Leita í fréttum mbl.is

La Tour Eiffel

hef ég fyrir talsvert fyrir augunum þar sem ég horfi mikið á France24.

Ég hef komið í Eiffelturninn einu sinni. Núna hugsa ég talsvert um það hvílíkt afrek það var hjá Gustav Eiffel og félaganum Nouguier að hanna þennan turn og láta byggja hann 1889. Úr járni en ekki stáli. Úr steypujárni frekar en prófílum. Með hnoðum en ekki suðu. 

Hafandi aðeins blýant og pappír og engar tölvur. Ekki gæti ég gert þetta svo mikið er víst.

Þvílíkt afrek er la Tour Eiffel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Current height1063 feet

Weight of the metal frame

7,300 tons

Total weight

10,100 tons

Number of rivets used

2,500,000

Number of iron parts

18,038

8 more rows

Halldór Jónsson, 9.11.2021 kl. 13:18

2 identicon

Turninn er byggður 1889, ekki 1899, þ.e.a.s. í tilefni af 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar, þess skelfilega harmleiks. Verkfræðingurinn getur e.t.v. dáðst að afrekinu, en íhaldsmaðurinn ætti að staldra við. Gustave Eiffel var að auki frekar ómerkilegur karakter. Notre Dame-kirkjan er mun betri fulltrúi Parísarborgar en þetta forljóta járnrusl.

Matthías (IP-tala skráð) 9.11.2021 kl. 14:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

já nú vinna tækniteiknarar mest með verkfræðingum en þú hefur sennilega gert það sjálfur í fyrstu. Minn elsti er líka hættur vegna veikinda.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2021 kl. 20:23

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vélin, sem gerði Chevrolet að mest selda bíl heims frá lungann af síðustu öld var kölluð "cast iron wonder." Hún var sett í bílinn 1929;  í fyrsta bílinn með sex strokka vél, sem var á færi allra stétta að eignast.  

Árum saman á undan hafði Chevrolet reynt að gera nýjar vélar fyrir bílinn, en árangurslaust. 

Á þessum árum voru hliðarventlavélar hagkvæmastar í smíði og rekstri og því þótti fáheyrt þegar vélinn í Lettanum var með toppventlavél.  

Leitað var að vandfundnu jafnvægi í gerð vélarinnar, að allir hlutar hennar væru með lágmarks styrkleika, en samt nægan, án þess að neinn veikan hlekk væri að finna. 

Þetta tókst á sama tíma og V-8 vél Fords, sú byltingarkennda smíð, sem hún var,  var með nokkra hvimleipa galla, svo sem gallaða vatnspumpu, sprungumyndun í blokk og olíuleka. 

Nokkur dýrkeypt ár tók að lagfæra það allt, en ekkert svipað háði undravélinni í Lettanum, sem hélt sessi sínum sem mest selda bílvél heims í þrjá áratugi.  

Ómar Ragnarsson, 9.11.2021 kl. 20:26

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vélin, sem gerði Chevrolet að mest selda bíl heims lungann af síðustu öld var kölluð "cast iron wonder." Hún var sett í bílinn 1929;  í fyrsta bílinn með sex strokka vél, sem var á færi allra stétta að eignast.  

Árum saman á undan hafði Chevrolet reynt að gera nýjar vélar fyrir bílinn, en árangurslaust. 

Á þessum árum voru hliðarventlavélar hagkvæmastar í smíði og rekstri og því þótti fáheyrt þegar vélinn í Lettanum var með toppventlavél.  

Leitað var að vandfundnu jafnvægi í gerð vélarinnar, að allir hlutar hennar væru með lágmarks styrkleika, en samt nægan, án þess að neinn veikan hlekk væri að finna. 

Þetta tókst á sama tíma og V-8 vél Fords, sú byltingarkennda smíð, sem hún var,  var með nokkra hvimleipa galla, svo sem gallaða vatnspumpu, sprungumyndun í blokk og olíuleka. 

Nokkur dýrkeypt ár tók að lagfæra það allt, en ekkert svipað háði undravélinni í Lettanum, sem hélt sessi sínum sem mest selda bílvél heims í þrjá áratugi.  

Ómar Ragnarsson, 9.11.2021 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband