Leita í fréttum mbl.is

Ísland, Nató og gagnkvæmni varnarbandalags.

Jón Magnússon vinur minn og Alþingismaður skrifar furðulegan pistil á blogg sitt. Til fróðleiks læt ég textann fylgja hér með:

 

Ísland og Nató

Leiðari Morgunblaðsins í dag sem ber heitið Ísland og Nató er athygliverður. Ég er í öllum aðalatriðum sammála leiðarahöfundi og hef bent á ýmis þau atriði sem þar er fjallað um undanfarið. Bent er í leiðaranum á ummæli utanríkisráðhera þar sem hún segir  að Ísland verði að axla ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og taka aukinn þátt í verkefnum innan þess. Þessi ummæli verða ekki skilin með öðrum hætti en við eigum í auknum mæli að hafa afskipti af helstu verkefnum bandalagsins en það langstærsta og mannfrekasta nú er hernaður bandalagsins í Afghanistan. Sú spurning er því gild hvort utanríkisráðherra vilji að við höfum frekari afskipti af málum þar?Ég er þeirrar skoðunar að Atlantshafsbandalagið sé á villigötum. Bandalagið er varnarbandalag. Hluverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna með því að hafa varnarviðbúnað og aðildarríkin styðja hvort annað þ.e. árás á eitt bandalagsríki er árás á þau öll. Það er inntakið í því sem við sömdum um þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið. Hernaðurinn í Afghanistan er óeðlilegur og við Íslendingar hefðum átt að mæla af öllum krafti gegn því að herlið frá bandalaginu yrði sent til Afghanistan.  Við eigum jafnframt að krefjast þess að herlið bandalagsins sé kallað heim og við eigum að kalla þá íslendinga sem eru á vegum hins opinbera heim frá Afghanistan. Við erum vopnlaus þjóð og eigum ekki að taka þátt í stríðsátökum. Við eigum að krefjast þess að Atlantshafsbandalagið verði varnarbandalag sem stuðli að friði og friðsamlegri sambúð en fari ekki með herlið í ríki eða til að styrkja ríkisstjórnir í fjarlægum heimshlutum

Eins og nú háttar til tel ég ekki neinar þær forsendur til að við íslendingar höfum frekari afskipti af málum Atlantshafsbandalagsins sem tengjast stríðsátökum og þess verður að krefjast af utanríkisráðherra að hún skýri orð sín. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum? Hvað á utanríkisráðherra við þegar hún segir að við verðum að taka aukinn þátt í verkefnum Atlantshafsbandalagsins? “

  Ég stóðst ekki mátið og sendi eftirfarandi athugasemd inná síðuna:

“ Ömurlegt er að lesa þetta Jón.

Af hverju erum við vopnlaus þjóð  en erum í hernaðarbandalagi ?

Til hvers er Atlantzhafsbandalagið fyrir okkur ?

Það er til þess að við þurfum persónulega engu að fórna í baráttu við myrkraöflin öðru en að leyfa afnot af landinu sem yrðir hvort sem er tekið hernámi ef þurfa þætti.  Og myrkraöflin eru sannarlega til og virðast um þessar mundir eiga sitt helsta föðurland  í múslímaheiminum. Þau eru svo sannarlega að verki í Afganistan þar sem Osama BinLaden og Talibanaviðbjóðurinn, með sína kvennakúgun, menningar-og menntunarfjandsemi og stjórnlausa grimmd í garð alls sem þeim er ekki þóknanlegt, réði ríkjum.  Það var landhreinsun og nauðsyn að gera þar duglega innrás og við ættum að skammast til að leggja því máli lið eftir föngum meðan að Atlanzhafsbandalagið nennir að starfa að því að gera Talibanann og aðra óværu á mannkyninu óskaðlegan.Mér leiðist þessi landlægi  ræflatónn,  sem við Íslendingar höfum tileinkað okkur og kemur ekki af öðru en að við getum ekkert annað en kýla eigin vömbina vegna fólksfæðar.  Ef við værum þúsund sinnum fleiri þá værum við líka í alvöru pólitík og með her eins og Kaninn. “

Með hverjum stöndum við Íslendingar eiginlega? Með Múslímunum og hryðjuverkasveitum þeirra ? Var ekki ráðist á eitt bandalagsríkið okkar, Bandaríkin ? Var það ekki árás á okkur öll ? Hverskonar drenglyndi er það sem Jón Magnússon er að lýsa með því að heimta að við drögum okkar fólk til baka ?

Er varnarbandalag ekki gagnkvæmt eða virkar það bara á annan veginn ?

 

Eru nú öll heilræði Hávamála um orðstí og vinfengi gleymd nútíma Íslendingum ?

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Halldór !

Verð, að taka undir; með þér þarna. Þótt Bandaríkin, með þennan afglapa, sem nú situr þar á tróni; iðki verulega tvöfeldni,  ásamt Evrópusambandinu; í málefnum Kosóvo; að þá hljótum við, að styðja alla  þá baráttu, sem viðhöfð er, gagnvart Talibana úrþvættunum, í Afghanistan, og þeim Osama Bin-Laden og Mullah Omari. 

Hitt er svo annað mál, Halldór; að miklu mun mannfrekari aðgerðir eru borðliggjandi, austur þar; eigi einhver vitrænn árangur að nást. Þar er um talsvert umfangmeiri her að ræða, meðfram vopnabirgðum. Fjöllótt land og erfitt yfirferðar, og heimamenn; jah.... svona miðlungs líklegir til þess, að veita útlendum herjum liðsinni, þótt svo í þeirra þágu sé.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /  Óskar Helgi Helgason 

    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Óskar Helgi, það er gott að vita að það eru til rauðblóða Íslendingar í Árnesþingi.

Halldór Jónsson, 31.8.2007 kl. 23:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Til viðbótar Óskar,  Það eru margir sem syngja enn Ísland úr Nato og herinn burt.

 Vegna  smæðar okkar þá getum við Íslendingar ekki haldið uppi neinni öftrun gegn nýju "Tyrkjaráni", við verðum að treysta á bandamenn í NATO. Þessvegna styð ég aðild að NATO . Mér finnst líka að við eigum skyldum að gegna með bandamönnum okkar að leggja þeim lið eftir megni. Það breytir engu hvað okkur finnst um Georg W. Bush og hvaða orð menn  velja honum , hann er löglegt yfirvald þjóðar sinnar rétt eins og ég varð að þola þá Halldór Ásgrímsson og Steingrím Hermannsson ,þó að mér hafi lekki fundist meira til um þá en þér um Djorjdobbeljú.

Halldór Jónsson, 31.8.2007 kl. 23:18

4 identicon

Þakka þér, Halldór ! Mæl manna bezt og heilast, sem fyrr.

Mbk., úr Árnesþingi  / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband