Leita í fréttum mbl.is

Yfirbót fyrir árásina á Irak ?

Nýjast sem ég hef lesið er það, að til að bæta fyrir aðildina að innrásinni í Irak, þá eigum við að bjóða hingað fjölda af Iröskum fóttamönnum.

Af hverju er verið að tala um íslenzkan móral yfir því að hafa stutt innrásina í Írak ? Breytir það einhverju núna ? Við stóðum að þessu og okkar kjörnu fulltrúar samþykktu þetta. Við verðum að standa við ábyrgðina, hún fer ekki neitt.

Innrásin sjálf og borgarastríðið núna eru óskyldir hlutir. Ef ekki væri fyrir trúarvingl Írakana sjálfra, þá væri allt komið í lag í því landi. Því miður hefur þetta fólk sannað að því hæfa ekki annarskonar stjórnendur en Saddam, sem hélt þessu öllu niðri með  meiri villimennsku. 

 Og Saddam var í rauninni alls ekki ómerkur maður í alla staði. Hann gerði margt fyrir landið á fyrri árum sínum og bætti hag fjöldans á margan hátt.  Hann var hinsvegar auli í utanríkismálum eins og Hitler og líklega of auðtrúa þegar hann hélt að hann gæti treyst á Kanann í stríði gegn Iran. ég held að þeir hefðu betur sett hann aftur til valda heldur en að hengja hann.

Nú eru múllarnir í Iran að búa til kjarnorkubombur handa okkur villutrúarmönnum. Ef við gerum ekkert þá verða þeir með þær klárar innan tíðar. Eftir því sem maður telur sig vita um mentalítet Khomeinis og hans legáta, þá efast fáir um að þeir skirrist lengi við að nota þær. Klerkarnir  eru einskonar börn með eldspýtur á benzínstöð. Það verður óþolandi fyrir Vesturlönd  að vita af þeim með þetta undir höndum.  Því finnst mér ekki ólíklegt að Íslendingar verði beðnir um að samþykkja árás á Íran innan tíðar. Hvað gerum við þá ?

Mér finnst það afleit hugmynda að gæla  við að taka við flóttamönnum frá þessum músímaríkjum.  Við höfum nákvæmlega ekkert við slíkt fólk að gera hérna í okkar þjóðfélagi. Mér sýnist vera ærið ógert hjá okkur í sjálfstjórn þó að þetta kæmi ekki til. 

Hvað myndu Súnníar og Sjítar halda lengi friðinn á Íslandi ? Eða halda menn að þúsundir af þessu fólki hérlendis færi umsvifalaust að lesa þjóðleg fræði á íslenzku ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Halldór !

Hefi, um langan tíma lesið; af mikilli athygli greinar þínar í Mbl., og nú í seinni tíð; hér á spjallsíðum.

Það er ekki að orðlengja, tek undir hvert orð, hér að ofan, fylgjendur Múhameðs; frá Mekka og nærsveitum eru hinir erfiðustu, og óútreiknanlegustu, jafnt kristnum mönnum, sem og Bhúddistum og Hindúum, sem öðrum jarðarbúum á eftir að stafa umtalsverð ógn, af þessu stássi. Alveg með ólíkindum, andvaraleysi Vesturlandabúa, t.d.; hvað varðar uppivöðslusemi Múhameðskra, nær og fjær, í veröldinni.

Rétt; að minna Íslendinga, á örlög Austur- Rómverska ríkisins. Þann 29. V. s.l., voru liðin 554 ár, frá sigri Tyrkja, á keisaradæminu okkar forna.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 00:46

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Halldór.

Sendu mér tölvupóst á magnush@althingi.is

Mig langar að senda þér lítið greinarkorn um smá flugsögu hér á landi eftir mig til gamans.

Bestu kveðjur,

MÞH

Magnús Þór Hafsteinsson, 3.6.2007 kl. 01:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakk þér fyrir Óskar Helgi,

Ég er áhugamaður um sögu eins og þú. Það má margt læra um andvaraleysi Vesturlanda að fornu og nýju. Samt er það eins og að þau nái yfirleitt lendingu eftir japl, jaml og fuður, þó oft sé það fyrir slysni og heppni eins og þau voru nánast gersigruð af Mongólunum á Sturlungaöld: Þar hefur vestræn menning staðið hvað tæpast. Já, ég held að við hugsum of lítið fram í tímann og tökum því ákvarðanir í léttúð sem erfitt er að snúa til baka. 

Halldór Jónsson, 4.6.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Viðar vinur

Ég skal segja þér að SJálfstæðisflokkurinn er mun merkilegri skepna en maður gæti haldið við fyrstu sýn. Þú kemst í rauninni ekki í snertingu við hann nema á landsfundum. Hann er alls ekki einhver flokkseigendaklíka eins og margir virðast halda. Það er eiginlega merkilegt að upplifa hvernig þessi flokkur andar og hugsar. Hann er mun minna vitlaus en maður heldur og erfiðari viðfangs. En aflið er mikið og gaman að fylgjast með því. Þessi fullyrðing þín stenst engan veginn, það kraumar mikil þjóðernishyggja undir yfirborðinu í flokknum. Það er annað mál hvernig kjörnir forystumenn hans haga orðavali sínu, þeir eru í pólitík og hún er list hins mögulega. Ég held að menn eins og þú eigi að stúdéra flokkinn en það getur maður nú ekki gert nema innanfrá. Allt annað er tal um Ólaf kóng mann sem hafa aldrei séð hann.

Halldór Jónsson, 4.6.2007 kl. 00:07

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Viðar, ..Ólaf kóng, manna sem hafa aldrei séð hann né heyrt.

Halldór Jónsson, 4.6.2007 kl. 00:09

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mín vegna mættu Íraksvinirnir Halldór og Davíð  ættleiða sitthvora fjölskylduna frá Írak en þar með ætti þessum kafla að vera lokið, þannig að við getum tekið upp mun strangari innflutningslöggjöf.

Ég legg til að við Mörlandar finnum okkur í framtíðinni  nærtækari verkefni en að leysa vandamál Miðausturlanda.  ISG er í raun að ganga inn á verksvið kaffihúsaspekinga. 

Sigurður Þórðarson, 17.6.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband