Leita í fréttum mbl.is

Kolefnisjöfnun Reykjavíkurflugvallar ?

Svandís Skúladóttir lýsir eindregnum stuðningi við að taka Vatnsmýrina undir blandaða byggð í Silfri Egils í dag.. Það sé verkfræðilegt viðfangsefni hvar flugvöllur eigi að vera. Vatnsmýrarbyggðin sé umhverfismál.

Þétting byggðar á óbyggðu svæði því sem er undir Reykjavíkurflugvelli  er þá orðið umhverfismál segir Svandís. Verður ekki fjölgun bíla óhjákvæmileg á svæðinu ?  Þó að þetta eigi að skapa einhver búsetuskilyrði án einkabílsins fyrir hjólandi og gangandi í draumi Svandísar.   Hver fjölskylda á minnst einn bíl. Fara þeir ekki út á Hringbrautina út að keyra ?  Margar ferðir á dag ? 

Hvað verður um hið samfellda græna svæði sem er undir Reykjavíkurflugvelli í dag í sambýli við Öskjuhlíðarskóg og gróðurinn í Fossvogskirkjugarði ? Hvernig mun kolefnisjafnan líta út fyrir svæðið þegar blokkirnar í blönduðu byggðinni hafa risið ?

Eru þessar draumsýnir Svandísar raunhæfar og sjálfum sér samkvæmar ? Er þétt byggð í Vatnsmýri umhverfisvænni en sú mann-og bílafæð sem nú er á þessu stóra græna svæði ? Hvert fer kyrrðin á síðkvöldum ? Hvert fara endur og gæsir ?   

Ég veit að flugvélarnar fara suðureftir ef þær fara úr Vatnsmýri. Það er enginn annar kostur í stöðunni. Allt annað er því miður óraunhæf óskhyggja.

Og þá er alveg eins gott að drífa í þessu, þetta hálflíf er ekkert líf fyrir flugvöll með tilgang og hlutverk.

Ég mana ykkur vallarféndur að ráðast til atlögu. Látum reyna á það hvað Margrét Sverrisdóttir er staðföst í sannfæringunni. Leyfið okkur að sjá Gísla Martein og Hönnu Birnu í pilsfaldinum  hjá Svandísi  Svavarsdóttur. Heyrum hvað gamli góðir Villi segir við það tækifæri.

Eru þetta stjórnmálamemm sem þora eða bara spjallarar ? Samræðusstjórnmálamenn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er nú ekki mjög grænt á flugbrautunum, marklínurnar eru málaðar hvítar en ekki grænar.

Völlurinn verður að líkum færður suðureftir, það er rétt athugað hjá þér.  Annað væri óraunhæft, þar sem ekki þarf að vvera með tvo velli á sama veðursvæðinu.

Ég hef aftur á móti séð fyrir mér Háskólahverfi þarna og stúdentagarða.  Væri það gert, minnkaði mjög bílaumferð þar sem nemendur þyrftu ekki að aka til og frá kennslu, jafnvel langt að svo sem utan úr úthverfunum.

 Að vísu er nú svo með mig, enda Miðbæjaríhald, að alt austan við Kringlumýrarbraut eru úthverfi í mínum huga.  Nýu hverfin umhverfis Rauðavatn og ofar, eru vart byggileg, þar sem þau eru komin í yfir 120m hæð yfir sjó og í svona ,,venjulegum vetri" líkt og við þekktum í okkar ungdæmi, væri þarna allt á kafi í snó.

MBK

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.11.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er tilbúinn háskóli suður á Keflavíkurflugvelli og nógir stúdentagarðar. Af hverju að fara að byggja þá í Vatnsmýri meðan þeir standa tómir ?

Svo eru stúdentar einn bílríkasti þjóðfélagshópurinn. Þeir leggja sko land undir dekk eins og sðrir landsmenn, sem flestir ganga með mynd af bílnum í veskinu ef ekki í hjartanu.

Flugbrautirnar sjálfar þekja kannske 5 % af flugvallarsvæðinu sem er þá mest grænt.

Halldór Jónsson, 5.11.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Svo á nú alveg eftir að sjá hvort það að rústa Vatnsmýrinni með blandaðri byggð sleppur í gegnum umhverfismat. Ef það væri reynt að raska mýri á borð við Vatnsmýrina úti á landsbyggðinni þyrfti að endurheimta mýri í staðinn. Spurning hvernig Reykvíkingar ætla að leysa það? Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki vel til lífríkis Vatnsmýrarinnar, en það alls ekki útilokað að þarna leynist stórmerkilegar og sjaldgæfar lífverur. Ég verð að viðurkenna að mér þótti mjög skrýtið að byggingar Íslenskrar erfðagreiningar og náttúrvísindahúsið Askja skyldu renna í gegn án athugasemda og umhverfismats. Austfirðingar hefðu örugglega þurft að fara með viðlíka mál í gegnum matsferlið! Nú svo kemur það til með að auka talsvert á kolefnisútlosun að lengja allt innanlandsflugið að viðbættum akstri fólksbíla og fólksflutningabíla milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Trúi ekki fyrr en ég tek á því að Vinstri grænir fari farm með þetta mál þegar á reynir. Og eru ekki talsverðar líkur á því að Svandís Svavarsdóttir verði orðin borgarstjóri áður en árið er úti.....?

Ómar Bjarki Smárason, 5.11.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Valur Stefánsson

Það er greinilegt að Bjarni er fluttur í bæinn en ef ég fer með rétt mál þá seldi ég honum einhverntímann þegar hann var í Bjarnabúð á Tálknafirði.  Eins og þú hefur sagt Dóri þá er flugvöllurinn samgönguæð landsbyggðar til höfuðborgarinnar og ef völlurinn fer þá fer höfuðborgin og stjornsýslan líka.  En þá er Árni Johnsen Sigfússon orðinn borgarstjóri í Reykjanesborg.  En svo hélt ég að vestfirðingar væru búnir að ganga í gegnum nógu mikla hræringar og atvinnumissi að þeim væri nú ekki alveg slétt sama um þau rúm 400 störf sem eru á Reykjavíkurflugvelli í dag eða er þeim sama ef þau eru bara í höfuðborginni en ekki fyrir vestan?

Svo sé ég á skrifum Bjarna að hann er á sömu buxunum og Gísli eða þ.e.a.s. matrósubuxum að halda því virkilega fram að fólkið komi til með að ferðast í miðbænum á reiðhjólum, strætisvögnum eða tveimur jafnfljótum ef völlurinn fer Nei takk þessir skóla krakkar í dag eru á dýrari og flottari bílum en ég og fleiri.  Og þessir krakkar fara EKKI að taka strætó eða að labba svo ég tali nú um að hjóla, nei þau fara frekar í ræktina heldur en að hreyfa sig utan dyra.

 Ríkið á að taka flugvallarsvæðið eða það sem borgin á eignarnámi, fylla í grunninn á HR og flytja hann og HÍ upp að Keldnaholti eða bara á beisinn fyrir sunnan og byggja þar Háskóla samfélag, þetta er öfugþróun að hola þessu niður í miðri borg þar sem samgöngur eiga að vera greiðar til allra byggðra bóla á skerinu okkar.

Er Reykjavík höfuðborg eða EKKI??

Valur Stefánsson, 5.11.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir skarplegar athugasemdir Ómar Bjarki . Þú ættir manna best að þekkja hvað þarf til áður en skorið er í náttúru landsins.

Já og Valur, ég er sammála hverju orði hjá þér. Bygging Háskólans í Öskjuhlíð er óbætanlegt slys hvernig sem á það er litið.  Það er rétt hjá þér, Bjarni vinur minn í Miðbæjaríhaldinu er lentur á Reykjavíkurflugvelli með síðustu ferð frá Tálknafirði og þarf því ekki meira á vellinum að halda. Ég er mjög skúffaður yfir honum sem flugmanni og sjálfstæðismanni að vera svona mikill "kvosarkommi"  eins og han hamast við að vera. Ég held að hann hljóti að hafa  lent í einhverjum vondum félagsskap í síðasta prófkjöri og sé ekki búinn að ná sér. Allavega fær hann nú langa vist í áhrifalausum minnihluta og er honum sú refsing mátuleg.

Halldór Jónsson, 6.11.2007 kl. 08:22

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Valur minn, ég er enn áhugamaður um flug og skil gersamlega aðstæður ,,hinna dreyfðu byggða".  Hitt er, að ég lem ekki hausnum við grjót í sambandi við grjótharðar hagfræðilegar rannsóknir um þetta svæði.

Svona til upplýsingar, nota fáir bíl til að fara frá Hjónargörðunum í kennslurými HÍ.  Hvergi hefur þú séð eftir mig, að ég telji líklegt, að stúdentar verði bíllausir, það er rómantíkk og bull.

Svo er, að ríkið hefur löngu löngu tekið stærstan hluta af því svæði sem um ræðir eignarnámi.  Íbúar þeirra húsa, sem voru fyrir við lagningu brauta og byggingu mannvirkja við völlin, voru flutt hreppaflutningum inn í Laugarneshverfið. 

Það dugar ekki að eiga eitthvað landsvæði, það gilda SKIPULAGSLÖG og sveitafélagið, hvar lóðin er í, ræður um nýtingu, og nýtingarhlutfall.  Svo einfallt er að.

Að vísu er búið að loka og afhelga flugvöllinn á Tálknafirði, hann er krossaður og bannað að nota hann.  Flugvöllurinn á Patró og Bíldó duga ágætlega.

  Halldór Flugvélafóstri!  Ég gæti alveg notað Rvíkurflugvöll ef ég setti mínar sérþarfir í forgang en það er einnig góður einkavöllur uppi í Mosó.

Hef ekki verið í vondum félagsskap, hvorki í prófkjörum né annarstaðar, að skemmi mig. 

Hitt er, að ég sé algerlega, að grjótharðir hagsmunir afkomenda minna, að þetta svæði verði tekið undir Háskóla og Miðbæjarstarfsemi.

Miðbí góðum félagsskap

Bjarni Kjartansson, 6.11.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það á alveg eftir að fara í gegnum það hvor lögin verða ofar í áhersluröðinni SKIPULAGSLÖGIN eða LÖGIN UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM FRAMKVÆMDA  þegar nær dregur alvörunni í flugvallarmálinu.... Og svo hef ég einhvers staðar séð eða heyrt að kolefnisbinding mýranna sé einstaklega góð. Það hlýtur að gilda um Vatnsmýrina eins og aðrar mýrar. Nú og svo má spyrna sig að því hvað veldur að svifryksmengun er meiri á Akureyri en í Reykjavík. Það skildi þó ekki vera að Vatnsmýrin spiliaði þar rullu...? Held að við þurfum að við Flugvallavinir þurfum að fá rannsókn á því áður en við föllumst á flutning innanlandsflugsins, því erfitt getur verið að endurheimta Vatnsmýrina og Flugvöllinn eftir að þar hefur risið byggð. Nú og svo eru opin svæði í flestum borgum mjög mikilvæg, ekki síður en þagnir í góðum tónverkum. Það hlýtur að gilda um Reykjavík líka, svona til lengri tíma litið. Þannig að ég held að við ættum að velta þessu máli á undan okkur næstu 50 árin eða svo þannig að afkomendur okkar þurfi ekki að gjalda fyrir mistök okkar í þessu flugvallarmáli...

Ómar Bjarki Smárason, 6.11.2007 kl. 22:35

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvar finnur þú nú þessa blessuðu mýri vinur minn?

Ég ehf búið þarna í nágrenninu í áratugi, fysrt uppi í Blönduhlíð, og svo niðri á Sóleyjargötu, með 16 ára hléi.  Nú get ég gengið þurrum fótum um allt þetta svæði.  jafnvel í kringum tjörnina við Norræna húsið er orðið giska þurrt.

Hvað heldur þú ða þota í flugtaki skili út miklu af gróðurhúsa hinu og þessu?  Eða Fokker í brautarbruni?  Fnykinn leggur allt niður í Miðbæ. 

ÞAð þarf ekki stórar vélar á ,,vet power" til að menga helling.

Skipulagslög ná yfir umhverfis hitt og þetta í þessu tilfelli, ef landnotkun verður skilgreind með öðrum hætti en ,,Flugvallarstarfsemi". 

Rykmengun má minnka verulega frá því sem nú er með öðrum og einfaldari hætti.

Sagði við einn forkólf hollvina flugvallarins, að líkt og Kjarval svaraði til um það hvort Bretar sigruðu ekki stríðið, þá sagði hann  ,,enginn vinnur sitt Dauðastríð"  eins er með Flugvöllinn í Vatnsmýrinni hann vinnur ekki sitt.

Viðkomandi brást illa við og skiptui mjög skapi.

Þetta þótti mér vottur um, að einhvert vonleysi hafi verið farið að hreiðara um sig hjá honum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.11.2007 kl. 09:16

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sé mýrin horfin eru það náttúrulega hin mestu náttúruspjöll sem nauðsynlegt er að leiðrétta! En eitthvað afrennsli er nú enn af þessu svæði, þó það hafi kannski minnkað eitthvað eftir því sem þrengt hefur verið meira að svæðinu. Enda er krían horfin og er mikill söknuður í henni og mávarnir fylla illa það skarð. En það er nú kannski ekki hægt að kenna óvinum flugvallarins eingöngu um brotthvarf kríunnar, og ekki sneri hún aftur þó skipt væri um forystu í Ráðhúsinu um stund!

Annars er spurning um það hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er ekki nauðsynlegur öryggisins vegna þegar eldgos veður næst í nágrenni Reykjavíkur. Það gæti þurft að flytja mikinn fjölda fólks í burt úr Höfuðstaðnum, ef til þessa kemur, og þá yrði flugvallarins sárt saknað væri hann horfinn á braut.

 Það gæti líka orðið ansi þungt í mörgum óvini flugvallarins sem þyrfti að sigla til Keflavíkur til að ná flugi til útlanda þegar að þessu kemur. Og enn þyngra í þeim sem þyrftu að sigla til Keflavíkur til að ná flugi til Bíldudals, Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða, eða annarra staða á landsbyggðinni.

Þannig held ég að flest rök leiði á endanum til þeirrar niðurstöðu að landsmenn allir séu best settir verði flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni. 

Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Drening Flugvallarsvæðisins og þannig einnig Vatnsmýrarinnar var gerð við nýbyggingu flugvallarins nú fyrir örfáum árum.  Skipt var um jaðrveg langt niður fyrir vatnsleiðandi login og er því sá straumur, sem áður var undir flugbrautunum og að Tjörninni farin að renna beint í suður eftir ,,skurðinum" undir N/S brautinni.

Þetta hefur verið staðfest með rannsóknum á ,,jaðrvatni" við baðströndina okkar í Nauthólsvík.  Svo bættu menn gráu ofaní svart, þegar Sóleyjargatan var grafin niður og skipt um jarðveg þar.  Þa´fór nánast allt vatn, sem áður rann frá Holtinu og niður eftir Njarðagötu og út í mýrina, nánast beina leið niður undir Hljóm skála og þar undir Fríkirkjuveginum og niðureftir , án viðkomu í Vatnsmýrinni.

EF eldgos verður í námunda við Rvík, svo flytja þyrfti fólk í burtu, er nánast fullljóst, að flugvélar verða hvort sem er ekki notaðar, þar sem gjóskan fer afar illa með hreyfla, hvort heldur sem er um þotu hreyfla eða venjulega brunahreyfla að ræða.

Samkvæmt núverandi rýmingaráætlun er ekki gert ráð fyrir flugi, nema í mjög litlu mæli, heldur er miðað við flutning á landi og á sjó.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.11.2007 kl. 10:56

11 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góðir punktar hjá þér Bjarni varðandi dreneringu Vatnsmýrarinnar. Og ég sem stóð í þeirri meiningu að krían hefði horfið vegna návistar við R-listans sáluga! En það þyrfti að gera ítarlega úttekt á vistkerfi Vatnsmýrarinnar, hafi það ekki þegar verið gert, og reyna að færa lífríki Tjarnarinnar til fyrra horfs, burtséð frá allri pólitík.

Varðandi eldgos í nágrenni Reykjavíkur, þá er það alls ekki sjálfgefið að því fylgi mikil gjóskumyndun og öskufall, nema e.t.v. fyrstu klukkusundirnar. Og svo færi eftir vindátt hvort flug er mögulegt eða ekki. Flæðigos gæti síðan staðið í nokkra mánuði eða ár, án vandræða fyrir flug, en leiðin milli Keflavikur og Reykjavíkur gæti lokast.

Nú úr því við erum að fjalla um eldgos, þá gæti höfuðborgin orðið vatnslaus í lengri eða skemmri tíma ef gos yrði á nágrenni Bláfjalla og Heiðmerkur. En ég ætla ekki að fara að spá eldgosi í bráð, en vil ekki útiloka að það gjósi á svæðinu frá Hengli til Reykjaness á innan 1000 ára. En það er lagnur tími í líftíma flugvallar og enn lengri tími í pólitík!

En komi til náttúrhamfara þá treystir þú greinilega betur á samgöngur á sjó, en að Halldór skili þér aftur til Tálknafjarðar!

Ómar Bjarki Smárason, 9.11.2007 kl. 18:31

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú á að fara að rífa "Andraskýlið " því að Háskólinn í Reykjavík er að fara að byggja þarna ofaní brautinn n-s. Þetta er rothöggið á flugvöllinn, það er útilokað að þetta tvennt þrífist saman. R-lisinn hóf þennan dans og íhaldið með gamla góða Villa í broddi fylkingar innsiglaði þetta. Ég er hættur að syrgja fall íhaldsmeirihlutans, hann var ómögulegur í málefnum flugvallarins hvort sem var og ekkert að marka þá. Þeir sem við tóku eru varla verri nema þeir séu betri, því þeir geta akkúrat ekkert gert meðan Margrét Sverris heldur þeim í gíslingu. En hún er eini vallarvinurinn í pólitíkinni. En þetta er vonlaust til lengri tíma litið. Heimskan hefur jafnan sigur.

Svo hversvegna ekki bara loka vellinum strax. ? Patterson flugvöllur bíður okkar . Þar er nóg pláss til að byggja öll þotuflugskýli sem og önnur, þarna er ienn bezti flugvöllur landsins þegar búið er að lappa uppá brautirnar.

Hypjum okkur burt með flugið og skiljum allt miðbæjaríhaldið  sem og sveitakommaliðið, framsóknarafturhaldið og alla ráðleysingjana í borgarstjórn Reykjavíkur eftir í miðbæjarfnyknum. 

Það er framtíðin sem skiptir máli fyrir flugið. Hún er ekki í Reykjavík.    

Halldór Jónsson, 9.11.2007 kl. 21:14

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ef þetta gegngur eftir Halldór, þá legg ég til að ráðist verði í að byggja hraðbrautir Norður og Austur, því hvaða heilvita manni dettur í hug að fara að keyra til til Keflavíkur til að fljúga til Akureyrar. Það gerir enginn nema einu sinni. Og hraðbrautin þarf að vera með a.m.k. 120 km hámarkshraða þannig að það taki ekki nema 3 tíma að keyra til Akureyrar og um 4 til Egilsstaða. Og vlo þarf að vera hægt að planta trjám þegar á leiðarenda kemur til að kolefnisjafna ferðina.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.11.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband