9.3.2022 | 10:43
Séra Þórir
Stephensen skrifar um frið í Morgunblað dagsins. Meira en það þá er greinin holl upprifjun fyrir okkur af kaldastríðskynslóðinni þegar kommarnir lýsti algeru frati á okkur sem ekki samþykktum allt sem þeir héldu fram.
Að vera Heimdellingur jafngilti alheimsku og föðurlandssvikum í þeirra augum.í 3. bekk M.R. réðust kommarnir skiulega að öllum þeim sem þeir grunuðu um að vera samúðarfullir með vestrænni samvinnuog vildiekkifalla fram og játa Stalin hollustu og tryggð.
Það er langt síðan að þessi saga hefur verið rifjuð upp. Því er þessi grein sálusorgarans sr.Þóris kærkomin söguleg upprifjun.
Auðvitað hafa kommarnir skipulagt mannorðsmorð á þessum góða manni sr. Þóri eins og fleiri boðberum kærleikans. Þessi öfl eira engu og öllu afli rotinnar blaðamennsku, þjófnaði og innbrotum í einkalíf manna, beitt gegn vönduðu fólki eins og nú síðast vini okkar sr. Gunnari Sigurgeirsyni í Kópavogi. Það jaðrar við að hætta lífinu með mannorðinu ef einhver maður sýnir kærleika til náunga síns fólks einhversstaðar þar sem kommarnir fá þefað uppi.
En sr. Þórir skrifar:
"Hvað þýðir orðið friður? Það mun dregið af sögninni að frjá, sem þýðir að elska. Af því leiðir að friður verður hvergi nema þar sem menn elska hver annan eða þeim þykir vænt um náunga sinn og bera hag hans fyrir brjósti, ekki síður en sinn eigin. Þessa eiginleika skortir víða í dag. Þeir eru meðal grunnstoða í siðfræði kristindómsins. Þó ríkir ekki friður meðal allra kristinna þjóða. Samt vona ég að við séum þar á réttri leið, því enn hefur það ekki gerst að lýðræðisþjóð hafi lent í ófriði við aðra slíka.
Hugtakið friður og andstæða þess, ófriður, leita sterkt á hugi flestra Evrópumanna í dag. Því veldur innrás Rússa í Úkraínu og stríðsglæpir þeirra gagnvart lítilmagnanum. Á bak við þetta stendur einvaldurinn Pútín, sem hefur notið þess að láta mynda sig, er hann signir sig og kyssir Biblíuna. Er slíkt ekki hræsni miðað við daglega hegðun hans? Jú, víst er það helber hræsni sem og sú orðanotkun sem hann fyrirskipar þegar rætt er um glæpaverk hans. Annað leitar ekki síður á huga minn, að þetta er það viðmót, sem við höfum lengst af mátt eiga von á úr þessari átt allt frá stríðslokum 1945.
Ég var í MR árin 1945-51 og tók virkan þátt í stjórnmálaumræðunni frá því ég gekk í Heimdall f.u.s. árið 1947. Þá var rætt um það sem algera staðreynd að Rússar gætu komið hvenær sem væri, tekið okkar litla land og gert það að sínu. Ég naut þess að þekkja vel einn af okkar bestu mönnum, afburðamann á flestum sviðum íslenskrar menningar. Hann óttaðist þetta mjög og var búinn að segja mér, hvern hann teldi líklegastan sem leppstjóra Rússa hér, mann úr forystusveit Sameiningarflokks alþýðu, sósíalistaflokknum, sem var arftaki gamla Kommúnistaflokksins.
En ég fékk líka aðra mynd af þessu sviði. Ég var í byggingavinnu öll mín námsár og nokkrir af vinnufélögum mínum voru sanntrúaðir sósíalistar eða reyndar öllu heldur gallharðir kommúnistar. Í þeirra augum var Stalín guðsútvalinn frelsari, besti vinur barnanna, hinn miskunnsami Samverji og allt þar fram eftir götunum. Ég var oft eini Heimdellingurinn í vinnuskúrunum og stóð þá í hörkuumræðum í kaffitímum að verja minn vestræna málstað.
Að því kom svo að ríkisstjórnin afréð, til að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar, að sameinast hópi þeirra bræðraþjóða okkar sem ákváðu að stofna varnarbandalag, NorðurAtlantshafsbandalagið, NATO. Fyrir þessu var bæði meirihluti á Alþingi og sterkur þjóðarvilji. Auðvitað var þetta gert til að forðast rússneskt valdarán. Að sjálfsögðu urðu þá sósíalistar, kommarnir, æfir. Þeim var sama um þjóðarviljann og löglega kjörið Alþingi. Roðinn í austri virtist hafa meira að segja fyrir þá en ákvarðanir Alþingis. Þeir ákváðu að reyna að hindra, að þingið næði að samþykkja þetta. Hið pólitíska andrúmsloft í þjóðfélaginu varð strax eldfimt og allra veðra von. Við Heimdellingar sem vorum í MR fórum margir ekki heim eftir skóla þessa dagana, heldur niður í Sjálfstæðishús við Austurvöll, lærðum þar fyrir morgundaginn og vorum jafnframt til taks ef á þyrfti að halda. Ákveðið hafði verið að lokaafgreiðsla málsins yrði á Alþingi 30. mars 1949. Kvöldið áður var mikill fundur í Sjálfstæðishúsinu, þar sem þeir töluðu Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Er fundi lauk og þeir ætluðu út var æstur múgur kominn að dyrunum til þess að lemja á þeim. Við yngri mennirnir á fundinum vorum þá beðnir að fara út og skapa rými framan við húsið, svo fundarmenn kæmust heim. Ekki þurfti að segja okkur það tvisvar. Þarna urðu hörkuslagsmál, sem voru út af fyrir sig ekki leiðinleg, en þarna varð ég fyrir einni erfiðustu reynslu lífs míns, er hrópin gullu á okkur frá kommunum: Komið þið út með helvítin. Við drepum þá! Við drepum þá! Ég hafði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi heyra slík orð, skynja slíkt hugarfar frá íslenskum þegnum. En ég áttaði mig brátt á því að stórveldi sem með blekkingum gerir Stalín í hugum fylgjenda hans að besta vini barnanna, það getur ekki síður með blekkingum og stöðugum undirróðri gert þá sem verja lífi sínu til að verja sjálfstæði og frið að algerum illmennum sem sanntrúuðum kommúnistum beri að útrýma.
Ég fór því enn fúsari en ella daginn eftir út að Alþingishúsi og tók mér stöðu vestanvert við gömlu aðaldyrnar ásamt miklum fjölda annarra sem komu að áeggjan ríkisstjórnarinnar til að tryggja, að Alþingi gæti sinnt skyldustörfum sínum. Við mynduðum margfaldan mannlegan skjöld til varnar þinginu. Múgurinn, sem kom snemma á Austurvöll, ætlaði sér inn í þingið til að hleypa fundinum upp með ofbeldi. Forysta þeirra kom þeim ósannindum á kreik í gjallarhorni, að þingmenn Sósíalistaflokksins væru fangar í þinghúsinu. Við það margefldist múgurinn og kom þá til raunverulegs bardaga við lögregluna. Kommarnir köstuðu grjóti og eggjum og hávaðinn var mikill. Rúður brotnuðu, en forseti þingsins lét ekkert hagga sér. Í átökunum særðust nokkrir lögregluþjónar og allmargir borgarar. Ég slapp ómeiddur og hafði reyndar nokkra skemmtun af er ég sá aldraðan mann, föður eins bekkjarbróður míns, ganga um með prik og lemja á eggjapokana, sem kommarnir komu með. Þótt lögreglan væri vopnuð kylfum átti hún erfitt með að dreifa mannfjöldanum úti á vellinum. Hún reyndi þá að sprauta vatni, en tókst svo loks að sundra hópnum með táragasi. Þingsályktunartillagan um inngöngu í NATO var samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13. Sósíalistarnir 10 voru á móti auk tveggja úr Alþýðuflokknum og eins frá Framsókn.
Slíkar voru fæðingarhríðir frelsisins, þess varnarbandalags frjálsra þjóða sem nú hefur starfað í 73 ár. Við losnuðum ekki bara við Rússagrýluna, við höfum einnig notið margþætts menningarstarfs, sem hefur farið sívaxandi meðal þessara vinaþjóða okkar.
Það er að sjálfsögðu innrás Rússa í Úkraínu, sem veldur því, að ég rifja þessa atburði upp. Þeir eru ekki margir á lífi í dag, sem tóku þarna beinan þátt. En það er eitt í umræðu þessara daga, sem ég vil leggja áherslu á. Það er neitun NATO við beiðni Úkraínumanna um lokun lofthelgi þeirra. Hún mundi örugglega kosta vopnuð átök við Rússa, árásir sem við getum ekki staðið að fyrir þjóð utan bandalags okkar. Við erum varnarbandalag og árás á eitt ríki bandalagsins er árás á þau öll. Lengra getum við ekki gengið. Úkraína er því miður ekki innan NATO. Hefði svo verið hefði Pútín ekki þorað að sýna henni sitt rétta andlit.
En það eru ekki allir eins ánægðir og ég með NATO-aðild Íslendinga. Róttæklingar ríða enn um héruð, þó hvergi feitum hesti þegar heim er komið. Það hefur þó angrað mitt gamla hjarta, mína viðkvæmu kærleiksvitund og ættjarðarást, að öðru hvoru koma upp kvartanir um herstöð og fleira í Keflavík í nafni friðarstefnu vopnlausrar þjóðar o.s.frv. Mál mitt hér að framan ætti að sýna, hvað þetta er ástæðulaust. Og kannski eru fjölmargar ferðir forsætisráðherra okkar, hinnar vinstri-grænu Katrínar Jakobsdóttur, og að mér virðist einlægur stuðningur hennar við stefnu NATO í dag, besta svarið við þessari óværu á þjóðarlíkamanum.
Guð gefi að við getum öll búið hér við þann frið, sem stendur undir nafni á grundvelli sagnarinnar að frjá, sem þýðir að elska."
Ég var á Austurvelli 30 mars og fékk að þefa af táragasinu. Þó langt sé nú um liðið hef ég aldrei gleymt þessum degi þó ég hafi ekki skilið til fulls um hvað var að tefla.Til þess skorti mig einhver ár í aldri og þroska sem sr. Þórir og hans jafnaldrar voru búnir að ná og höfðu nægan kjark tgil að ganga til liðs við lýðræðið í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór! Ég veit að þú lest það sem Páll Vilhjálmsson skrifa. En hefur þú lesið það sem þessir segja um stríðið í Úkraínu?
Gunnar Rögnvaldsson: https://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/#entry-2276513
Einar Haukur Sigurjónsson: https://dyrlingur.blog.is/blog/dyrlingur/#entry-2276493
Torfi Kristján Stefánsson: https://torfis.blog.is/blog/torfis/
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.