Leita í fréttum mbl.is

Erum við ábyrg ?

Fari Íslendingur á fjársvikafyllerí í útlöndum, ber íslenzka þjóðin, aldin og óborin, ábyrgð á skaðanum ?

Færist íslenzk flugvél  í útlöndum, bæri  þjóðin ábyrgð á tjóni erlendra aðila ?

Ég hafði ekkert um útrás bankanna að segja né stofnun Icesave eða Kaupthing-Edge. Af hverju á ég að borga útlenzkum fórnardýrum íslenzkra glæframanna skaðabætur ? Eru þeir sjálfir bara stikkfrí ? 

Mér finnst að fara verði hægt í viðurkenningu á slíkri ábyrgð Íslendinga. Var það ekki gistiþjóðarinnar að fylgjast með starfseminni og setja skilyrðin ?

Það er sjálfsagt að tala við fólkið og skýra okkar sjónarmið og hlusta á þeirra. Gátum við eitthvað gert í því að brezkir bankar settu okkar banka á hausinn með samhæfðu áhlaupi ? Það reyndi aldrei á hvort þeir gætu ekki staðið sig vegna áhlaupsins og aðgerða Browns.

 Gátum við eitthvað gert gegn hernámi Breta á Íslandi 1940 ?  Var okkar kostnaður  einhverntíman gerður upp við þá ?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað erum við ekki ábyrg. Stefán Már samdi við annan mann lögfræðiálit um þetta álitaefni og samkvæmt því  berum við  enga ábyrgð en tryggingasjóðurinn ber ábyrgð á 20.000 pundum.  Mig langar í þessu sambandi að spyrja annarrar spurningar: Hafa stjórnmálamenn, sem kosnir eru til fjögurra ára, siðferðilega  leyfi til að veðsetja komandi kynslóðir? Mitt svar er nei og þess vegna eigum við alls ekki að þiggja boð ESB um "aðstoð".

Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband