Leita í fréttum mbl.is

Á að auglýsa stöður alltaf ?

Eftir að hlusta undanfarið á spyrlana Jóhönnu, Sigmar og Helga Seljan hrópa og þráspyrja viðmælendur sína spurninga,  sem allir vitibornir menn geta sagt sér fyrirfram að ekki er hægt að svara á stundinni af ýmsum ástæðum,  þá hef ég velt fyrir mér hvort ekki sé hægt að fá nýja og öðruvísi  spyrla á  RUV.

Á ekki að auglýsa stöður seðlabankastjóra og bankaráða ? Á ekki að auglýsa allar stöður ? Af hverju fær þessi bankastjóri meira en hinn ? Ræður þú þessu ekki ?  Þannig spyr Helgi í hávaða.

Er ekki bara að efna til kosninga útaf ESB ? Viltu ekki reka Davíð ? Verður ekki að taka ESB á dagskrá strax ? Þannig spyr Jóhanna og fer mikinn. 

Mér ofbýður eiginlega  hversu óskynsamlega  þetta fólk getur spurt. Hvernig það bókstaflega geltir af því sem mér finnst vera dónaskapur gegn viðmælendum sínum. Sem sýna þeim þann heiður að mæta hjá þeim í Kastljósin.

Er þetta fólk að reyna að auglýsa sjálft sig með því að sýna einhvern töffaraskap í augum fólksins þarna úti , sem er sært fyrir og illa leikið af yfirstandandi hildarleik og vill fá blóð ?  Ætlar það að selja sjálft sig til metorða hjá þessu fólki á grundvelli þessara yfirheyrsluþátta í Law & Order stíl  ?

 Ég man vel þegar Eiður Guðnason stagaðist á því við Alla á Korpúlfsstöðum, hvað hann væri mikill skepnuníðingur,  að halda hesta í Viðey sem nöguðu tré í harðindum ? Eiður fór á þing og þaðan í hátt embætti að hætti alikrata þeirra tíma.  En Alli var stimplaður ódó í augum þeirra sem ekki þekkja hesta og atferli þeirra.   

Eigi að auglýsa stöður alltaf eins og Helgi Seljan krafði viðskiptaráðherra um, þá spyr ég: Er ekki hægt að auglýsa eftir nýjum spyrlum til sjónvarpsins ?  Kannske myndu fást öðruvísi spyrlar en þessir gömlu ?  Nýtt  fólk sem getur spurt af þekkingu, kurteisi  og einhverri lífsreynslu, ákveðinna en einarðra spurninga en ekki bara þráspurninga um aukatriði.  Boðið okkur uppá samanburð við þessa spyrla sem við höfum haft nú hugsanlega nægilega lengi ?

Við þurfum ekki svona stíl eins og til dæmis Egill Helgason sýndi gagnvart Jóni Ásgeiri eða Sigmar gegn Geir Haarde.  Eða þá Helgi Seljan í hverju einasta viðtali sínu. 

 Ef til vill eru einhverjir þarna úti tilbúnir að reyna sig fyrir jafnvel minna kaup ?

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Mikið er ég sammála þér Halldór!

Katrín, 25.10.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Já þarna greipst þú á kýli sem þarft var að stinga á. Þessir spyrlar, flestir hverjir, spyrja eins og óvitar á stundum. Það sem verra er, á frekar ókurteisan hátt oftlega. Þeir geta átt á hættu að menn nenni ekki að mæta í þessi kastljós þeirra þegar þessar eru trakteringarnar. Almenningur fær oft mengaða sýn á umræðuna þegar spyrlarnir eru ekki með hærri greindarvísitölu en þeir opinbera allt of oft.Það er nefnilega hægt að þjarma að viðmælendum án þess að vera ókurteis eða með frekju og fá samt svörin sem óskað er eftir.

Sennilega er sú aðferð vænni til árangurs þar sem menn verða að öllum líkindum fúsari til að gefa svör ef þeirra er krafist af kurteisi og einurð en með frekju, frammíköllum og þrástagli.

Það hefur sannast að til er hæfur mannskapur í að taka við af þessum pótintátum sviðsljóssins, sem finnst skemmtilegast að mæta í viðtöl hjá hverjir öðrum, og sennilega á lægri launum en kvisast hefur að þeir hafi sem þarna verma stólana núna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.10.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband