Leita í fréttum mbl.is

Þá brenni ég húsið þitt

man ég að einn litill ódámur sagði við mig í bernsku.

Ef þú ekki hlýðir og gerir eins og ég segi þá brenni ég húsið þitt með brennisteini.

Var hann af kannski ætt Pútíns grimma?

Er nóg fyrir þennan Pútín að segja ætla að brenna húsin okkar með brennisteini ef við hlýðum honum ekki? 

Af hverju þorðum við að standa  uppi í hárinu á honum Hitler? 

Við erum svo hrædd við þennan ódám hann Pútín að við þorum ekkert annað en að hlýða af ótta við brennisteininn hans.

 

Hann batnar ekkert þó að einum dalli sé sökkt fyrir honum, hann bara hefnir  sín á þeim sem að ekki skutu hann niður segir hann.

Maður veit ekki hvað hann myndi segja ef að einhverjar þúsundir óbreyttra rússneskra borgara misstu lífið  og svona einn rússneskur bær á borð við Maríupol færi upp í eldi og eimyrju?

Yrðu þá allir Rússar og Úkraínumenn sáttir eftir eins og fólkið í Sebrenisja og þeir sem sluppu úr Ausswitch?

Meiri vörn og meiri hetjudáðir hvað færa þær okkur?  Hversu lengi lofsyngjum við dauðu hetjurnar? 

Verður bara stríð þarna eilíflega?

Verður aldrei friður fyrr en brennisteinninn verður tekinn af þessum Pútín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband