Leita í fréttum mbl.is

PÍ-lögmálið mitt.

Í raun og veru,  þá er það skemmtilegt hvernig Jóhannesi í Bónus hefur tekist að búa til þá mynd af sér í þjóðarsálinni, að hann sé velgjörðamaður almennings , einskonar bangsaafi allra landsmanna, ekkert nema gæðin og gjafmildin. Og víst er þetta vænsti kall sem hefur byggt upp ótrúlegt viðskiptaveldi um víða veröld, sem enginn fær séð yfir, hvorki samkeppnis-né skattyfirvöld. Ég tek ofan fyrir slíkum manni.

 

Ég hef hinsvegar lengi velt fyrir mér starfsháttum Bónusar. Ekki held ég að allt sé sem sýnist og fólk trúir.

 

Verzlunin rekur einkalögreglu á merktum bílum. Þeir ryðjast inní fyrirtæki annarra og skanna verð í hillum án leyfis né samráðs við eigendur. Allt undir þeim formerkjum, að þeir séu sífellt að gæta þess að aðrir selji ekki ódýrara en þeir. Og allir trúa þessu af því Jói er svo góður. Hann á líka fjölmiðlaveldi, sem sér um ímyndina ef eitthvað ber uppá og gefur stórt úr pokasjóði sínum, sem neytendur þó borga.

 

En svo eru aðrir sem segja, að lögreglan hans gegni því hlutverki að gæta þess að allir selji dýrar en það verð sem Bónus er búinn að setja hjá sér sem hæfilegt gangverð Þeir setja svo  Hagkaups- og 10-11- verðin þar fyrir ofan.  Lögreglusveitirnar gæti þess,  að birgjar selji engum ódýrara og fyrirtækið er sagt beita refsiaðgerðum gegn þeim, sem dansa útúr línunni. Þannig haldi Bónuslögreglan í raun uppi vöruverði í landinu með því að ákvarða lágmarksverðið. Þannig sé  Bónus ábyrgur að stórum hluta fyrir því háa vöruverði, sem allir sjá að ríkir í landinu miðað við útlönd. Afganginn sjái íslenzka ríkið um með landbúnaðinum og ofurtollastefnu sinni.

 

Eins og ég kynntist  samkeppnisbransanum,  þá fengu  menn yfirleitt ekki að vita hvað keppinauturinn bauð. Það leyndarmál varðveitti kúnninn, sem svaraði með því að versla annarsstaðar byðu menn ekki nógu lágt. Og verðið auðvitað lækkaði og lækkaði þannig að allir smákallar dóu.

 

Í Bandaríkjunum var ég umsvifalaust handtekinn þegar ég tók mynd af vöruhillu í þeirri góðu búð Albertsson´s. Þeir vildu vita frá hverjum ég væri . Ég þurfti að basla við að skýra út að myndin væri aðeins til minningar um búðina góðu  þegar ég kæmi heim til Íslands, þar sem engin verzlun hefði viðlíka verð. Þeir sögðu mér skilmerkilega,  að skipulagðar verðnjósnir samkeppnisaðila væru alls ekki liðnar í Bandaríkjunum.

 

Hér tíðkast verðskönnun Bósnusar  fyrir opnum tjöldum. Og fólk trúir því í blindni,  að þetta sé í þess eigin þágu. Fyrst núna er einhver að vakna upp við vondan draum.

 

Sumir telja að þessi starfsemi Bónusar sé ekkert annað en samkeppnishindrandi njósnastarfsemi  af fyrstu gráðu og brot á friðhelgi eignarréttarins.    Ef þeim væri raunverulega alvara með að selja vöru á lægra verði en samkeppnisaðilinn, þá yrðu þeir að finna út sjálfir hverju þeir treysta sér til.  Kúnninn yrði að finna út úr því hvort þetta væri það verð sem hann vildi taka.  Þá fyrst yrði mark takandi á verðkönnunum ASÍ,  sem mér finnast  núna aðeins sprenghlægilegar, þegar aðvaranir eru sendar til verzlana Bónusar fyrirfram ! ( Veit nokkur hvað varð af Neytendasamtökunum ?).

 

Víða er  hægt nú þegar  að breyta öllum hillumerkingum og kassaverðunum í Bónus  í einu frá skrifstofunni og verður bráðum svo allsstaðar. Í dag trúa fáir því, að einhver samkeppni ríki á neytendamarkaði, þegar Baugsófreskjan er orðin svo yfirþyrmandi voldug og allsráðandi í samfélaginu. Líklega gera fæstir sér grein fyrir raunveruleikanum í því máli.  Mörgum finnst hún sé  löngu orðin að Stórabróður þjóðfélagsins að hætti Orwells.  

  Mörgum finnst því nauðsyn bera til að stöðva framferði Bónus-lögreglunnar og viðskiptaþvingandi starfshætti fyrirtækisins. Það væri  allavega eitt skref í átt til þess að koma aftur á virkri samkeppni á neytendamarkaði. En hana eyðilagði Samkeppnisstofnun þegar hún leyfði samruna Hagkaups og Bónusar.  

Aðeins tilkoma ValMart  eða svipaðs fyrirtækis til Íslands myndi tryggja neytendum alþjóðlegt verð. Ríkisvaldið ætti að reyna að laða ValMart til landsins með almannahagsmuni fyrir augum. Sama þyrfti líka að eiga sér stað á bankamarkaði, þar sem samráðið og samsærið gegn almenningi ernú  hvað grellast, ef tölur Þorvaldar Gylfasonar um vaxtamuninn hérlendis og erlendis eru réttar.  

 

En á meðan að ekkert skeður er pí-lögmálið mitt allsráðandi á landinu.

  

En það hljóðar svo :

 

Allt er PÍ-sinnum dýrara á Íslandi en í öðrum löndum,  Punktur !

 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Það er hefð fyrir því að á Íslandi verði menn ríkir á því að selja fátæku fólki mat. Jóhannes var ekki sá fyrsti á þeim lista og verður tæpast sá síðasti.
Matthías

Ár & síð, 2.11.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband