4.3.2022 | 11:47
Þorsteinn getur enn
sýnt að honum eru ýmsir hlutir lagnir umfram aðra menn.
Burtséð frá þvi að Bryndís Schram hafi snemma fundið að það skorti á nauðsynleg litbrigði hjá Þorsteini Pálssyni sem stjórnmálamanni til alþýðufylgis þá má spyrja hvernig maður dregur slíkar markalínur?
Til dæmis í samanbrði við eiginmann hennar Bryndísar verður fjölbreytileikinn ef til vill eitthvað erfiðari.
En Þorsteini tekst hinsvegar aftur að hrífa mig með sér í fjölbreytileika stjornmálaumræðunnar eins og raunar hann gerði hér oft áður.En nú hefur hann skriplað á þeirri ESB-skötu sem gerir málefnin nú of fjöbreytt til að frekari samvinna í pólitík sé líkleg fyrir mig.
En Þorsteinn skrifar á fimmtudaginn sinn vikulega pistil í Fréttablaðið:
"Skoðanakannanir hafa í gegnum tíðina sýnt mikla óánægju með stjórnkerfi fiskveiða. Afgerandi meirihluti er yfirleitt á móti. Við fyrstu sýn lýsa skoðanakannanir því mjög eindreginni afstöðu alls almennings.
Einföld spurning en flókinn veruleiki
Frá því að fyrstu kvótalögin voru sett fyrir nærri fjórum áratugum hefur þjóðin gengið ellefu sinnum til alþingiskosninga. Þessi afdráttarlausa afstaða í skoðanakönnunum hefur hins vegar aldrei skilað sér inn í stjórnarsáttmála að kosningum loknum.
Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona?
Svarið er: Veruleikinn er flóknari en einfaldar spurningar í skoðanakönnunum. Það kemur til að mynda fram í því að innan margra stjórnmálaflokka eru afar skiptar skoðanir á málinu.
Þótt mikill meirihluti þjóðarinnar lýsi óánægju með kerfið í könnunum eru skoðanir kjósenda jafn skiptar og flokkanna á því hverju eigi að breyta eða hvað eigi að koma í staðinn.
Afleiðing sundrungar
Afleiðingin af þessari sundrungu er sem sagt þessi: Stærsti minnihluti á Alþingi hefur frá fyrsta degi ráðið ferðinni.
Þegar margar ólíkar skoðanir eru innan sama flokks leiðir það einnig til þess að forystumenn hans setja ekki fram kröfur um breytingar þegar þeir fá tækifæri til að semja um aðild að ríkisstjórn. Stærsti minnihlutinn heldur þá stöðu sinni.
Litlu minnihlutarnir verða svo áhrifalausir. Þannig er staðan enn í dag.
Helstu ágreiningsefnin eru þessi: 1. Gjaldtaka. 2. Tímamörk veiðiréttar. 3. Framsal. 4. Veðsetning. 5. Úthlutun eftir veiðireynslu, með uppboði eða samkvæmt pólitísku mati.
Þjóðareign eða séreign
Breið samstaða hefur verið um að líta á fiskimiðin sem þjóðareign. Innan Sjálfstæðisflokksins heyrðist þó nýlega það sjónarmið að breytingar jafngiltu þjóðnýtingu.
Forsætisráðherra kom ekki fram stjórnarskrártillögu um þjóðareign í fyrra þó að afgerandi meirihluti sé fyrir henni á Alþingi.
Þetta kann að skýrast af því að innan stærsta stjórnarflokksins líti sumir á veiðiréttinn sem séreign útgerðarinnar.
Tímamörk veiðiréttar
Viðreisn, Samfylking, Framsókn, VG, Píratar, Flokkur fólksins og hluti Sjálfstæðisflokks vilja tímabundinn veiðirétt. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Miðflokkur eru á móti.
Ríflegur meirihluti er því á Alþingi fyrir þessari mikilvægu breytingu.
Hún nær hins vegar ekki fram að ganga vegna þess að Framsókn hefur fallið frá þessu grundvallarstefnumáli í fimm ríkisstjórnum frá aldamótum, VG í þremur og Samfylking í tveimur.
Framsal og veðsetning
Frjálst framsal nýtur stuðnings Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Framsóknar, Miðflokks og hluta VG. Öruggur meirihluti er þannig fyrir því á Alþingi.
Veðsetning skipa hefur alltaf náð til aflaheimilda þeirra. Ef lánastofnanir fengju ekki veð í aflahæfi skipa fengi enginn lán. Ríki eða sveitarfélög yrðu því að gera út flest öll skip, þar á meðal smábáta.
Ótvíræður meirihluti er fyrir veðsetningu en Samfylking, Píratar og Flokkur fólksins eru á móti. Hluti VG er einnig á móti.
Úthlutunarreglur
Viðreisn og Samfylking styðja uppboð á veiðiheimildum. Hluti Sjálfstæðismanna og fylgjenda Pírata eru einnig þeirrar skoðunar.
Framsókn, Miðflokkur, hluti VG og meirihluti Sjálfstæðisflokks styðja óbreytt ástand.
Hluti Pírata og hluti VG vilja pólitíska úthlutun út frá byggðasjónarmiðum.
Auðlindagjald
Ekkert raunverulegt auðlindagjald er greitt í dag. Í þess stað greiða útgerðir mjög lágan viðbótartekjuskatt, sem kallast veiðigjald.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og Miðflokkur vilja óbreytt ástand. VG vilja óbreytt ástand þegar þau eiga aðild að ríkisstjórn.
Viðreisn, Samfylking, Píratar og Flokkur fólksins vilja hærri greiðslur fyrir veiðirétt. Það gerir einnig hluti Sjálfstæðisflokks, hluti Framsóknarflokks og hluti VG þegar þau eru í stjórnarandstöðu.
Grundvöllur sáttar
Þetta er grautarleg mynd. En meðan þeir flokkar, sem fara í samstarf með stærsta minnihlutanum, sætta sig við óbreytt ástand heldur það áfram.
Verði á hinn bóginn unnt að knýja fram breiðari málamiðlun er líklegast, samkvæmt þessari greiningu, að áfram verði byggt á aflahlutdeildarkerfi með framsali. Breytingarnar fælust aftur á móti í tímabindingu veiðiréttar og hærra gjaldi, sem mögulega fengist með uppboði á litlum hluta aflahlutdeilda á hverju ári.
Sátt með þessum breytingum myndi viðhalda þjóðhagslegri hagkvæmni en gera þjóðareignina virka.
Hvað er að óttast? "
Það er margt í þessu skrifi Þorsteins sem er til fyrirmyndar hvað varðar rökhyggju,stíl og yfirsýn yfir flókinn málaflokk.Hann sleppir þætti strandveiðanna algerlega.
Efnið skýrir sig sjálft þar sem í því felst hversu flókið viðfangsefnið er og af hverju deilurnar rísa svo hátt.
Það er nefnilega margt að óttast og ekki líklegt að nokkur málamiðlun finnist þegar menn eins og Þorsteinn Pálsson leggjast svo á árar á annað borðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þú ert alltaf jafn svag fyrir ofurskattlagningu kommúnismans Halldór.
Varstu kannski fylgjandi Stalínisma Þorsteins??, þegar hann sem sjávarútvegsráðherra sagði að hagræðing íslensks sjávarútvegs gengi ekki nógu vel, vísaði hann þar til nýfrjálshyggjunnar í Nýja Sjálandi þar sem hið frjálsa framsal kvóta endaði hjá 3 fyrirtækjum, á eftir urðu strandbyggðirnar algjörar auðnir.
Þrjú fyrirtæki Halldór átti sér engin fordæmi í borgarlegum kapítalisma, en fordæmið var vissulega til staðar í ríkiskapítalisma Stalíns og Sovétsins þar sem örfá risafyrirtæki sáu um alla framleiðslu.
Þú játar að hafa verið svag fyrir Þorsteini á þessum árum Halldór, var það kannski þessi nýkommúnismi sem hreif þig svo mjög??
Hins vega veit ég ekki hvort maður eigi að vorkenna ykkur Ný-kommúnistunum í dag, eða hreinlega hlæja að ykkar heimsku, svona í ljósi þeirra lífskjara sem íslenski sjávarútvegurinn hefur skilað til þjóðarinnar.
Sérstaklega núna í dag þegar ljóst er að uppsjávarveiðarnar, gullgæs íslensks sjávarútvegs (þar er ofurhagnaðurinn í dag eftir mikla fjárfestingu í nútímaskipum og vinnslu, fjárfesting sem hefði aldrei átt sér stað í umhverfi ofurskattlagningar ný-kommúnista, sér fram á markaðshrun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, þá veit maður ekki hreinlega hvort þið kommarnir séu firrtir öllu viti.
Núna reynir á fjárhagalegan styrk uppsjávarfyrirtækjanna, styrk sem er núverandi kerfi að þakka, en væri ekki til staðar í kerfi ofurskattlagningarinnar.
Ef eitthvað er tímaskekkja í dag Halldór þá eru það þessi skrif Þorsteins, en Stalínistum er alveg sama á meðan þeir þjóna þessum Örfáum stórfyrirtækjum sem eiga að eiga allt og gína yfir öllu, þar er þeim launað, þar fá þeir þakkirnar.
En ég vissi ekki að þið kommarnir sem tækjuð undir þetta væru á launaskrá.
Kannski ertu orðinn Pírati Halldór??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2022 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.