Leita í fréttum mbl.is

Tökum upp dollarann núna strax !

Ekki bíða, skiptið út krónunni strax, segir forstöðumaður Centre for European Policy Studies í Brussel... Varar einnig við lántökum ...

 

"Ég er algjörlega sammála meginrökum greinarinnar," segir Daniel Gros um grein þeirra Heiðars Más Guðjónssonar og Ársæls Valfells sem birtist í Fréttablaðinu  laugardaginn 8. nóv. Þar lögðu þeir til að í stað þess að taka sex milljarða króna lán verði gjaldeyrisforði Íslendinga notaður til að taka einhliða upp aðra mynt sem lögmynt hér á landi.
Eyðum ekki tíma í að þvarga við Evrópubandalagið sem er í kúgunarbandalaginu með Hollendingum , Bretum, Luxurum  og Þjóðverjum. Semjum við Bandaríkin strax og tökum upp dollarann með þeirra samkomulagi eins og fleiri  hafa gert. Þetta er rétt sem strákarnir Ársæll og Heiðar segja. Það er tómt brjálæði að fara að skuldsetja þjóðina til frambúðar til að púkka upp á "verkfalla-og gengisfellingakrónuna"  okkar ef annað  er hægt.
Þá er verðum við líka að fara að hegða okkur eins og siðuð þjóð í framtíðinni þegar kemur að alvarlegum hlutum eins og  "kjaramálum ", íslenzkum einokunarmafíum osfrv.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ein spurning hvað gerum við þegar kaupið er of hátt ?

og viðskiðtahallin er skakkur ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.11.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

"viðskipta"

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.11.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú er að duga eða drepast. Kominn er tími til að vinna hratt og vel. Nú virðist sem ákvörðun IMF hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Hugsanlega er það okkar happ.

Ég vil benda á ábendingar Lilju Mósesdóttur hagfræðings  og prófessors þar sem hún varar eindregið við kröfum IMF, og þá sérstaklega um háa stýrivexti sem gera ekkert annað en drepa fyrirtæki og skaða almenning.

Sjá Markaðinn í dag hér"Fleiri leiðir kunna að vera til" Lilja gerir ekki ráð fyrir aðstoð IMF í tillögum sínum.  Hún kemur með praktískar lausnir sem virðast miklu skynsamlegri en lausnir IMF.

Lilja hefur lagt fram áætlun í 7 liðum:

1. Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuldsetninguna.

2. 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar.

3. Viðvarandi halli á ríkissjóði til að takast á við atvinnuleysið og aukið félagslegt misrétti.

4. Lánalenging fyrir heimilin til að koma í veg fyrir gjaldþrot og landflótta.

5. Hagstjórn sem miðar að því að tryggja efnahagslega velferðar í gegnum atvinnuskapandi aðgerðir.

6. Dreifðara eignarhald fyrirtækja til að tryggja langtíma stöðugleika og atvinnu.

7. Aukið eftirlit með bönkum og fyrirtækjum til að fyrirbyggja fáræði og aðra efnahagskrísu.

Ég legg til að ríkisstjórnin kalli nú þegar á skynsamt fólk til skrafs og ráðagerða, þar með talið Lilju, Ársæl og Heiðar. Og svo alla hina sem hafa talað og skrifað af skynsemi. 

Það þarf að vinna hratt og vel næstu daga.

Ágúst H Bjarnason, 12.11.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég sá eitt sinn línurit um efnahagssveiflur ýmissa land síðustu áratugi

Í USA voru sveiflur svipaðar og á íslandi og á sama tíma en sveiflur en evru landanna allt aðrar svo skrýtið sem það nú er.

ef við neyðumst til að skipta um gjaldeyri þá held ég að dollar væri vænlegri.

Sonur minn er í verkfræðinámi í Þýskalandi og þar efast menn um að evran standi þessa kreppu af sér. þeir tala um að þýskar evrur verði verðmeiri en Ítalskar eða Spánskar en það er hægt að þekkja seðlana í sundur, hver þjóð er með sitt merki á henni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Fyrir leikmann eins og mig hljóma þessar tillögur hennar Lilju Mósesdóttur ótrúlega greindarlega. Þessar tillögur hennar + einhliða upptaka evru + áframhaldandi öflug atvinnuuppbygging = við munum koma okkur hratt og örugglega út úr þessari kreppu.

Hvað varðar það að taka upp dollar þá er sá tími liðinn að það sé pólitískt raunhæft að ræða það af alvöru. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vill að reynt verði að ná viðunandi samningum um inngöngu í ESB og upptöku evru. Ljóst er að annað hvort höldum við áfram með krónuna eða tökum upp evru. Eftir þessi ofsalegu áföll og þá brotsjói sem enn bilja yfir okkur þá vill meirihluti þjóðarinnar skrýða í öryggt skjól. Lái því þessu fólki hver sem vill.

Umræður um dollar, norska krónu eða svissneskan franka á þessum tímapunkti er eingöngu til að drepa umræðunni á dreif. Sú umræða er tilgangslaus í dag ástæðulaust að eyða í hana frekari tíma.

Hvað varðar "þýskar" eða "ítalskar" evrur þá þarf hreinlega að loka Seðlabanka Evrópu til þess að slíkar hrakspár geti orðið verði að veruleika. Honum verðu ekki lokað nema aðildarþjóðirnar ákveði að hætt með evru sem sameiginlegan gjaldmiðil.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Það er að ýmsu að huga í þessu sambandi. Við upptöku Dollars á Íslandi svaraði hinn hagfróði Gunnar Rögnvaldsson í bloggfærslu sinni  Það þarf að bjarga evrusvæðinu fyrst á þennan hátt : 

Afstaða mín er mjög svipuð Haraldur. Það þarf ennþá að hafa stjórn á verðbólgu. Núna eru stýrivextir 2% í Bandaríkjunum og verðbólga 15% á Íslandi. Hvað ætla menn að gera í því? Án stýrivaxtavopnsins þarf ríkissjóður Íslands í staðinn að stíga harkalega á bremsurnar og setja upp gaddavíra í hagkerfinu. Skera niður heilbrigðiskerfið, skera niður menntamál og velferð. Setja álögur á næstum hvað sem er til að stoppa neyslu og fjárfestingar. Til dæmis með því að hækka skatta og álögur á nánast hvað sem er. Þar að auki væri Ísland sennilega gjaldþrota núna því ríkissjóður stæði þá sennilega í ábyrgð fyrir mistökum og glæframennsku íslenskra bankamanna sökum þrýstings að utan.

Þó svo að það séu timburmenn núna þá þurfa Íslendingar að halda sig frá flöskunni í framtíðinni. Það þýðir ekkert að skipta um áfengistegund og fá aðra til að halda á flöskunni fyrir sig. Þess utan þá hefur Ísland einu sinni verið nýlenda og því ætti Ísland að sækjast eftir því aftur?

Tvö orð: rugl og afneitun. Ætlar aldrei að renna af þessu fólki?

Ef Ísland ætlar að taka upp dollar þá þurfa þeir að ganga í Bandaríkin fyrst til að geta notið afls og kosta seðlabanka Bandaríkjanna og sameiginlegra fjárlaga sambandsríkjanna og sem eru margfalt margfalt margfalt stærri og öflugari en það sem Evrópusambandið hefur að bjóða uppá.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2008 kl. 13:42

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.11.2008 kl. 01:37

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það sem er verst er að ríkisstjórnin hefur ekkert plan B en plan A á þeim bænum er að taka lán sem ekki fæst.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 10:13

8 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Krónan er ekki sökudólgurinn og það verður ekki vandi að nota hana ef við högum okkur eins á að gera

Það sem sprengdi krónuna voru gengdarlausa erlendar lántökur og þegar það var ekki hægt lengur að taka lán í erlendri mynt til að endurfjármagna afborganir þá dugði gjaldeyririnn af útflutningi ekki til og krónan hrundi vegna eftirspurnar eftir gjaldeyri

Nú er sá þrýstingur farinn og kemur ekki aftur í bráð

Árinni kennir illur ræðar

Drögum andann djúpt,  skaðinn er skeður og þó að ástandið sé slæmt verður það krónan sem hjálpar okkur út úr vandanum 

Setjum krónuna á flot sem fyrst en það er ekki hægt fyrr en millifærslukerfið opnast en ég veit að útflytjendur eiga stórar upphæðir í erlendum ávísunum sem virðist ekki vera hægt að innleysa

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar kaupið er of hátt verða viðkomandi aðilar að semja um kauplækkun.

Varsjóðir í dollurum myndu að sjálfsögðu  draga úr sveiflum.

Heilbrigðir rekstra- og viðskiptahættir þyrftu að sjásögðu að fylgja.

Júlíus Björnsson, 6.12.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband