6.12.2007 | 07:26
Til varnar kristni og kirkju
Já þetta er rétt lesið ! Þó að ég hafi nú ekki verið þekktur að því að vera vel kristinn maður eða kirkjurækinn um dagana, þá hef ég orðið hugsi síðustu daga.
Vaxandi yfirgangur minnihlutahópa í þjóðfélaginu undir yfirskyni víðsýni og og umburðarlyndis hefur orðið þessarra heilabrota valdandi. Mér finnst bókstaflega traðkað á venjulegu fólki af allskyns menningarvitum, sem þykjast yfir það hafið af einhverjum ástæðum. Þessir aðilar telja það einhverja skyldu sína að hafa svo hátt um vizku sína, að aðrar raddir heyrist ekki. Þannig verðu lygin smám saman að sannleika eins og dr.Josef Göbbels vissi manna best. Hinn þögli meirihluti lætur hinsvegar lítið í sér heyra.
Ég gekk í barnaskóla eins og aðrir. Þar voru kennd kristinfræði og biflíusögur. Ekki datt föður mínum, sem var lítt kristinn, í hug að banna mér að sækja tíma eins og sumir foreldrar gerðu heldur hvatti mig til að slá mér upp á því sem hann nefndi kjaftafög, svo sem sögu, landfræði oþh. Ég lærði því kristnifræði vel og brilléraði á prófum án þess að trúa einu einasta orði í fræðunum.
Þjóðfélagi okkar hef ég síðan kynnst til þessa dags, sem kristnu samfélagi, þar sem fólk með mínar trúarskoðanir er í minnihluta. Svo er líka ennþá, þar sem þjóðin er víst 80-90 % í þjóðkirkjunni. Ég heimta því alls ekki að þjóðkirkjunni verði lokað til að þóknast mér. Í skólunum mínum var nemendum raðað eftir getu í bekkina. Í mínum bekk voru margir betri en ég, sem var manni hvatning áfram. Það var enginn í bekknum, sem gat ómögulega lært eða skilið það sem fram fór. Enda vandséð til hvers það ætti að leiða að stöðva hina í bekknum, ef skólinn var á annað borð ætlaður til að kenna nemendum og koma þeim áfram.
Nú hafa þessir háværu minnihlutahópar krafizt aðgengis fyrir alla nemendur, sama hvort hann skilur íslenzku eða ekki, hvort hann getur lært eða ekki, er með geðraskanir, athyglisbrest, hegðunarvandamál eða ekki. Og öllum skal hrært saman í bekkina óháð getu. Afleiðingin verður auðvitað sú, að kennarastarfið er gert ómanneskjulegt og óleysanlegt. Framleiðslan verður auðvitað stórskert þegar sá hægasti ákvarðar hraðann. Þjóðfélagið skaðast allt. Það koma einhverjir múslímakrakkar inn í bekk og þá má ekki lengur kenna bekknum biflíusögur. Prestum er nú síðast bannaður aðgangur að leikskólum, af því að einhverjum múslímakrökkum yrði þá mismunað. Mér bara ofbýður svona vitleysa. Þau geta bara farið heim ef þeim líkar ekki við hvernig við erum. Þjóðfélagið á ekki að snúast um minnihlutahópa, hvorki mig nér aðra.
Nú eru kennarar að kikna undir álaginu, sem fylgir blönduninni í skólanum. Þeir segjast þurfa miklar launahækkanir og lái þeim hver sem vill. En það er sama þó að við tvöfölduðum laun þeirra, vandamálið yrði áfram það sama. Því sýnist mér einhverslags einkavæðing skólanna löngu nauðsynleg, þannig að þeir sem það geta og vilja geti keypt betri menntun og kennara fyrir börnin sín. Þannig eigi börn ,sem það geta, kost á að þurfa ekki að vera í skólum með tossum eða dópistum í þriðja lið og svo framvegis. Skemmd epli lækna ekki heilbrigð epli var sagt í einni dæmisögunni sem ég lærði í barnaskólanum.
Þurfa ekki foreldrar líka að spyrja sig oftar að því, hver þeirra ábyrgð sé gagnvart börnunum, þegar öll þessi vandamál blasa við í skólunum og leikskólunum ?. Þarf ekki að auka heimagreiðslur til þeirra mæðra sem vilja vera heima með börnunum sínum fremur en að senda þau í heilsdagsvistanir í 80 % niðurgreidda leikskóla, til þess eins að vinna láglaunavinnu uppí gjöldin ? Mér sýnist þetta augljóslega þjóðhagkvæmt þó að ég kunni utanað alla þuluna um félags...... Á leikskólum er víða unnið frábært starf og krakkarnir læra margt nytsamlegt svo sem að syngja á framandi tungum starfsfólksins. En börn hafa líka gott af að vera með mæðrum sínum og því ætti einhver millivegur að vera til við en þetta súrmjólk í hádeginu- heilkenni. Þyrftu ekki kennarar sjálfir að standa að einhverjum þeim breytingum í skólastarfinu, þar sem betri laun gætu fengist og þá líka fyrir meiri árangur ?
John Howard, þá forsætisráðherra, sagði við innflytjendur í Ástralíu nokkurn veginn í þessa
veru : Við erum ástralskt, kristið og siðvætt þjóðfélag með eigin lög. Við báðum ykkur ekki um að koma hingað. Annað hvort semjið þið ykkur að okkar þjóðfélagi eða hypjið ykkur. Ég hefði kosið þennan mann á undan mörgum öðrum þó Ástralir hafi ekki endilega gert það.
Mér finnast núorðið svo margir vera í stjórnmálum vegna eigin ábata fremur en af hugsjónum. Það virðist varla nokkur þora að segja hug sinn um þessa þróun.
Ég vildi því líka sjá okkur velja innflytjendur vandlegar en að konum útíbæ sé falið það vald. Þeir sem vilja vera múslímar á þessu landi mega það mín vegna heima hjá sér að hætti Þorgeirs Ljósvetningagoða. Þeir eru minnihluti alveg eins og ég, sem hef mín trúmál útaf fyrir mig og reyni ekki að troða þeim uppá aðra. En ríkistrúin er sú kristna og ég samþykki því Þjóðkirkjuna, meðan yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill hafa hana svipað og forsetaembætti á Bessatöðum, sem mér líkar ekki heldur. Enda gegnir kirkjan mismiklu hlutverki í lífi hvers Íslendings sem fæðist, lifir og deyr. Þjóðfélagið telur sig vera og er lagalega kristið samfélag hvað sem við hinir öðruvísi segjum. Mitt uppeldi segir mér það, að það sé bæði heimskulegt og uppeldisleysi að teikna skopmyndir af Múhameð eða Jesú til þess eins að særa annað fólk. Mér var kennt að það væri ljótt að hrekkja minnimáttar.En það á heldur ekki að láta allt eftir honum.
Ég vil ekki sjá opinbera múslímasöfnuði hér á Íslandi. Ég vil ekki fá neina múlla hingað til að rækta upp sjarja-ómennsku í æskulýð landsins. Ég get ekki séð að þjóðfélagið batni við slíkt né við moskubyggingar. Ég vil heldur ekki láta minnihlutann, tossa eða útlendinga tefja fyrir skólastarfi meðal þeirra sem geta lært og slíkt fólk eigi því heima í sérskólum eða sérkennslu.
Svo vil ég fara gætilega með veitingu íslenzks ríkisborgararéttar. Farandverkamaður er ekki innflytjandi. Mér finnst við eiga að þykja vænt um land okkar og þjóð eins og Einari Þveræingi . Mér finnst að við eigum ekki leyfa menningarhálfvitum og hávaðaseggjum að henda íslenzku þjóðerni á glæ með uppivöðslusemi. Mér finnst að ein kynslóð hafi ekki leyfi til að gefa óskyldum þjóðum það land sem okkur Íslendingum var trúað fyrir af forfeðrunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3419867
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þakka athyglisverða og þarfa lesningu.
Kristinn Ásgrímsson, 6.12.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.