Leita í fréttum mbl.is

Já var það ekki !

Auðvitað dæmdu þeir Jón Súllenberger í hlutfallslega þyngstu refsinguna. Fyrir að gjöra veg Baugs beinan. Hver er sá sem getur neitað Baugi um greiða og ætlast til að lifa það af ?

Jafn mikið fær Súllenberger og sjálfur Jón Ásgeir,- heila 3 mánuði skilorðsbundið í 2 ár.  Sláttuvélin hans Tryggva varð honum heldur dýrari eða 12 mánuðir skilorðsbundið í 2 ár.

Ég held að í Bandaríkjunum hefði dómsniðurstaðan orðið öðruvísi svona í ljósi Enron-sögunnar og ótal annara dæma. Þar virðast  lögin látin gilda og þeim framfylgt ákveðið. Menn eru handteknir og lagðir í járn hvað sem þeir heita ef grunur er um saknæmt athæfi. Manni getur bara ofboðið hvernig þeir leyfa sér að koma fram við fína menn. Þar bekkjast menn ekki við lögregluna og sleppa með það. Hér geta  menn kýlt pólitíin átölulítið og samúðin er alltaf með götustráknum en ekki lögreglumanninum sem þarf að gera það sem foreldrarnir áttu að vera búnir að gera. Skólarnir mæla svo upp agaleysið gagnvart kennurunum og skrílsleg hegðun unga fólksins vvirðist fara sífellt versnandi með virkum stuðningi heimskra foreldra.

Ég held að það sem við köllum íslenzkt réttarkerfi eigi að velja sér verk eftir vexti. Það hefur enga burði til að fást við fjölþjóðleg viðskiptaveldi, sem geta kostað því til sem þarf í lögfræðingaleigur og málaflækjur. Innbrot í sjoppur, landamerkjadeilur og sauðfjármörk, fylleríispústra og að koma lögum yfir alla sem hafa rasistískar kynþátta-og innflytjendaskoðanir ,  geta verið dæmi um hæfileg verkefni fyrir íslenzka réttvísi. 

Íslenska réttarkerfið getur hvort sem er aðeins takmarkað verndað þegnana gegn skipulagðri glæpastarfsemi því  fæstir ofbeldisþolendur þora að kæra af ótta við verra.  Glæpamenn halda flestir ótrauðir áfram iðju sinni eftir að þeir játa og er sleppt í beinu framhaldi. Það eru  heldur ekki ekki til næg tugthús til að hýsa dæmda enda umhyggjan öllu meiri fyrir sálarlífi delinkventa heldur en þjáningum þolenda.   Enda sýnist manni  líka svo hafa verið ástatt fyrir þjóðarsálinni alla Íslandssöguna frá Órækju Snorrasyni og Sturlu Sighvatssyni til þessa dags. 

 Mikið er hann Baugur góður og þeir Bónusfeðgar líka.  Búnir að gera svo margt fyrir okkur lítilmagnana. Blessaðir öðlingarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband