9.11.2021 | 10:41
Er þetta leið?
út úr loftslagsþversögbninni?
Fá orkugjafa sem ekki blæs út CO2?
Guðmundur Pétursson rafmagnsverkfræðingur skrifar merka grein fyrir mig í Morgunblaðið í dag.
Þar segir hann:
"Metan er innlent og ódýrt eldsneyti og er kolefnishlutlaus orkugjafi.
Bensín er nú næstum 100% dýrara en metan til notkunar í farartækjum og munar um minna í rekstrarkostnaði. Tæplega 400 farartæki eru nú knúin metani á Íslandi.
Fyrir utan bensín og dísilolíu er metan (CH4) algengasta eldsneyti á Íslandi í dag. Metaneldsneytið sem í boði er hér á landi í dag er hreinsað hauggas frá Sorpu á Álfsnesi og nýju GAJA-gasgerðarstöðinni þar eða frá sorpstöðinni á Akureyri.
Mögulegt er hins vegar að nýta útblástur á koltvísýringi (CO2) frá jarðgufuvirkjunum og iðjuverum, t.d. kísilmálmverum, svo og grænt vetni frá rafgreiningu vatns til framleiðslu á metanrafeldsneyti (CH4).
Jarðgufuvirkjanirnar losa talsvert mikið magn af CO2 auk annarra gastegunda, t.d. brennisteinsvetnis (H2S), og eru því í raun ekki eins hreinar og umhverfisvænar og yfirleitt er gefið í skyn. Þær losa nú samtals um 170 þúsund tonn af CO2 á ári, eða um það bil 20% af heildarlosun frá vegasamgöngum hér.
Þéttleiki CO2 í útblæstri frá jarðgufuvirkjunum er um 75%, frá kísilmálmverksmiðjum um 3,5%, álverum um 2% en í andrúmsloftinu aðeins 0,04 %. Það hlýtur því að vera tiltölulega umfangsmikið og dýrt að fanga og vinna CO2 úr andrúmsloftinu en það er hægt eins og Climeworks hefur sýnt. Ofangreint ferli nefnist á ensku Power-to-Gas með Sabatieraðferð og hefur undirbúningur að slíkri framleiðslu hér á landi þegar staðið í nokkur ár á vegum svissneskra aðila, Nordur Power SNG/ Swiss Green Gas International AG.
Þessir aðilar eru í eigu öflugra svissneskra orkufyrirtækja en bakgrunnurinn að þessum fyrirætlunum er orkustefna og markmið Sviss fyrir árið 2030. Þá eiga 30% prósent af allri gasnotkun í Sviss að vera af endurnýjanlegum og kolefnishlutlausum uppruna. Því takmarki munu þeir ekki ná á heimavelli eingöngu og leita því til Íslands og Noregs (EFTA) þar sem góðir möguleikar eru fyrir hendi á slíkri framleiðslu.
Þessi tækni hefur þegar verið þróuð og reynd þar ytra með góðum árangri þótt í smærri stíl sé en hér er áformað. Stærðareining á hverjum stað hér væri 25-50 MW í rafafli með þörf fyrir 25-50 þúsund tonn af CO2 á ári. Rekstur og orkunotkun slíkrar framleiðslu er mjög sveigjanleg og gerir kleift að aðlaga sig einstaklega vel orkuframboði.
Þessi undirbúningur hefur átt sér stað í góðri samvinnu við öll stóru jarðvarmaraforkufyrirtækin á Íslandi svo og ýmsa aðra aðila og standa vonir til að bráðlega verði hægt að hefja raunverulega framleiðslu. Undirritaðar hafa verið viljayfirlýsingar og gerð samkomulagsdrög um ýmislegt varðandi samstarf á þessu sviði og er þetta mál vel kunnugt fjölmörgum aðilum hér og m.a. opinberum aðilum. Engir endanlegir samningar varðandi aðstöðu, orkuafhendingu og annað hafa þó verið undirritaðir enn.
Rafgert íslenskt metan (sem við höfum kallað megas, með fullri virðingu fyrir skáldinu) er skilgreint sem endurnýjanlegt grænt eldsneyti og getur því stuðlað að tilsvarandi minnkun á notkun jarðefnaeldsneytis og jarðgass í Sviss.
Svona tilbúið metangas má hæglega vökvagera hér en við það minnkar rúmmál þess 600-falt og þannig má auðveldlega flytja það út í tönkum. Mjög tryggur og stór markaður er fyrir slíkt endurnýjanlegt vökvagert gas í Sviss, bæði fyrir almenna gasdreifikerfið og áfyllistöðvar fyrir flutningabíla.
Tilfinnanlega vantar þó enn samræmda (evrópska) reglugerð hvað varðar viðurkennda skráningu á slíkri kolefnisnýtingu og tilfærslu (CCU: Carbon Capture and Utilisation). Einnig er stefnt að því að bjóða megas til sölu hér á Íslandi eins mikið og markaður verður fyrir og þá einnig á vökvaformi fyrir farartæki til vöru- og fólksflutninga, svo og einnig fyrir skipin.
Framleiðsla og notkun á metanrafeldsneyti er tvímælalaust mjög vænlegur kostur af mörgum ástæðum. Það sparar innflutning á jarðefnaeldsneyti og eykur orkuöryggi landsins. Það dregur verulega úr mengun og útblæstri.
Getur verið ábatasamur útflutningur á raforku og stuðlar að uppbyggingu á grænum iðnaði hér. Tími er kominn til að hefjast handa á þessu sviði."
Eina sem ekki gengur upp í mínum huga og þekkingarbanka er vetnisframleiðslan.Rafgreiningin gengur víst ekki upp kostnaðarlega. Það vantar ódýrt vetni sem er ekki í boði. En finnist aðferð til þess þá væri björninn unninn.
Ég hef heyrt ávæning af við að Pútin hafi gert eitthvað raunhæft til að vinna vetni úr gasi en brestur þekkingu til að ræða það.
Aðalatriðið er að mannkynið ferst án orku. Og orka kemur ekki án útblásturs. Og útblástur verður mestur við bruna jarðefnaeldsneytis, olíu, gass og kola.
Ef við finndum leið til að framleiða vetni á hagkvæman hátt þá væri metanið líklega leiðin þó að Dagur B.kaupi rafmagnsstrætóa eftir sem áður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.