Leita í fréttum mbl.is

Sebastian Rushworth

skrifar æsingalaust um pestina:

Hér fer á eftir þýðing höfundar þessa vefseturs (sem er BJARNI JÓNSSON verkfr.) á grein sænska læknisins Sebastians Rushworth, sem birtist á vefsetri hans 20.11.2021:

"Ég var undrandi í fyrstu, þegar margar fullbólusettar þjóðir urðu fyrir barðinu á nýrri bylgju C-19 í haustbyrjun [2021]. Ég var hissa, þ.e.a.s. þar til ég fór að sjá skýrslur um, að vörn bóluefnanna er mun minni en búizt var við og hrapar niður í lággildi að fáeinum mánuðum liðnum frá bólusetningu. 

Í þessu ljósi hef ég verið að bera saman tíðni covid dauðsfalla í mismunandi löndum til að reyna að skilja, hvað er eiginlega um að vera.  Tíðni dauðsfalla er ákjósanlegri en tíðni greindra tilvika, því að hún breytist minna með tímanum.  Tíðni greindra tilvika hefur sveiflazt gríðarlega síðan faraldurinn hófst, þar sem fjöldi sýnataka hefur verið breytilegur með breyttri skilgreiningu á sýkingartilviki og með breytingum á sýnatökuaðferðum.  Greind tilvik eru þess vegna ómögulegt tæki til að skilja, hvernig faraldurinn hefur breytzt með tímanum.  Þó að lönd hafi mismunandi skilgreiningar á covid dauðsföllum, þá virðast þau vera sjálfum sér samkvæm um það í tímans rás.  Tíðni dauðsfalla er þess vegna miklu áreiðanlegri en tíðni greindra tilvika og þess vegna mun gagnlegri til að átta sig á þróun faraldursins. 

Við sjáum á yfirliti um Svíþjóð, að upphafsbylgjan reið yfir um vorið 2020 með upphaflegu Wuhan-veirunni, þá kom fall niður í næstum 0 vegna sumarsins.  Nú orðið ætti öllum að vera ljóst, að covid-19 er mjög árstíðabundin veira, sem eins og aðrar vetrarveirur hverfur að mestu frá því síðla vors fram í haustbyrjun. 

Það, sem næst gerðist samkvæmt sænsku gögnunum er enduruppsveifla Wuhan-veirunnar um haustið 2020, sem byrjar að hjaðna eftir nokkra mánuði, þegar nægilegt lýð- eða hjarðónæmi hefur verið náð.  Þessi hjöðnun stöðvast þó, og við tekur enn örari aukning dauðsfalla fyrir tilstilli brezka alfa-afbrigðisins í Svíþjóð.

Hvernig gat alfa-afbrigðið orsakað aðra bylgju, ef hjarðónæmi hafði þegar verið náð, mætti spyrja ?  Það er vegna þess, að þröskuldur lýðónæmis er háður smitnæmi og dreifimöguleikum veirunnar.  Því meiri dreifimöguleikar, þeim mun hærri verður þröskuldur lýðónæmis.  Þannig var þröskuldi lýðónæmis gagnvart Wuhan-veirunni náð í desember 2020, en þegar alfaafbrigðið mætti á svæðið, hækkaði þröskuldurinn og nýr faraldur reið yfir. 

Stöldrum nú við; alfa afbrigðið herjar hratt á íbúana, og nægilegt lýðónæmi var náð gagnvart þessu nýja afbrigði um miðjan janúar 2021.  Aftur verður erfitt fyrir veiruna að finna ný fórnarlömb, og þá tekur daglegum smitum að fækka niður í umgangspestargildi árstíðarinnar og eru þar þangað til í sumarbyrjun.

Þeim, sem vilja tengja fækkun covid-dauðdaga í febrúar [2021] við bólusetningar, bendi ég á, að aðeins fá % íbúa Svíþjóðar höfðu þá verið bólusett, svo að bólusetningar geta ekki hafa leitt til neinnar fækkunar dauðsfalla. 

Að sumrinu [2021] liðnu hækka gildin að nýju upp í eðlilegri árstíðabundin gildi, en eru áfram lág, eins og búast má við af veiru, sem veldur nú orðið umgangspest, en ekki faraldri.  Jafnvel þótt hið afar smitandi delta-afbrigði hafi borizt til Svíþjóðar síðla vors [2021] og hafi um haustið verið ríkjandi, gat það ekki skapað nýja bylgju vegna þess víðtæka [náttúrulega] ónæmis, sem áður var komið á. 

 Við sjáum svipað mynztur annars staðar, þar sem harkaleg bylgja skall á vorið 2020, eins og í Svíþjóð.  Þar má nefna Nýju Jórvík og Langbarðaland á Norður-Ítalíu.  Þar myndaði Wuhan-afbrigðið fyrstu 2 bylgjurnar, og alfa-afbrigðið myndaði 3. bylgjuna, og síðan ekki söguna meir, þrátt fyrir tilkomu delta-afbrigðisins.  Getuleysi delta-afbrigðisins við að mynda nýja bylgju er hægt að útskýra á 2 vegu - annaðhvort er dreifingargeta þess ekki nægilega mikið meiri en alfa-afbrigðisins til að mynda nýja bylgju á svæðum, þar sem lýðónæmi var þegar komið á gagnvart alfa-afbrigðinu, eða bólusetningarnar gera sitt gagn enn þá.

Förum nú til Indlands út af ályktunum, sem draga má um delta-afbrigðið þaðan:

Snemma árs 2021 verður delta-afbrigðisins fyrst vart á Indlandi og geisar á meðal íbúanna.  Mótefnisprófanir á íbúunum leiddu í ljós, að 50 % íbúanna sýktust á aðeins fárra mánaða skeiði, svo að hlutfall íbúanna með mótefni hækkaði úr 20 % í 70 %, sem er nægilega hátt hlutfall til að mynda lýðónæmi, svo að veirudreifingin hrapar niður á lágt umgangspestarstig. Athugið, að bóluefnin léku greinilega ekkert hlutverk hér, því að aðeins fá % íbúanna á Indlandi höfðu verið bólusett á þeim tíma, þegar dánartíðnin hrapaði niður í lág gildi, eins og átti sér stað í Svíþjóð.

Nú skulum við snúa okkur að löndum, sem hafa orðið fyrir barðinu á 4. bylgju faraldursins í haust [2021], og reyna að finna skýringu.  Tökum Ísrael sem dæmi:

Ísrael tókst að forðast víðtæka dreifingu covid vorið 2020.  Um haustið skall Wuhan-afbrigðið á Ísraelum, og einmitt í þann mund, að lýðónæmið náði gildi, sem fær dreifinguna til að hægja á sér, varð landið fyrir árás alfa-afbrigðisins, sem leiddi til hámarks í tíðni dauðsfalla af völdum covid seint í janúar 2021.  Á þeim tíma var þegar búið að bólusetja 20 % íbúanna að fullu, svo að hér gætu bólusetningarnar hafa átt þátt í að fækka dauðsföllum.  Þær gætu verið skýringin á því, að dauðsföllum fækkar síðan mjög mikið í stað þess að hjakka í umgangspestargildum alveg fram í maí [2021], eins og í Svíþjóð (þar sem bólusetning gekk mun hægar). 

Tíðni covid-dauðsfalla var áfram lág allt sumarið, eins og búast mátti við.  Þá komum við að haustinu 2021 og hinni óvæntu 4. bylgju, eða ekki svo óvæntu, ef litið er á gögnin, sem sýna, að skilvirkni bóluefnanna dvínar hratt, einnig sá eiginleiki, sem átti að koma í veg fyrir alvarleg veikindi (sem á sérstaklega við um viðkvæma eldri borgara, sem raunar eru eini hópur samfélagsins, sem er í mikilli hættu út af covid-19). [Gerð er grein fyrir þessum gögnum í 

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2271869

og

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2271929   ]

Jæja, Ísrael mátti þola 4. bylgjuna, eins og mörg önnur lönd.  Hvers vegna eru svæðin, sem gerð var grein fyrir í upphafi pistilsins, Svíþjóð, Langbarðaland og Nýja Jórvík, ekki þolendur 4. bylgju núna ?

Frá mínum bæjardyrum séð eru 2 möguleikar fyrir hendi.  Sá fyrri er, að íbúar þessara svæða hafi myndað svo víðtækt náttúrulegt ónæmi, þegar þeir urðu fyrir mikilli dreifingu covid-19 nokkuð lengi fram á vorið 2020, að þeir hafi nú afgreitt þennan faraldur fyrir sitt leyti og fleiri faraldra [SARS-CoV-2] sé ekki að vænta.  Í Ísrael er bólusetning útbreidd, en hafði í haustbyrjun 2021 orðið fyrir covid-dreifingu í færri mánuði [en téð 3 svæði], og þar af leiðandi hafði lægra hlutfall íbúanna en á viðmiðunarsvæðunum 3  þróað með sér náttúrulegt ónæmi frá fyrri sýkingum.  Það hefur nú verið leitt rækilega í ljós, að ónæmi, sem rætur á að rekja til sýkingar, er miklu varanlegra en ónæmið, sem framkallað er með bólusetningu. Þetta er eðlileg kenning núna, þegar við vitum, hversu mjög á reiki ónæmið er, sem bólusetningar framkalla.

Það getur verið upplýsandi núna að líta til Austur-Evrópu.  Austur-evrópsku ríkin hafa orðið sérstaklega illa úti í haust [2021].  Þar má nefna Búlgaríu og Slóvakíu. 

 Mér finnst tvennt vera athyglisvert þarna. Í fyrsta lagi sluppu bæði löndin nánast alveg vorið 2020.  Í öðru lagi var hröð dreifing veirunnar í gangi, þegar sumarkoman olli mikilli fækkun smita.  Þessar þjóðir náðu þess vegna aldrei lýðónæmi gagnvart meira smitandi afbrigðum, og þess vegna hlaut veiran að taka sig upp aftur haustið 2021.

Jæja, fyrri mögulega skýringin mín á því, að sum landsvæði verða ekki tiltakanlega fyrir barðinu á 4. bylgjunni, er sú, að þar sé þegar fyrir hendi nægilegt náttúrulegt lýðónæmi, sem verndi íbúana.  Sú síðari er, að íbúar þessara svæða njóti nú tímabundinnar verndar á þeim grunni, að íbúarnir voru bólusettir seinna en t.d. íbúar Ísrael.  Sé sú skýring rétt, mun 4. bylgjan skella á þeim eftir einn mánuð eða tvo. 

Gögn frá Þýzkalandi benda til, að fyrri skýringin sé líklegri, því að nú eru Þjóðverjar á leið inn í 4. bylgjuna.  Hafið í huga, að Þjóðverjar, eins og Ísraelar, urðu lítið varir við covid-19 um vorið 2020.  Hins vegar reið stór bylgja yfir þar veturinn 2020/2021 með Wuhan-afbrigðinu. Síðan kom smátoppur með alfa-afbrigðinu, sem myndaði meginálagið á Þýzkaland í apríl [2021].  Hins vegar komu hlýindi sumarkomunnar í veg fyrir myndun stórrar bylgju með alfa-afbrrigðinu. Á þessu skeiði voru Þjóðverjar bólusettir upp til hópa, og áttu flestar bólusetningarnar sér stað á tímabilinu marz-júní.  Þetta er ákaflega svipað bólusetningarferli og í Svíþjóð, þar sem flestir voru bólusettir í marz-júní [2021]. 

Hvers vegna verður Þýzkaland þá fyrir nýrri bylgju núna [haustið 2021], en Svíþjóð ekki ?

Ljóslega er skýringarinnar ekki að leita í, að Þýzkaland hafi orðið fyrri til við bólusetningar og íbúarnir hafi þess vegna misst sitt ónæmi fyrr, því að báðar þjóðirnar voru bólusettar á sama tíma.  Þess vegna hallast ég að réttmæti fyrri kenningarinnar, að Svíar hafi myndað náttúrulegt lýðónæmi með því, að covid hóf að breiðast mjög út í Svíþjóð vorið 2020, en útbreiðslan í Þýzkalandi hófst ekki að ráði fyrr en haustið 2020.  Þrátt fyrir að áhrif bóluefnanna hafi þegar rýrnað í báðum löndum, þá er Svíþjóð varin með sínu víðtæka náttúrulega ónæmi, en Þýzkaland ekki.  Ef þetta er rétt, mun Svíþjóð ekki verða fyrir barðinu á fleiri stórum bylgjum.  Eftir mánuð eða tvo [um áramótin 2021-2022] munum við vita sannleika þessa máls.    

 Mér hedur skilist á vinunm mínum í Florida að þar sé ástandið ekki sem verst.

Hefur hitafarið kannki meiri áhrif á veiruna?

Hitaveitan okkar gæti haft áhrif?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þér væri nær að lesa Bjarna verkfræðing þegar þú ert að daðra við sæstreng en þegar þú lest þér til um kóvid, Bjarni er afneitunarsinni á alvarleik kóvid og það liggur í eðli afneitunar að skauta framhjá staðreyndum (ekki nema þegar það hentar) eða gefa sér forsendur sem standast ekki skoðun.  En það er einmitt sem þessi sænski læknir gerir.

Til rökstuðnings vil ég vitna í þessi orð hans í upphafi;"Við sjáum á yfirliti um Svíþjóð, að upphafsbylgjan reið yfir um vorið 2020 með upphaflegu Wuhan-veirunni, þá kom fall niður í næstum 0 vegna sumarsins.  Nú orðið ætti öllum að vera ljóst, að covid-19 er mjög árstíðabundin veira, sem eins og aðrar vetrarveirur hverfur að mestu frá því síðla vors fram í haustbyrjun.".

Halldór, þú veist það mæta vel, og Bjarni líka innst inni, að smit var því sem næst komin niður í 0 í byrjun sumars 2020 vegna mjög stífra sóttvarna mánuðina þar á undan.  Það hafði ekkert að gera með árstímann, veiran var veikluð því hún fékk ekki hýsla til að stökkbreytast og þess vegna varð þetta alfa afbrigði svo meinlítið þegar komið var fram á sumarið.

Sóttvörnum var þá smátt og smátt afleitt, í mörgum Evrópulöndum þegar langt var komið fram á sumarið. Að segja síðan að þetta sé vegna þess að veiran sé árstíðabundin er helber þvættingur sem stenst enga skoðun. 

Þegar Delta afbrigðið fékk næði til að breiðast út, þar smitaði það, það sýna smittölur frá sumrinu 2020 í til dæmis USA og Mexíkó, eða smittölur frá Rússlandi núna i sumar.  Árstíðin skiptir engu máli heldur aðeins hvort það sé skorið á smitleiðir veirunnar eða ekki.

Rétt á eftir kemur annar þvættingur frá þessum sænska lækni; "Það, sem næst gerðist samkvæmt sænsku gögnunum er enduruppsveifla Wuhan-veirunnar um haustið 2020, sem byrjar að hjaðna eftir nokkra mánuði, þegar nægilegt lýð- eða hjarðónæmi hefur verið náð.".  Á þessum orðum mætti skilja að Svíar hefðu náð einhvers konar lýð eða hjarðónæmi gagnvart alfa-afbrigðinu, en sænskar tölur segja annað.  Vitna í grein í Times frá 14. okt 2020.

"According to the agency’s own antibody studies published Sept. 3 for samples collected up until late June, the actual figure for random testing of antibodies is only 11.4% for Stockholm, 6.3% for Gothenburg and 7.1% across Sweden. As of mid-August, herd immunity was still “nowhere in sight,” according to a Journal of the Royal Society of Medicine study. That shouldn’t have been a surprise. After all, herd immunity to an infectious disease has never been achieved without a vaccine.".

Bólusetning er eina leiðin til að ná hjarðónæmi og það var þegar ríki höfðu bólusett stóra hluta þjóða sinna að þau slökuðu á samkomutakmörkum vetrarins 2020-2021, þess vegna duttu smittölur svona niður í vor og sumar, en vegna þess eins og sænski læknirinn réttilega segir, að það dregur hratt úr smitvörnum bóluefna, þá eru smittölur í veldisvexti víða um Evrópu.

Ég ætla ekki frekar að fjalla um það kjaftæði að tala um meint lýðónæmi þegar ljóst er að fækkun smita stafar að ströngum sóttvörnum en þar voru Svíar mun strangari en margar aðrar þjóðir. Vil að aðeins benda á hæpinn samanburð á Svíþjóð og Þýskalandi varðandi vöxt veirunnar. 

"Hvers vegna verður Þýzkaland þá fyrir nýrri bylgju núna [haustið 2021], en Svíþjóð ekki ?

Ljóslega er skýringarinnar ekki að leita í, að Þýzkaland hafi orðið fyrri til við bólusetningar og íbúarnir hafi þess vegna misst sitt ónæmi fyrr, því að báðar þjóðirnar voru bólusettar á sama tíma.  Þess vegna hallast ég að réttmæti fyrri kenningarinnar, að Svíar hafi myndað náttúrulegt lýðónæmi með því, að covid hóf að breiðast mjög út í Svíþjóð vorið 2020, en útbreiðslan í Þýzkalandi hófst ekki að ráði fyrr en haustið 2020.".

Svíar voru ekki búnir að mynda náttúrulegt lýðónæmi vorið 2020 eins og hrakið er í hér að ofan, þeir fengu stærri bylgju af delta-afbrigðinu um og uppúr síðustu áramótum sem fjaraði ekki almennilega út fyrr en bólusetning var orðin almenn um vorið.  Þjóðverjar voru með mjög svipaða bylgju þá og þessi litli munur á ónæmi frá fyrri bylgju getur ekki skýrt þann mun.

Til að skýra þetta betur er gott að skoða opinbera tölfræði á Worldometers.info og sjá hlutfall smita af milljón íbúum. Sú tala fyrir Þýskaland er 65,376 en fyrir Svíþjóð er hún 117,271.  Einhver hefði haldið að þetta styddi ályktun læknisins þó engan veginn sé hægt að sjá að smittölur frá Svíþjóð dugi til að ná lýðónæmi líkt og hann bendir réttilega hafið orðið raunin á Indlandi (mundu að menn geta alveg farið rétt með).

Málið og meinið er að bylgjan er á hraðri uppleið í löndum eins og Ungverjalandi og Tékklandi, í Ungverjalandi er þegar komin hærri dagleg dánartala en var hæst í síðustu bylgju.  Samt er smit per milljón 108,543 hjá þeim eða svipað og í Svíþjóð.  Í Tékklandi er fólk líka byrjað að deyja, en þar hlutfall smita 190,377.

Einfalt staðreynda tékk, fljótlegra en að pikka inn þessar línur.  Samt tekst mönnum að gefa sér rangar forsendur fyrir ályktunum sínum, og munar þar mestu að skauta algjörlega framhjá sóttvörnum og áhrifum þeirra.

Þú kallar þetta að skrifa æsingarlaust um pestina Halldór, ég kalla þetta afvegleiðingu eða blekkingu.  En ég er reyndar ekki afneitunarsinni og hélt reyndar að þú værir það ekki heldur.

Vonandi sleppa Svíarnir sagði Þórólfur í lok sumars 2020, þegar hann var leiður á eilífðum samanburði við þá.  Reyndin var sú að þeir sluppu ekki, bylgjan reis seinna hjá þeim, og varð ekki síður alvarleg en sú fyrri, þrátt fyrir harðar sóttvarnir.

Ein skýring þess að hún rís seinna er að þeir eru svo leiðinlegir, þeir þola ekki hvorn annan og þar er hlutfall einbýlis (fólk býr eitt) einna hæst um víða veröld, önnur skýring er að mjög stór hluti vinnuaflsins getur unnið heima hjá sér.

Allavega eru allar spár um fall veirunnar ótímabærar.

Það er rétt hjá þér Halldór að lítið er að frétta af kvikindinu í Flórída, en það ríki fékk samt sinn stóra faraldur seint í sumar og fram eftir hausti, á sama tíma og engar fréttir bárust af dauðsföllum frá Nýja Englandi og nágrannabyggðum, sem og í Kaliforníu.

En í dag virðist sú bylgja vera horfin, og ástandið svipað og í öðrum hluta Bandaríkjanna, það er lítið sem ekkert að frétta af veirunni, nema þá þar sem hlutfall bólusetninga er ekki nógu hátt til að verja fólk fyrir ótímabærum dauða.

Sem vekur upp spurningu, var blandan sterkar þarna vestra??

Spyr sá sem ekki veit.

Hafðu það sem best Halldór, þriðja bólusetningin heldur eitthvað fram á vetur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2021 kl. 20:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Halldór.

Þessi athugasemd er aðeins ætluð þér en í greininni í Times var rakið hvurslags níðingar sænsk heilbrigðisyfirvöld voru gagnvart veiku eldra fólki í fyrstu bylgjunni.

Gott að hafa þetta í huga þegar einhver vitnar í glottið á Birni Zoega eða tekur undir með fjöldamorðingjanum Tegnel.

Læt textann flakka hér fyrir neðan, þetta er okkar á milli.

Kveðja, Ómar.

Löfven, his government, and the Public Health Agency all say that the high COVID-19 death rate in Sweden can be attributed to the fact that a large portion of these deaths occurred in nursing homes, due to shortcomings in elderly care.

However, the high infection rate across the country was the underlying factor that led to a high number of those becoming infected in care homes. Many sick elderly were not seen by a doctor because the country’s hospitals were implementing a triage system that, according to a study published July 1 in the journal Clinical Infectious Diseases, appeared to have factored in age and predicted prognosis. “This likely reduced [intensive care unit] load at the cost of more high-risk patients”—like elderly people with confirmed infection—dying outside the ICU.” Only 13% of the elderly residents who died with COVID-19 during the spring received hospital care, according to preliminary statistics from the National Board of Health and Welfare released Aug.

In one case which seems representative of how seniors were treated, patient Reza Sedghi was not seen by a doctor the day he died from COVID-19 at a care home in Stockholm. A nurse told Sedghi’s daughter Lili Perspolisi that her father was given a shot of morphine before he passed away, that no oxygen was administered and staff did not call an ambulance. “No one was there and he died alone,” Perspolisi says.

In order to be admitted for hospital care, patients needed to have breathing problems and even then, many were reportedly denied care. Regional healthcare managers in each of Sweden’s 21 regions, who are responsible for care at hospitals as well as implementing Public Health Agency guidelines, have claimed that no patients were denied care during the pandemic. But internal local government documents from April from some of Sweden’s regions—including those covering the biggest cities of Stockholm, Gothenburg and Malmö—also show directives for how some patients including those receiving home care, those living at nursing homes and assisted living facilities, and those with special needs could not receive oxygen or hospitalization in some situations. Dagens Nyheter published an investigation on Oct. 13 showing that patients in Stockholm were denied care as a result of these guidelines. Further, a September investigation by Sveriges Radio, Sweden’s national public broadcaster, found that more than 100 people reported to the Swedish Health and Care Inspectorate that their relatives with COVID-19 either did not receive oxygen or nutrient drops or that they were not allowed to come to hospital.

These issues do not only affect the elderly or those who had COVID-19. The National Board of Health and Welfare’s guidelines for intensive care in extraordinary circumstances throughout Sweden state that priority should be given to patients based on biological, not chronological, age. Sörmlands Media, in an investigation published May 13, cited a number of sources saying that, in many parts of the country, the health care system was already operating in a way such that people were being denied the type of inpatient care they would have received in normal times. Regional health agencies were using a Clinical Frailty Scale, an assessment tool designed to predict the need for care in a nursing home or hospital, and the life expectancy of older people by estimating their fragility, to determine whether someone should receive hospital care and was applied to decisions regarding all sorts of treatment, not only for COVID-19. These guidelines led to many people with health care needs unrelated to COVID-19 not getting the care they need, with some even dying as a result—collateral damage of Sweden’s COVID-19 strategy.

Dr. Michael Broomé, the chief physician at Stockholm’s Karolinska Hospital’s Intensive Care Unit, says his department’s patient load tripled during the spring. His staff, he says, “have often felt powerless and inadequate. We have lost several young, previously healthy, patients with particularly serious disease courses. We have also repeatedly been forced to say no to patients we would normally have accepted due to a lack of experienced staff, suitable facilities and equipment.”

In June, Dagens Nyheter reported a story of one case showing how disastrous such a scenario can be. Yanina Lucero had been ill for several weeks in March with severe breathing problems, fever and diarrhea, yet COVID-19 tests were not available at the time except for those returning from high risk areas who displayed symptoms, those admitted to the hospital, and those working in health care. Yanina was only 39 years old and had no underlying illnesses. Her husband Cristian brought her to an unnamed hospital in Stockholm, but were told it was full and sent home, where Lucero’s health deteriorated. After several days when she could barely walk, an ambulance arrived and Lucero was taken to Huddinge hospital, where she was sedated and put on a ventilator. She died on April 15 without receiving a COVID-19 test in hospital.

Ómar Geirsson, 24.11.2021 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband