Leita í fréttum mbl.is

Biden býr yfir krafti

sem ég bjóst ekki við að hann hefði. Líklega eftir lýsingar fjölmiðlanna á hversu aftur honum væri farið.

En hann flutti eldmessuræðu í Varsjá núna í kvöld sem kom mér á óvart. Svo kröftuga og vel uppbyggða ræðu að ég hreifst með. Áheyrendur klöppuðu margsinnis undir ræðunni og kallinn virtist alveg vita hvað hann væri að tala um. Glápti í allar áttir og bunaði kraftmiklar setningar þannig að ég kom af fjöllum.

Er þetta maðurinn sem við rökkum niður vegna öldrunar? Ég sá engin merki um teleprompter eða slíkt. Hann var ekki með gleraugu þannig að varla las hann neitt upp.

Ég held bara að Trump hefði ekki gert þetta neitt betur. Mér datt Churchill í hug oftar en einu sinni þegar honum tókst best upp.

Biden býr yfir krafti sem ég bjóst ekki við og var Bandaríkjunum til sóma í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór, 

Nú er kominn kraftur í Joe Biden karlinn og hans Nýja heimskipulag (NEW WORLD ORDER NWO), nú fer nýja NATO- ESB- og G7 stáltjaldið að skella yfir okkur, þar sem að öll lönd er styðja ekki NWO alheimsgómalismann verður úthýst sérstaklega, eins og t.d. núna Indland og Kína. Þeas. þá þessi lönd sem að vilja ekki vera með í refsiaðgerðum gegn Rússum. Nú verður öllu pólitíska landslæginu á heimsvísu skipt upp, nú og við fáum yfir okkur hérna Nýja Heimsskipulagið hans Joe Bidens eða "NEW WORLD ORDER".
KV:
 


     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 19:52

2 identicon

Hann hefur örugglega undirbúið sig vel til að stamið skemmdi ekki fyrir eins og oft hefur skeð. En það eru margir sem skrifa mismæli vegna stamsins á heimsku og vanmeta hann þess vegna.

Vagn (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 20:03

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Urðu ekki fleiri en ég undrandi á kraftinum sem Biden sýndi í ræðunni í Varsjá?

Mér sýnist svona á yfirferð um netið að fleiri en ég hafi  orðið  hissa á hvaða kraft Biden sýndi í ávarpinu í Varsjá. Mér fannst hann alveg ótrúlegur kallinn og kröftugur, mælskur og innblásinn.

Halldór Jónsson, 26.3.2022 kl. 21:49

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Og sagði svo Putin að pilla sig úr Kreml

Halldór Jónsson, 26.3.2022 kl. 22:43

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð seint talinn til aðdáenda Bidens, en ef hann stendur í lappirnar í þessu máli, mun ég alltaf virða hann.

Theódór Norðkvist, 26.3.2022 kl. 23:31

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Fór framhjá þér að hann boðaði til styrjaldar við í Úkraníu? Allt starfsfólk Hvíta hússins vann yfirvinnu við leiðrétta vitleysuna. Þeir segja að hann fái örvandi efni til að virka kraftmikill í ræðu. Sel það ekki dýrara en keypti.

Birgir Loftsson, 27.3.2022 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband