Leita í fréttum mbl.is

Buslum frekar með Bjarna

Í Staksteinum Morgunblaðsins er vakin athygli á stöðugleikanum sem ríkir á Evrusvæðinu.

Þar segir:

"Verðbólga á evrusvæðinu mælist nú meiri en nokkru sinni frá því að sameiginlega myntin, evran, var tekin upp fyrir meira en tveimur áratugum. Greint var frá því í gær að verðbólgan næmi 4,9% í nóvember, sem er jafnvel hærra en meðalspámaður svæðisins hafði gert ráð fyrir, en hann hafði spáð 4,5% verðbólgu. Ekki nóg með það, verðbólgan á evrusvæðinu er hærri en verðbólgan hér á landi. Þar munar að vísu litlu, 0,1%, en eftir innlendar verðbólgutölur sem ollu áhyggjum fyrir skömmu er óneitanlega athyglisvert að evrusvæðið slái þær út.

--- Hér á landi hefur verið brugðist við með þeim hætti sem búast mátti við, þ.e. hækkun vaxta Seðlabankans. Á evrusvæðinu er ólíklegt að gripið verði til sambærilegra aðgerða enda efasemdir um að undirliggjandi efnahagsástand þoli slíkar aðgerðir.

--- En það er umhugsunarvert hvað veldur verðbólgunni á evrusvæðinu. Vandi með aðföng, sem tengist kórónuveirunni, er hluti skýringarinnar, en ört hækkandi orkuverð vegur þungt.

--- Sú verðhækkun verður ekki skrifuð á kórónuveiruna nema að litlu leyti, en aðallega á orkustefnu Evrópusambandsins. Þar á bæ hafa menn keppst við að draga úr þeirri orkuframleiðslu sem best dugar en reyna í staðinn að taka upp aðra og síður örugga, auk þess að treysta á gas frá Rússum.

--- Inn í þetta evrópska orkuklúður hafa jafnvel sumir viljað, af mikilli skammsýni, draga okkur."

Það er heldur aumkunarverð viðtölin við leiðtoga landsöluflokkanna sem kjósa að tala sitt í hvoru lagi þó spekin sé sú sama. Göngum í ESB og Evrópuherinn, tökum upp Evru, leysum vandamálin með samevrópskum atvinnuleysistölum. Jafnvel Bieltved hugmyndafræðingur  slær þá ekki út í efnahagsspeki sem er þó töluvert.

Allt verður betra með Brussel og sameiginlegri orkustefnu.

Fyrir mína parta vil ég heldur reyna að busla með Bjarna sem sjálfstæð þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins! Loksins! Loksins! Eftir 30 ár kom loksins mánuður þar sem verðbólga á Evrusvæðinu er prósentubroti meiri en á Íslandi! Og Evruandstæðingar, ESB hatarar og einangrunarsinnar halda ekki vatni! Það er enginn stöðugleiki á Evrusvæðinu!!! 

Og við erum nú þegar, og höfum verið þessa öld og rúmlega það, undir sameiginlegri orkustefnu ESB. Hún er ekki hræðilegri en svo að margir halda okkur standa utan hennar.

Vagn (IP-tala skráð) 1.12.2021 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband