Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurflugvöllur-Gardemoen

Mér barst í hendur eftirfarandi frétt:

"Skv. könnun sem er gerð á hverju ári á meðal stjórnenda í Forturne 500 fyrirtækjum er Osló í neðsta sæti af 33 borgum í Evrópu.  Í þriðja sæti yfir það sem skipti þessa stjórnendur mestu máli eru "Transport links with other cities and internationally".  Þar fyrir ofan eru "Easy access to markets, customers or clients" og "Availability of qualified staff".  Osló er í næst neðsta sæti varðandi þennan þátt með sinn Gardermoen og sína hraðlest.  "

Þrátt fyrir að 60 % íbúa Reykjavíkur vilji hafa flugvöllinn á sinúm stað og gefi ekkert fyrir uppbyggingaráform borgarfulltrúanna í Vatnsmýrinni, þá böðlast þetta lið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ólafur F. borgarstjóri stendur einn eins og Skarphéðinn við gaflhlaðið. Skoðanakönnun er í gangi hjá MörtuSmörtu og svo líka hér á síðunni. Allt ber að sama brunni. Fólkið vill flugvöllinn þar sem hann er og uppbyggingu flugs á vellinum. Borgarfulltrúarnir eru einangraðir frá fólkinu og halda áfram að berja hausnum við steininn og vinna þau skemmdarverk á vellinum, sem þeir mega.

Vonandi fá þeir verðskuldaða útreið í næstu prófkjörum enda er afrekaskráin þeirra með þeim hætti síðustu mánuðina, að fátt gefur fyrirheit um endurnýjuð umboð.

Reynsla Norðmanna bendir til þess, að lestir komi ekki í staðinn fyrir flugvöll í hjarta borgarinnar. Flugvöllur er efnahagsleg nauðsyn. Án samgangna þrífst ekkert. Það er sama hversu menn lofsyngja reiðhjól og göngustíga, bíllinn og flugvélin eru undirstaðan sem efnahagslífið gengur á.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er fróðlegur pistill frændi og gott innlegg í umræðuna. 

Ágúst H Bjarnason, 29.2.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott hjá þér Halldór.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Pétur P Johnson

Þetta er eins og talað frá mínu hjarta. Við vitum að "Flugvallakosning" Ingibjargar Sólrúnar var svindl frá upphafi til enda og niðurstöðurnar endurspegluðu ekki vilja hins almenna borgara í Reykjavík og landsbyggðin fékk ekki að vera með.
Kaupmannahöfn er vinsæll staður hjá íslenskum ferðalöngum en þar tekur ekki nema um 20 mínútur að komast niðri í bæ ef maður er akandi og væntanlega er ennþá fljótlegra núna með tilkomu metrósins að komast þarna á milli. Kastrup er við bæjardyrnar en ekki einhverstaðar langt í burtu.  La Guardia og JFK International eru innan borgarmarka New York og Newark er skammt þar frá. Gamli innanlandsflugvöllur Washington D.C. er steinsar frá miðborginni. Sama er með Logan í Boston. Fyrir örfáum árum átti ég leið um Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands. Þar er flugturninn í miðju íbúahverfi og er horft þaðan niður á flugbrautina. Í Christchurch, stærstu borginni á Suðureyju Nýja-Sjálands, tekur um 15 mín að keyra frá miðborginni út á flugvöll. Sjálfur bý ég hér austast í Reykjavík, í Víkurhverfi. Ég er um 17 til 20 mín (fer eftir umferð) að keyra út í innanlandsflug, en ég er aldrei undir 50 mínútum að keyra út í "Leifsstöð". 
Höldum vörð um góðar samgöngur milli  höfuðborgarinnar og landsbyggðar Íslands.
Eitt að lokum; Halldór, hvar greiðir maður atkvæði í þessari skoðunarkönnun þinni?

Pétur P Johnson, 4.3.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pétur P. Johnson : Farðu endilega einnig á vefsvæði Mörtu, þar er einnig í gangi könnun umflugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni sem og hvaðan af landinu sá er sem svarar. Slóðin til Mörtu er : 

http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Pétur P Johnson

Predikari - Ég gerði það nú áður ég sá bloggið hans Dóra.

Pétur P Johnson, 5.3.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Pétur gamli vinur

Þetta er bara til hliðar hér ofarlega á síðunni.KveHa

Halldór Jónsson, 7.3.2008 kl. 19:53

7 Smámynd: Katrín

Búin að kjósa vinur sæll og auðvitað kaus ég rétt

Kveðja í Kópavoginn

Kata 

Katrín, 7.3.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Kata mín, ég hef sko aldrei efast um þær gráu í þér. Hefurðu það ekki bara fínt með hækkandi sól? KveHa

Halldór Jónsson, 10.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband