Leita í fréttum mbl.is

Ný mynt strax ?

Ég hef velt fyrir mér þeim hugmyndum sem Ársæll Valfells frændi minn  setti fram í  fyrir einhverjum misserum  síðan og síðan ´trekað aftur, nú síðast ín Silfrinu hjá Agli í gær. 

Þar sagði Ársæll að þetta gæti orðið til þess að skuldsetning þjóðarinnar yrði mun minni en ella. Er það ekki þess virði að hugleiða þessa leið vandlega ?

Ef maður les bloggið hjá honum Gunnari Rögnvaldssyni finnst manni að upptaka dollara væri vænlegri  leið en evran þar sem slagkraftur hagkerfis Bandaríkjanna er mun meiri en ESB ríkjanna. En myntin skiptir ekki höfuðmáli. Til dæmis er jafnstór íslenzk þjóð og hér í Kanada.

Ársæll nefndi mann sem hefði annast evruvæðingu  Svartfjallalands og hlaut sá stuðning Eurobank en ekki andstöðu.

 Setjum svo að við ákvæðum að gera þetta  á næstu áramótum. Er þá nokkuð annað en að spyrja ;Hvaða gengi  verður við skiptin ? Fáum við einn dollara fyrir hundrað kall eða tvöhundruðkall ?

Verðtryggingu plús 1 % vexti eða eitthvað annað á langtímalán og innistæður ? Við verðum að varðveita lífeyrissjóðina og íbúðalánasjóð í slíku umhverfi.  Og sparnaðinn  ekki síður. Allur gjaldmiðill er stöðugt að brenna þó mishratt sé. Verðtrygging er eina vörnin gegn því.

Hver yrðu áhrifn fyrir efnahagslífið ? Hver yrðu áhrifin á kröfugerðaliðið og kjaraleiðréttingaraðalinn ?Yrðu verkföll ekki langærri en 3 vikur í framtíðinni ?

Við myndum ekki geta haldið uppi einokunarstofnunum okkar eins og ÁTVR í slíku umhverfi þar sem hún hefur áhrif á lífskjarasamanburð. Eða Mjólkursamsölunni og landbúnaðareinokunni. Leyft starfsemi Baugs í óbreyttri mynd. Leyft samþjöppun fjölmiðlanna á fárra höndum. Það yrði margt að breytast. En það myndi líka margt breytast af sjálfu sér. Stöðutökur gegn krónunni og með henni hyrfu og séríslenzkar aðstæður margar myndu hverfa. Gengisfall væri ekki lengur fær leið eftir þvingaða kjarasamninga.

En af hverju er þetta ekki hægt ? Mig vantar að finna þau rök ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.  Mér líst vel á þessa hugmynd sem Ársæll frændi okkar kynnti. Sjá þennan pistil.

Ágúst H Bjarnason, 10.11.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ef þessi leið er farin má búast við mótmælum frá Brussel en er Það ekki í lagi? Þeir geta ekki stöðvað okkur. Við eigum að fá þennan Daniel Gros sem ráðlagði Svartfellingum hingað til landsins og láta hann fara yfir málið með stjórnvöldum.

Ég áttaði mig ekki á að þetta 6 milljarða evra lán er bara hugsað til að blása lífi í krónuna. Eins og þeir félagar bentu á hvað gerist ef það dugar ekki? Skuldar þjóðin þá 6 milljarða og við sitjum áfram uppi með ónýtan gjaldmiðin? Það er mikil áhætta að taka 6 milljarða lán til að reyna að blása lífi í liðið lík.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er spurningin um skiptigengið sem er auðvitað aðalatriðið. Það er vandfundið til að fara meðalhóf milli almennings og útflutningsatvinnuvega.

Mér litist á að reyna fyrst við Norðmenn, sem eru í EFTA eins og við og það væri einfaldara að ræða við einn aðila heldur en hrærigrautinn í  EBE, þar sem óvinir sitja á fleti fyrir. 

Halldór Jónsson, 10.11.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband