20.10.2007 | 01:48
Er ég ekki búinn að hlusta á nóga vitleysu um Reykjavíkurflugvöll ?
Er maður ekki bráðum búinn að fá nóg af bulli stjórnmálaskúmanna um Reykjavíkurflugvöll ? Hvernig þeir þvæla fram og aftur um hvað þeir vilji án þess að vilja það og hvað þeir vilji ekki þó þeir vilji það.Viljinn er Villa frá Degi til Dags og Bingó !
Allt er þetta meiningarlaust hjal, byggt á hálfsannleik eða þá beinum blekkingum. Það er kominn tími til að hætta þessari þvælu og snúa umræðunni við. Hætta að eyða milljónum í innihaldslausar sérfræðingaskýrslur ,sem allar virðast koma með pantaðar niðurstöður fyrir þann sem borgar. Það er hægt að heilda þær allar með einni setningu: Ef Reykjavíkurflugvöllur á að fara undir byggð, þá er enginn staður á öllu höfuðborgarsvæðinu sem er raunveruleg glóra í fyrir flugvöll. Punktur. Allt annað er óraunhæft.
Við sem höfum varið Reykjavíkurflugvöll af lífi og sál til þessa, viljum þá ræða núna að loka honum sem allra fyrst, ef það er einlægur vilji Arnar arkjitekts , borgarfulltrúa, þingmanna þjóðarinnar og fólksins í landinu.
Það er engum til gagns að kvelja svona lífið úr Reykjavíkurflugvelli eins og verið er að gera. Vinnustaður þúsunda Reykvíkinga skiptir vallarféndur greinilega engu máli . Það er verið að þrengja að vellinum á allar hliðar með sífelldum skipulagsbreytingum. Það eru hinsvegar bannaðar allar byggingar vegna flugsins við hann eða á honum, það er takmörkuð notkun hans með lokunum og frelsisskerðingum af öllu tagi. Allt vegna talhlýðinna stjórnmálamanna, sem ekki vita hvora löppina þeir eiga að rétta fram sjái þeir þurfandi hund í bandi mögulegs atkvæðis.
Við þessar aðstæður er ólifandi. Gef mér frelsið eða dauðann sagði Patrick Henry.
Það er því þýðingarmikið, að taka ákvörðunina strax um að loka vellinum eða ekki. Annars gætum við farið að byggja Hátæknisjúkrahúsið á vitlausum stað. Það verður að vera nálægt flugvelli, það sér hver maður. Og svo þarf að flytja þá stjórnarkontóra, sem dreifbýlið notar mest suðureftir með fluginu. Það er auðsætt, að menn fara ekki að dandalast inn til Reykjavíkur eftir að vera lentir á Suðurnesjum með sín erindi.
Bráðum verða hér 50 íslenzkar einkaþotur stórlaxanna. Þær þurfa hús. Þær geta ekki staðið úti. Á Reykjavíkurflugvelli er ekki hægt að fá leyfi til að byggja svo mikið sem hæsnahús, af því að flugvöllurinn á hugsanlega að fara einhverntímann. Þangað til eigum við að halda að okkur höndum og stunda samræðustjórnmál. Gera ekkert, því fylgir engin ábyrgð. Allt er því helfrosið í kring um Reykjavíkurflugvöll. Hvorki líf né dauði. Haltu mér slepptu mér, ekki svona heldur hinsegin, bla,bla bla. Ég er búinn að fá uppí háls.
Ef það er vilji Reykvíkinga og þjóðarinnar, að flugvöllurinn fari, þá er bara að drífa í því. Þetta hálfkák og stöðugur hálfsannleikur og undanbrögð stjórnmálamanna, haltu mér slepptu mér stefnan, eru þjóðhagslega skaðlegar. Það er því best að drífa í þessu , loka strax eða þá vera um kyrrt til framtíðar og byggja þá völlinn upp til nútímans, ef það er þá ekki of seint.
Ef Reykvíkingar upp til hópa væru svo grunnhyggnir( sem ég trúi alls ekki innst inni þó einhverjir þeirra séu háværir á torgum) að skilja ekki þá sögulegu og alþjóðlegu staðreynd. að það eru samgöngur sem stjórna borgarmyndunum og gengi þeirra, þá þeir um það. Landsbyggðin þarf ekki á Reykjavík sem slíkri að halda vegna þess að þar situr Alþingi part úr ári. Flytji stjórnarkontórarnir og sjúkrahúsin á Suðurnes, þá getum við alveg verið án þessa alls. Og það verður þá sanngirniskrafa þjóðarinnar, að svo verði gert, verði Reykjavíkurflugvelli lokað.
Þjóðin í heild þarf í raun aðeins víðsýna og þjóðlega umbótastefnu, byggða á eintaklingsfrelsi og atvinnufrelsi, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Skrúðmælgi eða Pótemkíntjöld breyta ekki þeirri staðreynd, að landið er til þess að lifa í því. Og fólkið er landið og landið er fólkið. Mér finnst að það verði langsótt talið, að fara að koma með bráðveika sjúklinga utan af landi til Suðurnesja til þess að fara að keyra þeim til Reykjavíkur á spítala þar.. Þessvegna er best er að ákveða framtíð Reykjavíkurflugvallar sem fyrst áður en væntanlegur Hátæknispítali verður byggður á vitlausum stað.
Verið þið Kvosarspekúlantarnir því bara áfram hér. Lífið og starfsemin fylgir fluginu suðureftir. Annar kostur er ekki í stöðunni því að er ekkert brúklegt flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Nema þurrka upp Skerjafjörð eins og Björn Kristinsson sýndi fram á að mögulegt sé.
Þarna suðurfrá eru bæði Keflavíkurflugvöllur og hugsanlega endurreistur Patterson flugvöllur. En sá síðarnefndi getur orðið einkavöllur almannaflugs, einkaþotna, kennsluflugs osfrv. Nægt landrými fyrir byggingar allt um kring, kílómetra brautir og óhindrað aðflug úr flestum áttum osfrv. Það er upplifun að fara á staðinn og sjá fyrir sér möguleikana sem blasa við þar.
Verið þið vallarféndur því bara kyrrir hérna í Kvosinu í betri byggðinni þar. Fastir í traffíkinni á Hringbrautinni, í eimyrjunni af bílunum og ærðir af drykkjulátunum við Tjörnina. Ekkert varpland fyrir fuglana af Tjörninni né kyrrðina sem nú er að finna við flugvöllinn, verður þar að finna. Þvílík framtíð fyrir barnafjölskyldurnar á þessum stað ! Merkileg formúla er það annars að best sé að allir búi í sem stærstri blokk á sem minnstu svæði. Ég hélt að þeir hefðu fullreynt þetta í gamla Sovét.
Háskólinn í Keflavík verður landsins alls. Samgöngurnar, flugið og framtíðin verða þá bara farin frá Reykjavík og koma ekki aftur. Svei mér að ég haldi ekki að endurnar og gæsirnar af Tjörninni muni líka flytja suðureftir með hinum flygildunum við þessar aðstæður.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við erum langt til búin að missa af Reykjavíkurflugvelli, því það er búið að eyðileggja hann þegar að miklu leyti með Salami aðferðinni hans Stalíns sáluga. Og verkinu verður án efa haldið áfram á næstu árum með nýjum meirihluta í borgarstjórn.
Þessvegna er líklega best að fara bara sem fyrst. Stundum er dauðinn huggulegri en hálflíf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll, Halldór !
Þakka þér; greinargóða og skilvísa færzlu.
Ætli helvítis kratarnir, verði ekki duglegastir, að draga lappirnar í brýnum málum; svo sem Sundabraut, og öðrum viðlíka ?
Þetta eru; svona 1/2 Íslendingar, að upplagi, og varla það, Halldór minn.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.