Leita í fréttum mbl.is

Það verður að hlusta á Rússa

Á bloggi Páls Vilhjálmssonar setendur þetta:

"

Selenskí forseti, rómuð hetja síðustu daga, gefur út yfirlýsingu í hvert sinn sem Rússar taka stærri landsvæði að Úkraína sé um það bil að vinna stríðið. Jafnhliða biður hann um friðarsamninga - sem hann myndi vitanlega ekki gera á sigurbraut - en getur ekkert boðið Rússum. Sennilega er Selenski ekki með umboð frá bakhjörlum sínum til að semja.

Sahra Wagenknecht er þýskur stjórnmálamaður og starfaði sennilega í Vinstri grænum ef hún væri íslensk. Hún segir í viðtali: Allir vita að Úkraína getur ekki unnið stríðið. Eina leiðin til að stöðva Rússa, og blóðbaðið, er að semja. Og til að ná samningum þarf að bjóða Rússum eitthvað.

Wagenknecht segir það sem alþjóð vissi um leið og fyrsta skotinu var hleypt af 24. febrúar síðast liðinn. Hvað eru stjórnvöld í Kænugarði að pæla?

Jú, það er augljóst. Selenskí forseti og hirð hans vonast eftir þriðju heimsstyrjöldinni. Hún gæti sem best byrjað með að Nató tryggði lofthelgina.

Aðeins beint stríð Bandaríkjanna og Rússlands getur bjargað Úkraínu í heilu lagi. En heimurinn verður ekki sprengdur aftur á steinöld til að Zelenskyy haldi embætti. Ábyggilega er hann góður gaur. En sumt fá ekki einu sinni góðmenni þótt hugur standi til. 

Óöldinni í Úkraínu linnir aðeins með friðarsamningum. Stjórnvöld í Kænugarði verða að semja um rússneskan frið. Í stað þess að framselja úkraínskt fullveldi til Brussel verður Moskva áfangastaðurinn. Harðir kostir vissulega en þeir einu raunhæfu í stöðunni."

Það er hægt að stöðva blóðbaðið. Það verður að semja við byssumanninn  þó fúlt sé.Mannslífin eru undir. Það gefst allavega frestur frá því að hlusta á Zelenskyy hrósa sjálfum sér fyrir hetjuskap þegar hann segir að Rússar megi jafna allt við jörðu ef þeir ætli að sigra sig.  Sjálfan Zelenskyy!

Hverskonar óráðshjal er þetta?

Rússar vilja ekki að fyrrum sovésk landssvæði gangi í NATO. Af hverju er ekki hægt að semja um gagnkvæma vernd?

Af hverju má ekki hlusta á Rússa?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já afhverju má ekki hlusta á Rússa? Þetta er einmitt spurning sem menn með viti spyrja. En í dag leyfist aðeins ein skoðun/sannleikur og Úkraína vann áróðursstríðið. Zelensky átti eina setningu sem gerði hann að heimshetju. Allt eftir það bara hefur bara verið glamur. Ákall um bann við að rjúfa lofthelgi Ukrainu er þó sýnu hættulegast, því það er ákall um 3ju heimstyrjøld. Vonandi semja menn um frið áður en kemur til þess. 

Ragnhildur Kolka, 14.3.2022 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband