Leita í fréttum mbl.is

Enn atlaga að Reykjavíkurflugvelli

Auglýst hefur verið eftir athugasemdum við nýjar skipulagstillögur við Reykjavíkurflugvöll. Þær miðast eins og fyrri tillögur við þá stefnu, að eyðileggja völlinn með tangarsókn. Þarna eru settar íbúðir ofaní brautirnar  en græn svæði hinumegin við þær og fjær flugvellinum.

Ég skora á alla vallarvini að senda inn mótmæli. Annað hvort í stíl fylgismanna Jóns Sigurðssonar  sem sögðu vér mótmælum allir, eða þá með þeim rökum sem þeir kjósa að tína til.  Textinn sem ég sendi inn er svona :

  

Vísað er til auglýsingar yðar um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. 06.06.07., sem birt var í dagblöðum þann sama dag, og fjallar um tillögu Reykjavíkurborgar um aukið byggingamagn á Hlíðarendasvæði í Vatnsmýri.

 

Í tillögunni felst m.a. að enn verður þrengt með skipulögðum hætti að Reykjavíkurflugvelli. Hér er á ferðinni framhald herferðar gegn  flugvellinum sem stefnir að því að þrengja svo að honum að hann verði smátt og smátt óstarfhæfur.

 

Undirritaður mótmælir þessum vinnubrögðum og vísar til þess, að fylgismönnum tilvistar Reykjavíkurflugvallar á sínum stað hefur fjölgað mikið en andstæðingum fækkað.Sýna kannanir ótvírætt þessa þróun. Æ fleiri gera sér ljóst mikilvægi þeirra gífurlegu verðmæta sem flugvöllurinn er og þeirra mannvirkja, starfsemi og þekkingar  sem á honum er. En við Reykjavíkurflugvöll er starfandi stærra þekkingarþorp heldur en er að finna í næsta nágrenni hans.

 

Í minnisblaði borgarstjóra og samgönguráðherra, dags. 11. febrúar 2005, er m.a. birt samkomulag þeirra þess efnis að það sé "sameiginlegur skilningur aðila að núverandi reit á deiliskipulagi, sem hefur verið merktur flugstöð, verði ráðstafað til annarra þarfa eftir nánari samkomulagi aðila".  Jafnframt er í minnisblaðinu staðfest samkomulag þeirra að stefnt verði að byggingu samgöngumiðstöðvar á norðaustursvæði flugvallarins, annað hvort samkvæmt "norðurkosti" eða "hótelkosti".  Þess vegna er nauðsynlegt að sýnd verði eðlileg tenging flugbrauta við flughlað fyrirhugaðrar alhliða samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins svo og nauðsynlegra umferðarleiða að og frá slíkri miðstöð.

Slíka tengingu er erfitt að sjá fyrir sér að hafi verið undirbúin í sambandi við auglýsta þéttingu byggðar inná flugvallarsvæðið. 

 

Í sama minnisblaði borgarstjóra og samgönguráðherra er hins vegar einnig birt samkomulag þeirra þess efnis að hvor aðili tilnefni tvo fulltrúa í samráðsnefnd til að leggja grunn að úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýrinni, er taki til flugtæknilegra, rekstrarlegra og skipulagslegra þátta. Þessi nefnd hefur nú lokið störfum án þess að komast að beinni niðurstöðu um hvað gera skuli við Reykjavíkurflugvöll . Mestur hagnaður er að loka honum alfarið. Mesta þjóðhagslega óhagræðið er líka að loka honum. Allir kostir fyrir annan flugvöll eru verri en að hafa hann kyrran. Og þessvegna sé ekki  tímabært að taka neinar ákvarðanir á þessu stigi.

 

Eða eins og segir m.a. í textanum  ( B-kostir eru Burt kostir, A-kostir eru Áframhér-kostir)

 " Með hliðsjón af þeim niðurstöðum sem hérliggja fyrir um mikinn þjóðhagslegan ábataaf B-kostunum verða vart teknar stefnumótandiákvarðanir um Reykjavíkurflugvöllnema að undangenginni nánari skoðun áþeim kostum. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugstil Keflavíkur hefur í för með séralvarlegar afleiðingar fyrir innanlandsflugið,eins og fram hefur komið, og því er eðlilegtað skoða fyrst kosti B1a (Hólmsheiði) og B1b(Löngusker). Ekki liggja fyrir veðurmælingará þessum stöðum, og þarf þá fyrst að bæta úrþví. Nú þegar eru hafnar mælingar á vindi,hita og raka á Hólmsheiði og hafa þær staðiðí rúmlega eitt ár. Þessar mælingar þarf að útvíkkaþannig að þær taki einnig til úrkomu,skyggnis og skýjahæðar. Almennt er talið aðveðurmælingar þurfi að standa samfellt í5 ár til að gefa traustar upplýsingar umveðurfarsþætti vegna flugs. Er það í sam-ræmi við vinnureglur Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (World Meterological Organization,sbr. WMO 49 Technical Regulations).Reikna verður með þessum tíma fyrir Hólmsheiðina.Þar hófust mælingar í ársbyrjun2006 og þá eðlilegt að reikna frá þeim tíma.Ef til vill mætti komast af með skemmri tímaá Lönguskerjum vegna nálægðar við núverandiflugvöll. Það er skoðun samráðsnefndar-innar að rannsaka beri báða staðina til hlítarmeð tilliti til veðurfars og flugskilyrða endamuni niðurstöður slíkra rannsókna ráðamiklu um stefnumörkun um miðstöð innanlandsflugsí landinu. Þar sem rannsóknartímier langur ætti að skoða báða staðina sam-tímis. Meðan rannsóknir fara fram ber aðforðast allar aðgerðir af opinberri hálfu semgætu þrengt að þessum stöðum eða torveldaðnýtingu þeirra undir flugvöll ef niðurstöðurrannsóknanna sýna að þeir séu hentugir tilþess.Þá er þess að geta að flugvelli fyrir einkaflugog kennsluflug (snertilendingar) verður heldurekki ákveðinn staður fyrr en stefnu-mörkunin liggur fyrir þar sem slíkur flugvölluryrði ekki lagður ef innanlandsflugvöllurverður á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.Einnig er rétt að benda á að marga aðra þættiþarf að skoða ítarlega ef til þess kemur aðleggja flugvöll á nýjum stað. Má þar m.a.nefna eignarhald og lögsögu, umhverfismálaf margvíslegu tagi og flugtæknilega þætti,auk hefðbundins undirbúnings fyrir stórarframkvæmdir. Þetta eru umfangsmiklir þættirog nauðsynlegt er fyrir aðila að móta traustsamstarfsform áður en lagt er af stað í vinnuvið þá, samstarfsform sem einnig byði upp áaðkomu annarra hagsmunaaðila, svo semsveitarfélaga sem geta átt hlut að máli.Loks ber að nefna að bygging samgöngu-miðstöðvar er orðin brýn enda núverandi aðstaðaófullnægjandi með öllu. Samráðsnefndtelur vel gerlegt að byggja samgöngumiðstöðþó að óvissu gæti um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Sú óvissa kallar hins vegar á mjögvandaðan undirbúning og mikinn sveigjanleikaí byggingunni þannig að laga megi hanaað breytilegri starfsemi.Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er þaðekki hlutverk hennar að koma með tillöguum ákveðna lausn eða lausnir, heldur að búatil grundvöll sem sé nægilega ítarlegur til aðhann dugi fyrir formlegar viðræður aðila umframtíð flugstarfsemi í Vatnsmýrinni. Þettasetur eðlilega nokkurt mark á niðurstöðurnefndarinnar. " Segja má að eftir skýrsluna séu menn litlu nær hvað varðar framhaldslíf eða endalok Reykjavíkurflugvallar. Niðurstaðan þýðir  tilvistarleysi fyrir flugvöllinn og nýtingu hans. Ekkert má gera fyrir flugið. Bið eftir að eitthvað gerist sem gerist jafnvel ekki  ár eftir ár. Á meðan líður öll starfsfemin og tækifæri glatast sem aldrei koma aftur.  En  nefndin leggur einnig áherzlu á að ekkert verði gert til að eyðileggja fyrir framtíð vallarins, sem sífelldar skipulagsbreytingar stefna þó einboðið að. 

Hinsvegar er það borðliggjandi, að á sama tíma og þessi nefnd starfar, er af hálfu skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar  unnið markvisst að því að þrengja að flugvellinum á allan hátt, sem mun óhjákvæmilega þrengja mjög allt svigrúm til ákvarðanatöku ef niðurstaðan væri að hafa völlinn kyrran, eða valkost A0.

 

Í þeirri atkvæðagreiðslu, sem Borgarstjórn Reykjavíkur efndi til 17. mars 2001.   ákváðu 62,7% Reykvíkinga á kjörskrá að mæta ekki á kjörstað, 1,0% skiluðu auðu, 17,9% kusu að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eftir árið 2016, og 18,4% kusu að flugvöllurinn fari þaðan eftir árið 2016, - en höfðu þó engar vísbendingar fengið hvert hann ætti að fara.

 

Yrði þessi atkvæðagreiðsla endurtekin í sambandi við borgarstjórnarkosningar myndi kjörsókn verða mun meiri og meira afgerandi. Skora ég á núverandi borgaryfirvöld að láta slíka stkvæðagreiðslu fara fram aftur sem könnun á raunverulegri afstöðu borgarbúa til Flugvallarins. Þessi atkvæðagreiðsla gæti best farið fram um leið og Borgarstjórnarkosningarnar árið 2010.

 

Reykjavíkurflugvöllur er í huga undirritaðs  eitt þýðingarmesta samgöngumannvirki Íslands, og því brýnt að standa vörð um það, að á honum verði ekki unnar skipulagslegar skemmdir til langframa á meðan ekki hefur náðst niðurstaða um framtíð hans. Sé svo ekki gert verður búið að útiloka aðra möguleika en flutning hans.  

 

Reykjavíkurflugvöllur   þjónar bæði sem miðstöð innanlandsflugsins, þ.á m. áætlunarflugsins, en hlutdeild þess í almenningssamgöngum til og frá höfuðborginni er um 75% mælt í farþegakílómetrum og um 50% mælt í farþegafjölda. svo og áætlunar- og leiguflugi til næstu nágrannalanda okkar, Færeyja og Grænlands. Og til viðbótar er einkaþotuumferð mjög vaxandi með bæði innlendum og erlendum þotum, svo sem er meðal annarra þjóða. Fróðir menn hafa reiknað út, að innan 10 ára muni 100 einkaþotur verða í rekstri íslenzkra fyrirtækja, sem auðvitað myndu fyrst kjósa sér samastað á Reykjavíkurflugvelli ef hann væri í boði.

 

Það er undirrituðum í raun óskiljanlegt,  að flugvöllurinn skuli ekki vera notaður meira til utanlandsflugs, t.d. til nágrannalandanna, til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Tel ég þessa staðreynd  vera beina afleiðingu af pólitískri sókn  einangrunarsinna úr öllum stjórnmálaflokkum gegn allri ferðavæðingu nútíma almennings. Tel hana vera grundvallaða á skammsýni "nesjamannsins" og úreltri íhaldssemi í besta falli. Nútímaþotur eru svo hljóðlátar orðnar, að menn verða lítt varir við komu þeirra og brottför. Væri hagræðið af slíkri starfsemi reiknað inní arðsemi valkosta flugvallanefndarinnar, gæti útkoman orðið til muna hagstæðari fyrir Reykjavíkurflugvöll andspænis uppsprengdu lóðaverði, sem lóðaskortsstefna fyrri borgarstjórnarmeirihluta skapaði á höfurðborgarsvæðinu. Því má búast við að kostnaðarsamanburðir flugvallavalkosta muni verulega síga saman þegar allt verður reiknað og lóðaverð nær eðilegu kostnaðarverði aftur.

 

Bein andstaða er meðal bæjaryfirvalda í  Hafnarfirði, Keflavík, Mosfellsbæ og Álftanesi gegn hverskyns áformum um að beina innanlandsflugi yfir byggðir sínar svo og að láta lönd undir nýjan flugvöll, svo sem á Hólmsheiði, þar sem flugvöllurinn verður að mestu í landi Mosfellsbæjar, Lönguskerjum, þar sem sveitarfélög deila um eignarhald, eða Álftanesi, þar sem flugvelli hefur verið alfarið hafnað. Ekki er vitað um afstöðu Hafnfirðinga vegna flugvallar í Afstapahrauni. En umhverfi hans er vægast sagt óaðlaðandi fyrir kennslu-og æfingaflug, þar sem úfið hraunið í kring útilokar nokkuð vingjarnlegar nauðlendingar.

 

Tilvist Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar er sem fyrr afar mikilvæg fyrir millilandaflugið um Keflavíkurflugvöll, bæði með hliðsjón af öryggi þess og hagkvæmni.  Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), sem er eitt aðildar-samtaka Samtaka atvinnulífsins (SA), er málsvari yfir 300 fyrirtækja í íslenskri flug- og ferðaþjónustu, og hefur ítrekað ályktað um grundvallarþýðingu Reykjavíkurflugvallar fyrir ferðaþjónustuna og greiðar og áreiðanlegar flugsamgöngur.  

 

Þá gegnir flugvöllurinn "einstöku og afar mikilvægu hlutverki í sjúkraflutningum frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, og að ekki sé unnt að sjá fyrir aðra og jafngóða lausn í því efni", eins og segir í sameiginlegu áliti landlæknis og sjúkraflutningaráðs undir fyrirsögninni "Öryggissjónarmið og framtíð Reykjavíkurflugvallar", dags. 30. nóvember 2000.  Nálægð flugvallarins við miðlæg hátæknisjúkrahús höfuðborgarinnar er lykilatriði í öllum sjúkra- og neyðarflutningum, og þar með grunnskipulagi íslenskrar heilbrigðis-þjónustu.  Fyrirhugaður samruni sjúkrastofnana og stórfelld uppbygging á lóð Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut undirstrikar enn frekar þýðingu flugvallarins í þessu sambandi.  Einnig þarf hér að hafa í huga mikilvægt hlutverk flugvallarins í skipulagi og áætlunum almannavarna, bæði hvað varðar flugflutninga til höfuðborgarinnar sem og frá henni.

  

Ennfremur má nefna hér þá  gjörð  fyrri borgarstjórnarmeirihluta að  gefa  Háskóla Reykjavíkur 11 hektara landsvæði undir starfsemi sína við flugbrautirnar. Þetta mun valda flugvellinum enn meiri skaða en menn gera sér almennt grein fyrir, auka á mikið umferðarvandamál borgarinnar og einnig verða til truflunar fyrir nemendur skólans, sem mun verða tíðlitið útum gluggana.  Það er því brýn nauðsyn á  að útvega Háskóla Reykjavíkur annað landsvæði undir starfsemi sína, sem hefði betra aðgengi og meira rými til framtíðarþróunar.Skorar undirritaður á núverandi borgarstjórnarmeirihluta  meirihluta að endurskoða þessa gjörð.

 

Þá er ótalin sú mikla röskun á lífríki og vatnsbúskap sem yrði við þéttingu byggðar skv. deiliskipulaginu. Umhverfis Reykjavíkurflugvöll er að finna einstæða náttúrufegurð. Við völlinn ríkir tignarleg þögn sem veitir borgarbúum og fuglum himinsins hvíld og griðland hraða borgarlífsins. Grænn trefill nær frá Reykjavíkurtjörn og teygir sig þó með með einhverjum slitrum sé til fjalla.

Það eer með ólíkindum að fólk skuli almennt ekki ekki skynja þetta til dæmis þegar það á erindi í kirkjugarðinn, þangað sem allra leiðir liggja einhverntíman..  Allar fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll beinast því að því að fækka grænum svæðum og að herjað verði á lífríkið og náttúruna með steinsteypu og stóraukinni  bílaumferð.

 

Fyrirhugaðar breytingar á Aðal-og deiliskipulagi Reykjavíkur hniga allar að sama ósi: Þær myndu skerða og þrengja að athafnasvæði Reykjavíkurflugvallar og yrðu til varanlegs tjóns fyrir framtíð flugs í Reykjavík. Það skín útúr þessum tillögum öllum að tilgangurinn er mun fremur að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll heldur en umhyggja fyrir því, að borgurunum vanti byggingaland. Af því er yfrið nóg annarsstaðar eins og núverandi borgarstjóri hefur bent á..

 

Í skipulaginu er væntanlegri byggð  þjappað að flugbrautunum,  en græn svæði skipulögð og skilin eftir hinumegin við nýju byggðina í átt að Öskjuhlíð samkvæmt uppdrættinum sem fylgir með auglýsingunni.  Þessu hefði auðvitað verið raðað hinsegin ef tilgangurinn hefði verið skynsamlegt sambýli flugvallar og byggðar.

Í skýrslu nefndarinnar sem áður er vitnað til, er auðvitað reiknanlegt mikið verðmæti byggingarlands undir flugvellinum, þó svo að lóðaverðið sé alltof hátt í ljósi framansagðs.. Mestur er hagnaðurinn meða því að loka flugvellinum og leggja hann niður. Hafa Keflavíkurflugvöll einan með varavelli til dæmis á Bakka,  Selfossi eða Egilsstöðum. Undirritaður vill þó benda á þann veikleika í arðsútreikningum nefndarinnar, að meigamiklir þættir byggjast á því að allir sæki vinnu eða eigi erindi inn að miðpunkti höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki rétt þar sem bæjarfélögin í kring eru sjálfum sér nóg um flesta hluti og munu veita nærliggjandi þjónustu. Atvinnusvæði framtíðarinnar munu tæplega  verða þar að finna í þessarri miðju og því eru hagnaðarþættir umferðar líklega ofmetnir en umferðarvandamál vanmetin.   

 

Af viðtölum við fjölda íbúa við Reykjavíkurflugvöll ásamt með lestri ýmissa kannan á undanförnum árum, hefur undirritaður komist á þá skoðun, að þeir séu ekki mest truflaðir af kennsluflugi eða snertilendingum á Reykjavíkurflugvelli sem næst honum búa.. Þyrluflug er hinsvegar í öðrum flokki  vegna mikils og langvinns hávaða.

 

Það er því furðulegt, hversu nefndin hefur gefið sér,  að allt slíkt flug skuli hverfa frá Reykjavíkurflugvelli, eins og að brýna nauðsyn beri til. Talað er léttilega um eins milljarðs nýjan kennslu flugvöll í því sambandi í Afstapahrauni verði Reykjavíkurflugvöllur kyrr.   Á Hólmsheiði og á Lönguskerjum er gert ráð fyrir að  slíkt flugverði  þar án nýs sérstaks flugvallar.  Hafa menn ekki skotið yfir markið hér ? Eru Reykvíkingar almennt  á móti umferð grasrótarflugsins og kennsluflugsins eða er hér um kærkomið tækifæri til vinnuléttingar flugumferðarstjóra að ræða, sem hafa gripið tækifærið vegna villandi umræðu  í þjóðfélaginu ?

 

Þurfi að flytja kennsluflugið frá Reykjavík væri nærtækara að endurreisa Patterson-flugvöll við Keflavík fyrir slíkt flug. Kostnaður við það yrði aðeins brot af Afstapahraunsvelli. Á þeim velli eru mikla  möguleika að finna fyrir kennsluflug og annað einkaflug í fyllingu tímans. Taka  mætti þenna flugvöll í notkun með skömmum fyrirvara og  gæti þetta atriði haft áhrif á allar kostnaðargreiningar. 

 

Þá er einnig ærin ástæða til að mótmæla eftirfarandi yfirlýsingu í lok auglýsingar yðar 12. f.m.: "Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja til-löguna".  Einhliða yfirlýsing af þessu tagi er í besta falli hrein markleysa og getur ekki sagt neitt um afstöðu hins þögla meirihluta, sem ekki tekur þátt í eltingaleik sem þessum., sbr. þáttöku í svokallaðri bindandi  atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni, sem fyrri borgarstjórnarmeirihluti efndi til.

 

Öllum þessum áformum mótmælir undirritaður í nafni heilbrigðrar skynsemi, kærleika til fæðingarborgar sinnar, flugsins  og föðurlandsins alls.  Það er hans staðfasta trú, að fólkið muni velja það að Reykjavíkurflugvöllur muni verða þar sem hann er um langan aldur. Mikilvægt er því að taka engar þær ákvarðanir í skipulagsmálum sem geta bundið hendur framtíðarinnar.

 

Halldór Jónsson

031137-2769

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband