Leita í fréttum mbl.is

Enga eftiráspeki

ætla ég uppi að hafa varðandi þetta Covid sem nú geisar sem aldrei fyrr. 

Það er bara fyrirliggjandi að þetta er afskaplega viðkvæmt hvað okkur varðar því veiran grípur hvert tækifæri. Við munum þurfa að lifa með henni um sinn þar sem okkur hefur ekki tekist að útrýma frænkum hennar kvefinu og hóstanum þrátt fyrir bölv og ragn yfir letinni eins og sagði í kvæðinu.

Ég hef sótt mér inflúensu bólusetningar í áratugi þar sem minn líflæknir hann Ársæll Jónsson sagði að sér sýndist  alltaf eima eitthvað eftir af ónæminu í sprautunum  og almenn veikindi yrðu þar með vægari. Mín reynsla er akkúrat svoleiðis, ég hef aðeins fengið vægari pestir síðan ég byrjaði á þessu.

En auðvitað er ég ekki algildur og allir mega hafa sínar skoðanir í friði. En Covidið virðist líka vægara um þessar mundir hjá þeim sprautuðu sýnist mér úr mínu nágrenni. Þessi lyf  virðast klóra fleirum en einni tegund veira. Þess vegna er ég sprautufíkill.

Einn vinur minn í Ameríku, listamaðurinn Jungle Jim Shier,  sagði að hlaupabóluveiran hefði eyðilagt líf sitt frá miðjum aldrei. Hann gafst því miður upp fyrir þeim hörmungum sem hundeltu hann. Hann ráðlagði mér að miðaldra eigi að fá sér sprautu við Shingles vírusnum. Ef gamla barnaónæmið dugar ekki er hættan svo skelfileg.Fátt er verra en vondur ristill á fullorðinsaldri.

Holdsveikin, Berklar, lömunarveikin  og bólusóttin eru svo dæmi um hvað vísindin geta gert fyrir okkur til að forðast skelfingarnar og nú síðast malaríuna. Og fleira í þeim dúr.

Á eftir heimskunni og trúarbrögðunum eru verstu óvinir mannkynsins ósýnilegir berum augum. Það táknar þó ekki að þeir séu ekki til staðar.

Það er bara eitt sem skiptir máli í þessu lífi sagði vinur minn og lærifaðir, Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri:

Heilsan.

Hann vissi yfirleitt hvað hann söng.

Ef heilsan yfirgefur okkur dugir engin eftiráspeki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband