Leita í fréttum mbl.is

Frábær fullveldisgrein

formanns okkar í fullveldisfélaginu, Jón Magnússon hrl.

Yfirveguð og staðreyndaþrungin grein sem við skulum ekki gleyma og mikilvægis dagsetningarinnar.

 

" Sjálfstæð fullvalda þjóð

Sjálfstæði og fullveldi Íslands og íslensku þjóðarinnar er ekki sjálfsagt eða sjálfgefið og hefur
aldrei verið það.

Okkur sem erum fædd eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 17.júní 1944 hættir til aðtelja að stjórnskipuleg réttindi, fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar séu sjálfsagður hlutur. Því
miður er ekki svo farið og smáþjóð verður stöðugt að vera á varðbergi til að verja réttindi sín menningu og eiginleika.


Ísland naut skammvinns sjálfstæðis frá því að land byggðist þangað til höfðingjar landsins vegna
eigin sundrungar og skammsýni neyddust til að játa Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi hollustu sína og ganga honum á hönd með samþykki hins svokallaða „Gamla sáttmála“ árið 1262.


Frá þeim tíma til 1.desember 1918 lutum við erlendu valdi. Fyrst valdi Noregskonunga og síðar Danakonunga eftir að Noregur tapaði sjálfstæði sínu og Danir tóku þar völdin.


En sjálfstæðisviljinn var alltaf til staða með íslensku þjóðinni. Íslendingar litu jafnan á sig sem
sérstaka þjóð með sína sérstöku menningu og tungumál. Áshildarmýrarsamþykktin 1496 er dæmi
um það að bændur á Suðurlandi töldu að þeir ættu ákveðin réttindi, sem þeir gætu krafist af
konungi að fá að njóta, sem sjálfstæðir menn. Sömu viðhorf var ekki að finna í Evrópu á þeim tíma og er Áshildarmýrarsamþykktin einstök og mjög merkileg í sögu og viðleitni þjóðarinnar til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt sinn.
Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar birtist með ýmsum hætti í áranna rás.

Íslendingar vildu ekki játast
undir einveldi Danakonungs árið 1662 en gerðu það nauðugir.
Foringi þeirra sem vildu gæta að íslenskum hagsmunum og lýðréttindum á 19.öldinni, Jón Sigurðsson þurfti að hyggja að mörgu. Í fyrsta lagi að Ísland væri ekki hluti af Danmörku eins og margir í Danaveldi vildu skilgreina þjóðréttarlega stöðu Íslands.

Jón þurfti líka að berjast á fleiri vígstöðum til að gæta að landsréttindum þjóðarinnar m.a. með því að sýna fram á, að við hefðum ekki verið sérstakir bónbjargarmenn í samskiptum okkar við Dani heldur hefðu þeir frekar en við haft fjárhagslegan hag af nánum samskiptum þjóðanna.


Á ýmsu gekk og iðulega var það sundurlyndi íslenskra stjórnmálamanna og vanþekking, sem tafði fyrir í sjálfstæðisbaráttunni, en svo fór um síðir eftir nokkuð samningaþóf, að Ísland var viðurkennt frjálst of fullvalda ríki 1 desember 1918 fyrir rúmri öld. Þann dag var þeim mikla áfanga náð að Ísland varð fullvalda ríki. Íslendingar höfðu haft fullan sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni.

Þó Ísland hefði haft fullan sigur í sjálfstæðisbaráttunni 1 desember 1918, þá deildi íslenska þjóðin fullveldi sínu með Dönum með ýmsu móti. Mikilvægast var að Danir fóru með
utanríkismál fyrir Íslands hönd og Ísland var í konungssambandi við Danmörku. Konungur Dana var líka konungur Íslands. Árið 1944 þann 17. júní ákvað íslenska þjóðin að taka stjórn allra mála í sínar hendur. Það var henni heimilt samkvæmt sambandslagasamningnum 1918.

1. desember er því merkasti dagur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, þá lá fyrir, að við værum fullvalda þjóð. Sagt var að margir baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands hefðu fellt tár, þegar Danir
féllust á það að Ísland skyldi verða fullvalda ríki.
Okkur er hollt að minnast þess og þakka Dönum fyrir, hve vel þeir komu fram við okkur, þá sérstaklega þegar viðræður voru teknar upp um réttarstöðu og sjálfstæði Íslands. Við vorum þá
sem betur fer þeirrar gæfu aðnjótandi að vera undir veldi, þar sem mannúð og skynsemi hefur lengst af ráðið ríkjum.


Á sama tíma og við fögnum að njóta sjálfstæðis og fullveldis sem þjóð, þá má það aldrei gleymast, að sjálfstæðisbaráttunni og fullveldisbaráttunni er aldrei lokið. Fámenn þjóð eins og
íslendingar þurfa jafnan að gæta að því hvað það er, sem gerir hana að þjóð og varðveita þann þjóðararf, sem er svo dýrmætur og var svo mikilvægur í sjálfstæðisbaráttunni.

Sameiginleg tunga okkar íslenskan, uppruni og menning eru hornsteinar þess að við týnumst ekki í þjóðahafinu og getum jafnan gert tilkall til að á okkur sé litið sem sjálfstæða fullvalda þjóð.


Í fjölþjóðasamfélagi nútímans eru því ýmsar áskoranir. Okkur er mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við aðrar þjóðir, en við verðum líka að gæta þess að glata ekki neinu af því sem
áunnist hefur.


Okkur er mikilvægt að vera í erlendu varnarsamstarfi með aðild að Atlantshafsbandalaginu til að tryggja varnir og sjálfstæði. Aðild að Atlantshafsbandalaginu mikilvægasti hornsteinum öryggis og varna landsins.

Samband okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar eru líka mikilvægt þar sem við getum sótt mikið til þeirra þjóða sem okkur eru skyldastar og vonandi miðlað líka ýmsu til þeirra.


Annað samstarf getur verið þess eðlis, að þörf sé á sérstakri aðgæslu og getur leitt til þess, að við gerum sérstakar kröfur um atriði sem þurfi að gilda fyrir okkur vegna fámennis. Í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með framkvæmd EES samningsins. Með EES samningnum er farið á ystu brún varðandi það að deila fullveldi þjóðarinnar í fjölþjóðasamvinnu.

Við þurfum að taka þann samning til endurskoðunar sem fyrst ekki síst vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á
samskiptum og samþykktum þjóða, sem mynda EES. Við þurfum í öllum tilvikum að hafa stjórn á eigin landamærum og verðum því að ná fram samkomulagi í EES samstarfinu, að við getum
takmarkað innflæði fólks vegna vinnu eða menntunar, ef innflæðið verður okkur um megn þannig að við getum ekki sinnt þjóðréttarlegum skyldum okkar um að gæta að hagsmunum þeirra sem hingað koma. Þá verður Ísland líka að gæta þess að týnast ekki í þjóðahafinu.


Á undanförnum árum hefur verið mikil barátta fyrir gildi fjölmenningar. Menning allra þjóða sem eru opnar fyrir hugmyndum eins og okkar samfélag, er ekki einmenning sem hverfist um allt það sem íslenskt er og ekkert annað.

Íslensk menning er í eðli sínu þjóðleg, en hefur náð að taka
margt gott frá erlendri menningu. Þar er líka vandratað meðalhófið og skiptir máli að gæta að því
sem er okkar og gerir okkur sérstök sem þjóð og glata því ekki á sama tíma og mikilvægir
menningarstraumar fá að leika um samfélagið. Við verðum að gæta þess að forpokast ekki í einmenningu eins og það fólk hefur gert, sem sækir að víða úr heiminum og neitar að aðlaga sig
að háttum og siðum þeirra þjóða,sem það gerir kröfu til að koma til og búa til frambúðar.

Á sama hátt og við verðum að gjalda varhug við að framselja fullveldið í fjölþjóðlegu samstarfi verðum

við líka að gjalda varhug við að þeir sem ætla sér ekki að aðlagast íslenskri þjóð og
þjóðmenningu búi á Íslandi til frambúðar án þess að læra tungu þjóðarinnar eða aðlaga sig að
siðum hennar eða háttum að neinu leyti.


Það er bjart "yfir íslensku þjóðlífi þó áskoranir séu margar. Þ afl sem sjálfstæði þjóðarinnar og
fullveldi leiddi úr læðingi á að vera okkur ævarandi veganesti til að nema ný lönd framfarasóknar
íslensku þjóðarinnar."

Jón Magnússon á þakkir skildar fyrir þetta yfirlit og upprifjun þegar heilir stjórnamálaflokkar gera nú  harðar atlögur að fullveldi Íslands og vilja framselja það til erlendra tollabandalaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Jón mælir vel eins og fyrri daginn, hefur þroskast uppí að verða einn af alsterkustu pennum sinnar kynslóðar.

Þess vegna hnaut ég við lokaorð þín "heilir stjórnamálaflokkar gera nú  harðar atlögur að fullveldi Íslands og vilja framselja það til erlendra tollabandalaga.", skil alveg pointið, en málið og meinið er að viðkomandi flokkar eru ekki í ríkisstjórn Íslands.

Gleymum börnunum sem ættu frekar að vera í Viðreisn, frami þeirra í raun afhjúpar innra eðli valdakjarna Valhallar, en ég get ekki gleymt Halldór daður þitt við að afsala sjálfstæði þjóðarinnar í orkumálum, þegar þú og þarna lögfræðingurinn sem seldi sálu sína (fyrsti stafur E) urðu eitt.

Þú veist hvað sæstrengur þýðir Halldór??, að leika sig naví, að bera við elli gagnvart fyrri hatrammri baráttu þinni gegn orkupakka 3, er ekki rök í máli skynsams fólks.

Því skynsemi er forsenda að skilja vigtina í málflutningi Jóns, hann er orðinn alltof gamall til að skrifa fyrir vitleysinga.

Samt ertu orðin virkur þátttakandi í flóttaáætlun Valhallar, að fá grunnhyggna flokksmenn til að styðja hin fyrirsjáanlegu svik gagnvart lagningu sæstrengs.

Plott sem var löngu hannað áður en orkupakki 3 varð issjú í þjóðmálaumræðunni.

Þitt val Halldór, en það er aldrei hægt að þjóna tveimur húsbændum í einu, ekki þegar þeir eru í stríði við hvorn annan.

Jón má eiga að hann er staðfastur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2021 kl. 16:04

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

  Tilvitnun: 

"Ísland naut skammvinns sjálfstæðis frá því að land byggðist þangað til höfðingjar landsins vegna eigin sundrungar og skammsýni neyddust til að játa Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi hollustu sína og ganga honum á hönd með samþykki hins svokallaða „Gamla sáttmála“ árið 1262."


Þetta sjálfstæði var hreint ekki svo skammvinnt, eða frá stofnun Alþingis árið 930 til 1262, sem teljast vera 332 ár.
Eða jafnlangur tíma og frá árinu 1689 til dagsins í dag !

Þórhallur Pálsson, 1.12.2021 kl. 17:04

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, ég hef ekki breytt um afstöðu til sæstrengs.Ég vil vinna úr orkunni hér innanlands ef þess er kostur. En ég veit ekki hvaða kúrs þjóðin ætlar að taka án þess að spyrja mig sem vonlegt er.

Ég hef ekki orðið var við það að Valhöll sé með einhverja svikaáætlun í gangi í sæstrengsmálum. En þú virðist telja þig hafa vit á málum þar innandyra umfram marga aðra. 

Halldór Jónsson, 1.12.2021 kl. 17:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Atferlisgreining Halldór, atferlisgreining.

Til hvers að breyta um þrautreynda taktík ef hún virkar??

Staðfestingin fékkst svo þegar þú gekkst í eina sæng með þekktum stuðningsmanni orkupakkans, kallast þetta ekki jarðvegsgreining á hvort hinn almenni flokksmaður kyngi svikunum??

En þú segir að það hafi verið óvart, tek orð þín gild um það.

Þótti reyndar vænt að heyra að enginn sé bilbugurinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2021 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband