Leita í fréttum mbl.is

Af hverju borga strax ?

Af hverju þurfum við að borga öll krónubréfin á einum gjalddaga með hættu á því að krónan verði bráðkvödd ofan á langt heilsuleysi ? Getum við ekki fryst þau og sagt við eigendur : Þið fáið 10 % á þriggja mánað fresti ? Því miður við getum ekki betur.

Fáum við nokkurn frið við Breta nema að taka kúlulán hjá þeim vaxtalaust og óverðbætt til 20-30 ára, í anda Versalasamninganna. og borga 20.800 E á hvern reikning, án tillits til hver á hann.? Verða þetta nema  70- 100.000 krónur á kjaft í tuttugu ár ? Mínus verðbólga og vextir.   Þeir hljóta að ganga að afarkostum okkar sem erum annars á leið í fang Rússa og úr NATO. 

Fúlt er þetta samt.  Ekki rukkaði Íslandsstjórn Nígeríustjórn vegna þess að íslenskir þegnar létu nígeríska glæpamenn plata sig. Hversvegna eru íslenzkir bankaglæpamenn með ríkisábyrgð frekar  en Nígeríumenn ? Myndum við til dæmis  bera ábyrgð á gjaldþroti Baugs í Englandi ?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Nú ekki slæm hugmynd hjá þér Halldór með krónubréfin en flokksbræður þínir eru komnir nú þegar með betri hugmynd, þeir eru nefnilega að hugsa um að frysta sparifé landsmanna. Það verður gaman að sjá viðbrögðin við því :)

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 10.11.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það sem er ótrúlegast af öllu er að Landsbankanum skuli hafa verið leyft að safna eitt þúsund milljörðum hjá breskum almenningi inn á reikninga Landsbankans hér í Austurstræti og veðsetja þar með íslenskan almenning upp fyrir haus.

Nú þykist enginn hafa vitað af þessu og enginn þykist bera ábyrgð á þessu. Segja þetta "galla" á bankalögum ESB.

Ég vil að þeir sem bera á þessu ábyrgð í stjórnsýslunni og þeir sem bera á þessu pólitíska ábyrgð með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi axli sína ábyrgð og hverfi strax af vettvangi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvað varð um peningana sem komu inn hjá Icesave. Gufuðu þeir bara sí sona upp, eða voru þeir lánaðir aftur út? Hafi þeir verið lánaðir, þá hljóta lántakendur að þurfa að greiða lán sín til baka, nema þá að þeir hafi allir með tölu farið á hausinn. Megnið ætti því að koma til baka með vöxtum eftir einhvern tíma.

Einhvers staðar hlýtur þetta fé að vera niðurkomið, er það ekki? Varla allt glatað? Hvernig mætti það vera?

Ágúst H Bjarnason, 11.11.2008 kl. 06:19

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta fé er ekki horfið. Það liggur einhverjum góðum veðum, fasteignum og fyrirtækjum. Vandamálið er hinsvegar að það þarf að greiða þetta fé allt út þessa dagana. Það er hræðilegt að þurfa að selja fasteignir og fyrirtæki í dag. Það er bara gert með gríðarlegum afföllum. Þessi afföll lenda þá á okkur sem þjóð af því að þessu fé var safnað inn á íslenska kennitölu.

Innlánsreikningar Kaupþings og Glitnir voru með Breska kennitölu. Þess vegna heyra þeir undir Breska fjármálaeftirlitið og Breska Seðlabankann. Meðhöndlun á þeim innlánsreikningum var skv. breskum reglum. Þess vegna ber Breski Seðlabankinn ábyrgð á þeim reikningum og þar með breskur almenningur. IceSave reikningar Landsbankans eru á ábyrgð Seðlabanka Íslands og þar með á ábyrgð íslensks almennings. Og við íslendingar sannanlega berum á þessu ábyrgð á þessum reikningum.

Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að ríkisstjórnin er búinn að ábyrgjast innistæður allra íslendinga sem eru í íslensku bönkunum hér heima. Innistæður Breta í íslensku bönkunum hér heima er hinsvegar ekki tryggðar að fullu. Munum við komast upp með slíka mismunum á grundvelli þjóðernis? Ef dómstólar líða ekki slíka mismunum þá lenda allir þessir IceSave reikningar á íslenskum almenningi.

Þess vegna vil ég að þeir sem bera ábyrgð á þessari veðsetningu þjóðarinnar með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi axli ábyrgð á því að það séu að falla hundruður milljarða á þjóðina.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sælir allir þrír, Steini skotmaður, Ágúst frændi og kollegi Friðrik. Verkurinn er að Landsbankabófarnir stálu peningunum úr Icesave og lánuðu Baugi í útrás og Rúmfatalagernum hér heima og eru búnir að tapa hvorutveggja. Peningarnir eru farnir og koma aldrei aftur. Mótsett við Nígeríubófana sem plötuðu Íslendinga án þess að ríkisábyrgð kæmi til  þá eru okkar bófar með ríkisábyrgð og við eigum að borga með góðu eða illu. Ég held að það sé betra að gera það með góðu eins og ég segi.

Halldór Jónsson, 11.11.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Bjarni Þór Hafsteinsson

Samkvæmt fréttum og síðasta blaðamannafundi Geir H  og Ingibjargar S
mun Íslenska ríkið líklega samþykkja að skrifa upp á skuldaviðurkenningu
upp á 640 miljarða kr. Sem sagt, þessi skuld er okkar almennings að greiða.
Landsbankinn sem bar ábyrgð á Icesave innlánsreikningum var einkafyrirtæki sem starfaði
ekki í umboði ríkisins, hvaðþáheldur í umboði almennings á Íslandi, en samt eigum við að
borga skuldir hans. (Annað mál er að bankinn eins og sumar aðrar fjámálastofnafnir var
rekinn af þröngum hópi elítu sem gat fengið stórar upphæðir af lánsfé á lágum vöxtum og
fært inná markaði er ríktu háir vextir, hirt vaxtamuninn og leikið milljarðamæringa).

Og hvað með þessar eignir sem sagt er að Landsbankinn eigi og geta komið á móti skuldum?
Fullkomin óvissa ríkir um hvers virði þessar eignir eru og hverjar heimtur af þeim verða
í framtíðinni. Bent hefur verið á að allt eins sé líklegt að eingnirnar muni reynast lítils
virði er á reynist. Að auki er ekki ólíklegt að það sé hvorki auðvelt né hreinlegt verk
að halda lífi í eignum Landsbankans og hámarka virði þeirra. Þaraðauki mun það
ekki verða ljóst nema að löngum tíma liðnum ( líklega mörg ár) hvers virði þessar eignir
mun reynast.

Samt sem áður mun væntanlegt samkomulag um skuldarviðurkenningu ríkisins fela í sér að
skuldin 640 Mi verði eign skattgreiðanda og það verði bara að koma í ljós hvað þrotabú
Lansbankans mun geta gefið af sér.Ljóst er að þær tölur sem hér eru á ferðinni eru allar
úr takti við stærð og getu Íslenska hagkerfisins. Tala af stærðinni 600 Mi er skattpíning
á þegna Íslands líklega marga áratugi fram í tímann, og jafnvel þó að eitthvað skili sér
af eignum Landsbankans.

Það sem hér er á ferðinni snýst um mannréttindi. Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert umboð
til að skella þessari skuld á almennig með einhverja von um eignir Landsbankans til
hugsanlegrar tryggingar. Þessi banki starfaði ekki í nafni almennigs og er ekki á ábyrgð
hans.

Ef þetta verður niðurstaða málsins er ljóst að gríðarleg óvissa mun skapast um langa framtíð
á Íslandi, sjálfstæði þjóðarinnar,og viðreysn efnahagsins. Þetta mun hleypa stax mjög illu blóði
í þegna landsins að hafa slíka afarkosti hangandi yfir sér og sérststaklega yngri kynslóðina sem
líklega mun strax sjá hag sínum best borgið með því að yfirgefa landið.

Lokaniðurstaða: Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert umboð Íslensku þjóðarinnar til að samþykkja
þessa skuldarviðurkenningu.

Varðandi lausn á deilunni við ESB, Breta og Hollendinga hlýtur það að vera skynsamlegt að
viðurkenna það að allar innistæður viðskiptavina Landsbankans séu jafnréttháar, sama hvaða
útibú er um að ræða og hvert þjóðerni viðskiptavinarins er. Íslendingar eru ekki að troða
illdeilur við Breska og Hollenska sparifjáreigendur. Innistæður almennt yrðu þá jafnrétthár
forgangskröfur í þrotabú bankans. Þetta þýddi að Íslenska ríkið myndi í raun afnema hina innlendu innistæðutryggingu sína og allir viðskiptavinir Landsbankans tækju á sig tjón í réttu hlutfalli
við innistæður sínar. Ljóst er að þetta er ekki nákvæmlega tæknilega framkvæmanlegt svona þar er
sumir viðskiptavinir LB eru nú þegar búnir að taka út sitt fé osfrv, en hugmyndafræðilega er þetta
hægt. Það kæmi þá einhverskonar bakreikningur til Landsbankans eða ríkisins eftir því hvernig vinnst úr þrotabúi bankans. Þessi bakreikningur yrði viðráðanlegur fyrir Íslenska hagkerfið og sanngjarn. Málinu yrði þá lokið og engar risavaxnar skuldbindingar lagðar á Íslendinga til langrar framtíðar.


Ég vil sjá að það verði stofnuð hreyfing fólks hér á Islandi sem mun neita að borga skuldir sem það
ber enga ábyrgð á. Að það verði ljóst íslensku þjóðinni hvernig uppgjör þessa fjármálaævintýris
fárra einstaklinga lýtur út og að málalok hljóti samþykki þjóðarinnar.

Svo virðist sem núverandi stjórnmálaflokkar eru óhæfir til að vinna þetta verk, þeir eru of uppteknir
af egin hagsmunum. Eitthvað annað afl þarf hreinlega að taka við.


Áfram Ísland.

Bjarni Hafsteinsson

Bjarni Þór Hafsteinsson, 15.11.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband