Leita í fréttum mbl.is

Almættið

 er eitthvað sem vissara er að nálgast með gát.Getur maður verið hankaður fyrir eitthvað sem maður kannski slysast til að gera?

Margir vilja halda því fram að algóður Guð stjórni öllu hér á jörð og víðar. Það sé gott til árangurs að senda óskir sínar með hugarorkunni á fund hans sem þá eftir atvikum uppfyllir óskina eða alls ekki.

Eru menn ekki að gleyma því að enginn nema Almættið hefur skapað ástandið sem menn eru að kljást við? Hver annar gæti sett þetta á svið? 

Hver setur upp skelfingarnar sem leiða til  sundurtættra barnslíkama í vopnuðum átökum? Dauða og djöfulsskap?

Hver er svo alvondur og miskunnarlaus?

Er það Pútín sem er mikilvirkastur um þessar mundir. Hvern þýðir þá að biðja um náð og miskunn?

Erum við kannski ekki að skilja Almættið til fulls?

Er það kannski bara illviljað og meinfýsið?

Eða biðjum við ekki nógu heitt um náð og frelsun frá því illa?

Fyrir hvaða málstað er Pútín að vinna? Fær hann sérstök verðlaun fyrir eða endurgjald? Í hlutfalli við afköst og innrætið á bak við?

Hvert er raunverulegt eðli Almættisins?

Svona eða hinsegin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór minn.

Gömul spurning og ný sem þú veltir upp, svarið greinir og skilur á milli bókstafstrúarfólk og þeirra sem trúa á guðdóminn, guð almáttugan, alheimsorkuna eða hvaða orð sem menn nota til að tjá lotningu sína fyrir því sem er þeim æðra, þeir fá ekki skilið, en vita innst inni að það er þeirra bjarg og traust.

Sá sem skilur ekki guðdóminn, skilur ekki almættið, hengir sig á tilveruna, raunveruleikann, sem í besta falli er ekki mjög illur, en oftast verri en það.

Svo ég vitni í þín orð;

"Hver er svo alvondur og miskunnarlaus?

Er það Pútín sem er mikilvirkastur um þessar mundir. Hvern þýðir þá að biðja um náð og miskunn?

Erum við kannski ekki að skilja Almættið til fulls?

Er það kannski bara illviljað og meinfýsið?".

Spurning sem reynt var að svara í Gamla textamenntinu, um Evu og át hennar á Skilningseplinu, með því fengu Evudætur og synir frjálsan vilja.

Síðan þá er það aum afsökun að kenna almættinu um mannlegan breyskleika, illsku okkar sem knúin er áfram að græðgi og sérhyggju, ha??, er ég farinn að tala um meginkenningasetningar frjálshyggju Friedmans og Hayeks??

En í alvöru Halldór, þú ert kominn á þann aldur að ekkert er rangt við að spá í þessa hluti, og þú hefur ekki fullvissu okkar Viðfirðinga um lífið þarna fyrir handan, eða það sem gömul viska sagði að Margt væri skrýtið í kýrhausnum.

Trúin er haldreipi í heimi sem vægast sagt er ekki góður, og skrýtið, það er eins og hún lifi alltaf af illskuna, sérhyggjuna, heimsveldi og yfirráð þeirra sem nýttu sér ráð þess í neðra til að ráða, stjórna, eiga.

Persónulega finnst mér að mátt hennar megi finna í þessum hugleiðingum þínum, eitthvað sem kom mér á óvart af þinni hálfu.

Breytir því samt ekki að þú varðst bölvaður kommúnisti á gamals aldri Halldór, svag fyrir boðskap nýStalíns sem hrakinn var af þjóðlegu íhaldi (lesist Davíð Oddsson) yfir í sértrúarhóp ESB og atvinnurekanda, kenndan við Viðreisn.

Mundu samt að sú hugmyndafræði staðfestir hugmyndafræði þess í neðra, og tilvist hans er bein sönnun á þeim í efra.

Kallast vissulega óbein sönnun, en slíkar sannanir eru samt meginundirstaða núþekkingar okkar, tækni og vísinda.

Kveðja að austan.

Ps.  Þessi færsla var aðeins hugsuð fyrir þig Halldór.

Ómar Geirsson, 16.3.2022 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband