nema mat og vopn.

Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 15:05

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru nú tæplega 100 kjarnaver í smíðum eða á teikniborði í heiminum í dag. Bráðum verðum við að drukkna í orku en það mun ekki stoppa Køtu við að gefa milljarðana okkar. Til þess er hún of langt leidd af loftslags óttanum. 

Ragnhildur Kolka, 8.11.2021 kl. 15:49

9 identicon

Sæll Halldór,

Já, þetta lið er með mótsagnir.
KV.






Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 20:08

10 identicon

May be an image of text that says 'World leaders returning home after an inspiring climate change conference AE'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2021 kl. 22:29

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Maður horfir á myndir frá kolanámunum í  ´Ástralíu. 69 billjóna dollara virði.

Hvað á að koma í stað þessarara orku? Vinmyllur?

Eða segir dr. Gréta Thunberg að þeir geti bara skolfið í kuldanum og straumsleysinu?

Halldór Jónsson, 9.11.2021 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband