Leita í fréttum mbl.is

Páll Óskar 50

sem hann fagnaði með megasjói í troðfullum stórsal.

Ég er af annarri kynslóð þannig að ég hef ekki sérlega fylgst með Páli Óskari í gegn um tíðina. En vissi auðvitað að þar færi listamaður.

En þessi þáttur í sjónvarpinu gekk fram af mér. Það er meira en að segja það að setja saman svona sýningu með tugum listafólks og láta allt smella saman  í troðfullu bíói með ljósum og ég veit ekki hvað.

Þvílík frammistaða og úthald  sem drengurinn sýndi og hvernig hann spilaði á salinn. Hann átti pleisið eins og þeir segja.

Þsð sem kom mér einna mest á óvart er hversu mikilvirkur textahöfundur Páll Óskar er. Flesta gerir hann sjálfur sýndist mér sem er áreiðanlega óvenjulegt á Íslandi.

Vegna heyrnardeyfu og elli missti ég af miklu í músíkinni enda kannski ekki í mínum stíl. En ég kann að meta snilld þegar ég sé hana.

Til hamingju Páll Óskar með þetta kvöld. Þetta var þess virði að horfa á til enda hjá þér svona ungum og hressum á 50 ára afmælinu.

Þú ert sannur listamaður og þjóðarsómi fimmtugur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég aðhyllist ekki neinskonar gaypride-sjónarmið

og  slökkti á sjónvarpinu ÁÐUR en hann byrjaði að syngja.

Jón Þórhallsson, 16.4.2022 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband