Leita í fréttum mbl.is

Bravo Bravissimo

verð ég að segja þegar ég les Reykjavíkurbréf dagsins.

Þar er farið yfir lyga-og svikasögu vinstri manna í íslenskum stjórnmálum af þeirri þekkingu og kunnáttu sem nauðsynleg er til slíks verks 

Þeð er því miður svo að manni gleymast eintakir atburðir sem mynda samfelluna í þjóðarsögunni. Það þarf afburða menn að þekkingu til að koma þessu öllu heim og saman. Sé það ekki gert hinsvegar auðveldar það lygamörðum og leigupennum nútímafalsfréttafabrikka að setja saman lygarnar þannig að hægt sé að benda á stöku þætti sem styðji við sennileika framleiðslunnar að hætti gamla Göbbelsar sem sagði að það væri bara um að gera að endurtaka lygina nógu oft  því þá breyttist hún í sannleia.

Mér finnst ástæðu til að lesa þetta skrif nánar og velta hverju orði fyrir sér. Lygamerðirnir eru nefnilega enn meðal vor og geysast um vellina rétt eins og vorvindar glaðir í gamla daga.

 

Bloggari hefur leyft sér a breyta letri á einstaka málsgreinum til að vekja frekari athygli á þaim til minnis.

 

"Við brennum flest í skinninu að sjá að fullyrðingar um að varnarlið Úkraínu sé komið á sigurbraut gangi eftir. En óttumst að óskhyggjan, sem bjartsýnisfréttirnar hafa kveikt, sé of góð til að standast.

Það tekur tíma að taka lönd

Fyrrnefndar fréttir byggjast flestar á þeirri staðreynd að þrjár vikur hafi ekki dugað Rússlandi Pútíns til að leggja Úkraínu undir sig. Guð láti gott á vita, muldrum við í barminn.

Í þágu raunsæis og til að koma í veg fyrir yfirþyrmandi vonbrigði, ofan á aðra eymd sem þetta óafsakanlega árásarstríð kallaði yfir varnarlitla þjóð, hefur verið minnt á hernaðarmátt og heift Hitlers og Jóseps Stalíns, sem gerðu atlögu að Póllandi úr vestri og austri í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Þeir kumpánar þurftu nærri helmingi lengri tíma til að ljúka óþverraverkinu en Pútín hefur þegar notað til sinna trakteringa.

Pólland varð að nota þorra síns styrks til að taka á móti húnum Hitlers úr vestri og gat ekki vænst óheilinda Stalíns og alþýðuríkis hans úr austri. Um það hafði verið gerður leynisamningur í „friðarsáttmála“ þessara tveggja af verstu subbuleiðtogum sögunnar. Innrásarstríðið um Noreg er sagt hafa tekið nasista tvo mánuði eða svo, en þangað sendu Bretar og fleiri nokkurn liðsafnað. Fall Frakklands varð hins vegar með ólíkindum snöggt og það ýtti á að fyrrnefnt lið var kallað frá Noregi.

Annar kafli sama stríðs

Í upphafi þessarar lotu var talið að Pútín ætlaði sér nú að tryggja samtengingu sinna nýstofnuðu „alþýðulýðvelda“ sem voru hluti af skrefinu sem stigið var 2014, þegar Krímskagi var sóttur inni í Úkraínu, og um leið að tryggja öruggt umhverfi skagans og nauðsynlegt aðgengi um landveg að Rússlandi. Taldi Pútín þá víst eða mjög líklegt að Úkraínumenn sæju sitt óvænna og leituðu samninga á þeim nótum sem Pútín hafði kynnt frá fyrsta degi. Vestræn ríki settu, að eigin sögn, þungar refsiaðgerðir á Pútín vegna ósvífni hans og yfirgangs 2014. En staðreyndin er sú að helstu þátttökuríkin í þeim efnum gerðu lítið með þær ákvarðanir sjálf og gleymdu þeim svo óðar en varði.

Fljótlega hófust stórsamningar um kaup og flutning á olíu til Evrópuríkja, þótt enn væri látið eins og refsiaðgerðir væru í gangi gagnvart Pútín, til að knýja hann til að skila Krímskaga og öðru því sem hann hafði haft upp úr krafsi sínu átta árum fyrr.

Var reyndar tekinn sérstakur snúningur til að ganga freklega gegn hagsmunum Úkraínu í þeim málatilbúnaði öllum, sem veikti stöðu þeirra og fjárhagslega tiltrú.

Of gott til að vera satt?

Þótt rétt þyki að slá á áköfustu væntingar um leið og haldið sé í vonirnar um hið besta, þá færast þær hugsanir einnig nær að hugsanlega gæti sú jákvæða þróun, sé hún raunin, „neytt“ Pútín til að beita enn meiri þunga en hann hafði einsett sér, til að ná sínu fram, vildi hann halda í trúverðugleika sinn heima fyrir. Pútín þyldi illa að hverfa næsta tómhentur heim, þegar jarðarfarirnar stæðu sem hæst í byggðum Rússlands.

Hvað sem meintum erfiðleikum Pútíns í stríðsrekstrinum líður hefur hann enn undirtökin, þótt hann hafi ekki enn brotið baráttuviljann á bak aftur.

„Heimurinn“ hefur hafnað því að taka beinan þátt í stríðsrekstrinum við hlið Úkraínu, nema þá með útvegun öflugra vopna. Þau eru mjög mikilvæg en hafa flest komið óguðlega seint, og þrengist um leiðir, sem dregur óneitanlega úr gagni þeirra.

Bitunum fjölgar, sem þungt er að kyngja

Rússar hafa hins vegar ekki lagt undir sig þau landflæmi, sem einhverjir höfðu vænst að gert yrði á þremur fyrstu vikum stríðs. En þrátt fyrir kröftuga viðspyrnu heimamanna og útrúlegan kjark hefur enn sem komið er enginn skiki, sem Rússar höfðu þegar tekið, náðst til baka. Haldi slík þróun áfram, sem verið hefur, er tvennt líklegt: Að sigur árásaraðilans verði dýrkeytari en ætlað var og eins hitt, að mjög hart verði gengið að varnaraðilanum til að knýja fram uppgjöf, og hafa þó engin vettlingatök verið brúkuð til þessa!

Þá virðist sú von ein liggja óræð eftir að einhverjir þegnar Pútíns, og þá einkum sá hluti þeirra, sem helst getur náð til hans, séu búnir að fá miklu meira en nóg. En jafnvel þótt svo væri og innanhússbylting sem heppnaðist yrði ofan á er ekki gefið að nýir herrar í Kreml teldu sér óhætt að gefa frá sér stöðulegan ávinning sem svo dýru verði var keyptur.

Það tók töluverðan tíma að koma Nikita Krútsjoff frá völdum eftir klúður hans í Kúbudeilunni. Eftirmaðurinn, Leoníd Brésnev, var þunglamalegur afturhaldskommi af gamla skólanum, sem sat lengi og dró verulega úr því innanlandsfrelsi sem Krútsjoff hafði þó staðið fyrir, eftir að hann afhjúpaði Stalín í frægri „leyniræðu“ sinni um óvættinn. En vissulega er Rússland nútímans ekki spegilmynd þessarar fornu tíðar, þótt Pútín sé eini leiðtogi ríkisins um langa hríð, sem er kominn nokkuð á veg um að jafna langa valdatíð Stalíns. Pútín hefur fengið góðan stuðning í öllum kosningum, en hefur þó aldrei náð 113% fylgi í kjördæmi, eins og Stalín fékk á sinni tíð, þegar best gekk.

Þeir málefnatómu hiksta enn

Einn undarlegur kækur hefur gert vart við sig hjá sama fólkinu nú, eins og varð eftir að bankar féllu á Íslandi, eins og víðar, austan hafs og vestan. Þá reyndi Samfylking að nota depurð þjóðarinnar til þess að lauma henni laskaðri inn í Evrópusambandið! Ákefð vinstri-grænna að komast í „hreina vinstristjórn“ sem reyndist sú óvinsælasta sem lengi hafði setið þoldi engin bönd. Flokkarnir, sem að henni stóðu, sáu ekki fyrir stórbrotnar hrakfarir sínar og það eftir aðeins eitt kjörtímabil!

Steingrímur Sigfússon, sem lofað hafði af ákefð kvöldið fyrir kosningar að aldrei kæmi til greina af hans hálfu og VG að samþykkja inngöngu í ESB, snerist í heilan hring um nóttina, enda kom þá í ljós að hann hafði þá þegar látið undan kröfum Samfylkingar í þeim efnum, þótt hann lygi til um það mál!

Nota átti lostið, sem þjóðin var í, eftir áfallið eftir misnotkun útrásarmanna sem átt höfðu alls kostar við bankakerfið, til að troða þjóðinni í ESB. Það tókst ekki, en allt það auma bjástur eyddi miklum tíma frá nauðsynlegri uppbyggingu og eitraði andrúmsloftið með þjóðinni. Því miður uppfyllti stjórnin, sem tók við, ekki þá sjálfsögðu skyldu sína að skrúfa til baka alls konar aðgerðir sem voru hluti af „samningagerð um inngöngu“, í ofsanum við að þoka þjóðinni í þá átt, svo að samþykkja mætti glæpinn bæði hér og í Brussel.

Var mikið slys að flokkarnir tveir, sem fengu svo ríflegan stuðning, skuli ekki hafa sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að stroka út það efni sem nú var ónýtt, og eins að skrúfa til baka yfirgengilegar Ókræsilegir tilburðir en sverja sig í ættina ’

 

 

Bréfritari sat nokkra lokaða fundi þar sem sú umræða fór fram og beitti Clinton sér af þunga. En hann varð þó að gefast upp. ESB-löndin voru algjörlega ófær um að axla þetta verkefni.

 

Finna ekki rök sem halda.

Það hefur vakið eftirtekt undanfarna áratugi, að jafnvel áköfustu ESB-sinnar á meginlandinu hafa átt erfitt með að finna sterk rök fyrir því að stofnun ESB hafi orðið álfunni til góðs. Helsta sannindamerkið, sem þeir hafa í vandræðum sínum reynt að teygja sig í, var að ekki hefði orðið stríð í álfunni eftir að til ESB hafði verið stofnað og svo ályktað að stofnun sambandsins hefði tryggt þann frið! En meginhluti ESB hafði gengið í NATÓ 1949, löngu fyrir daga ESB, og Bandaríkin höfðu áratugum saman haft rúmlega 100 þúsund hermenn á meginlandinu, auk Breta sem voru með myndarlegt lið þar lengi vel. Hverjir áttu að stofna til stríðs í álfunni við þær aðstæður?

En svo varð reyndar stríð í smærri kantinum í Balkanlöndunum. Forseti Bandaríkjanna sagði að ESB-ríkin yrðu að slökkva þá elda enda væru þeir í túngarðinum hjá þeim. Bréfritari sat nokkra lokaða fundi þar sem sú umræða fór fram og beitti Clinton sér af þunga. En hann varð þó að gefast upp. ESB-löndin voru algjörlega ófær um að axla þetta verkefni. Clinton forseti Bandaríkjanna ákvað þá að þau með bakstuðningi NATÓ skyldu skakka leikinn, en það gerði hann nauðugur vegna hreins aumingjadóms ESBríkjanna. En rétt eins og „hreina vinstristjórnin“ ætlaði að misnota alþjóðlega bankakreppu, með íslenskum séreinkennum, vegna stjórnlausrar framgöngu svokallaðra „útrásarvíkinga“, sem mjög höfðu verið mærðir af þeim sem síst skyldu, til að pönka þjóðinni inn í ESB, eru nú systurflokkarnir, Samfylking og Viðreisn, sem lengi hafa verið í hallærislegri málefnanauð, að leitast við að gera ill örlög Úkraínu, undir hrammi Rússa, að sérlegu tilefni til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið!

Ekkert samhengi er í því og er reyndar öðru nær.

En rétt er að minna á að búrókratar í Brussel stóðu fyrir því að ýta undir óróa og stjórnarkreppu í Úkraínu, með skrítnum og óljósum stuðningi Obama forseta, sem varð til þess að Pútín notaði upphlaupið og pólitískan klofning í landinu til að ná Krímskaga og tveimur bitum sem nærri Rússlandi liggja. Refsiaðgerðirnar, sem fylgdu í kjölfarið, reyndust plat, eins og nú er alræmt orðið.

Gervirefsingar og veik forysta vestan hafs skaðar

Sú staðreynd varð m.a. til þess að Pútín taldi sér óhætt að veðja aftur á sama hest, og ESB-löndin brugðust seint og illa við og Þjóðverjar beinlínis bönnuðu öðrum þjóðum för um lofthelgi sína ætluðu þau að veita Úkraínu vopnastyrk til að verja sig. Var það allt með miklum ólíkindum, og þó aðallega dapurlegt.

Veik forysta Joes Bidens bætti ekki úr skák. Hann byrjaði mistök sín á því að segja á blaðamannafundi, eftir að her Rússa hrúgaðist upp við landamæri Úkraínu, að héldi Pútín forseti sig við tiltölulega pena og hógværa innrás í Úkraínu yrði ekki nein ástæða til að blanda sér í slíkt. Pútín horfði og hlustað á þessi ósköp undrandi og þakklátur.

Kanslari Þýskalands neitaði lengi að staðfesta að olíuleiðslan mikla á milli Þýskalands og Rússlands, sem þá var í burðarlið, yrði úr sögunni gerði Pútín innrás. Kanslarinn neyddist svo alllöngu síðar til að snúa tregur við blaðinu, en þá hafði Pútín fengið aukið svigrúm og mun þrengra var orðið um að veita Úkraínu stuðning sem skipti raunverulegu máli.

Margt af þessu hefur verið þyngra en tárum taki.

Og svo kemur sú kúnstuga kenning að öll þessi afleita framkoma eigi að leiða til þess að lönd gangi í ESB! Jafnvel ríki eins og Finnland og Svíþjóð, sem hafa um langt árabil haft það sem ófrávíkjalegt pólitískt prinsip í sinni tilveru, að aldrei megi þau ganga í NATÓ, og eru í ESB, hafa áttað sig á að sú aðild hefur ekkert með öryggismál að gera.

Svíþjóð, sem hefur um árabil verið skyldug til þess að taka upp evru, hefur ekki getað komið því niður um kokið á þjóðinni, þótt mjög hafi það verið reynt. Kannski munu þeir þar reyna á ný á sömu fölsku forsendunum og systurflokkarnir málefnasnauðu á Íslandi sem mjálma nú um svo hjákátlega.

Hvers konar söfnuður er þetta eiginlega?

Ekki er hann beysinn."

 

Það eru fáir Íslendingar á lífi sem geta skrifað um þessi Evrópu-og varnarmál af eins mikilli samtímaþekkingu og höfundur Reykjavíkurbréfsins. Það er því æskilegt að að sem flestir renni yfir þennan texta til að átta sig á eðli málsins og greina kjarnann frá hisminu eða sannleikann frá lyginni á vettvangi fjölmiðla. 

Því verð ég að segja Bravo Bravissimo fyrir þessu skýrleikaskrifi og höfundi þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Steingrímur Sigfússon, sem lofað hafði af ákefð kvöldið fyrir kosningar að aldrei kæmi til greina af hans hálfu og VG að samþykkja inngöngu í ESB, snerist í heilan hring um nóttina, enda kom þá í ljós að hann hafði þá þegar látið undan kröfum Samfylkingar í þeim efnum, þótt hann lygi til um það mál!"

Ekki flökraði honum við að  þiggja búsetustyrk úr ríkiskrumlunni fyrir að búa flott í Breiðholti en segjast opinberlega búa á Gunnarsstöðum með öllum kostnaði sem því fylgir en Steingrimur sparaði ríkinu að borga.

Hvað skyldi hann haf náð miklum peningum til sín fyrir þá skýrslugjöf?

Svo verðlaunaði íhaldið hann fyrir ESB málið með    forsetatign á Alþingi . Sem skal viðurkennt að hann leysti auðvitað með bravör með alla þessa þingreynslu að baki.

En nú er hann sem sagt að hætta loksins.

Halldór Jónsson, 19.3.2022 kl. 14:35

2 identicon

Skuggabaldrar ESB búrakratanna engeysku eru sem Steingrímur J., gáðu að því Halldór minn.

Þeir eru á hraðferð með land og þjóð inn í ESB, í gegnum EES laga, reglugerða og pakkaflóðið. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 15:53

3 identicon

Að endurskrifa söguna eftir slæmu mynni og með sterk pólitísk gleraugu er algengt í Reykjavíkurbréfinu og vinsælt meðal gamalla hægrimanna sem eins er ástatt fyrir. Sumir þeirra elliærustu halda jafnvel skáldskapinn vera upprifjun. Halda mætti að sjálfstæðisflokkurinn, og einn líklegra höfunda reykjavíkurbréfsins, hafi fyrst komið að stjórn landsins löngu eftir hrun. Og hafi ekki rutt og varðað leiðina að hruninu með einkavinavæðingu, gjöfum á ríkisfyrirtækjum og bönkum til flokksgæðinga og fjársvelti eða niðurlagningu eftirlitsstofnanna og afnámi takmarkanna og trygginga fyrir heiðarlegum viðskiptaháttum.

Hún er undarleg þessi árátta sjálfstæðismanna að telja það vera stuðning og samþykkt við inngöngu að ætla þjóðinni að taka endanlega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að telja þá flokka sem vilja að þjóðin ráði og ákveði en ekki pólitíkusarnir einhverja sérstaka stuðningsmenn inngöngu. Og hræðsla sjálfstæðismanna við það að þjóðin ákveði sína framtíð og leggist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þeir þó lofuðu, er einnig nokkuð furðuleg. Lygar og svik mundu sumir kalla það ef þeir væru ekki blindir á báðum þegar kemur að egin flokki.

Vagn (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband