Leita í fréttum mbl.is

Áfram með dollarann !

Það er að aukast umræðan um að taka upp aðra mynt en krónuna. Og það eru æ fleiri sem trúa ekki á ónýta evruna sem hríðfellur gagnvart dollar. Og trúa heldur ekki á það að ESB bara meiki það í gegnum krísuna. 

Ég held að við gætum alveg spurt Kanann hvort við megum taka upp dollar í samvinnu við þá og hvort þeir ekki hjálpi okkur fúslega til þess. Að því fengnu göngum við tafarlaust úr EES og afnemum allar tengingar við ESB í íslenzkum lögum. Verðum sjálfstætt ríki aftur í skjóli USA eins og var í stríðinu.  Ég held að það  sé  hægt að taka upp dollar án þess að ganga í Bandaríkin. En okkur víst sárvantar þetta lán frá IMF

Ég held að þetta ESB sé að liðast í sundur. Þetta er svo sundurlaust og ósamstætt bandalag fyrrum hatursmanna og óvina, að það er vonlaust að þeir geti lafað svona saman á einum gjaldmiðli. Og svo pólitískt steingelt er þetta bandalag, að það þurfti að sækja Kanann til þess að stilla til friðar  í Bosníu í bakgarðinum hjá  ESB.  Kaninn á nefnilega eina þjóð á bak við eitt flagg sem gildir. Evrópa á 27 þjóðir bak við 27 máttlaus flögg og handónýt þegar til stykkisins kemur.

Og ég held að Þjóðverjar muni sprengja Evrópubandalagið í andlitið á  þremur íslenzkum Samfylkingum, sem eru bara annarsvegar bara kratar og hinsvegar kýr, kindur og kratar og svo hugsanlega helmingurinn af gamla Sjálfstæðisflokknum eftir landsfundinn í janúar.

Ég hef hinsvegar engar áhyggjur af því að íslenzkir kjósendur muni nokkru sinni þurfa að greiða atkvæði um Evrópubullið, það verður farið á hausinn áður. Og svo  getum við aldrei uppfyllt Mastricht skilyrðin heldur.

Þegar  kemur aftur krísa  næst-,  þegar þessi er búin og næsta góðæri líka-,  þá getum við alveg gefið út innlenda krónu aftur í neyð.  Alveg eins og Leipzig gaf út postulínspeninga í krassinu  eftir fyrra stríð og flest ríki Þýzkalands önnur gerðu slíkt hið sama. Ég hef séð leðurpeninga frá þessum tíma og held ég trépeninga líka, brauðpeninga frá bökurum og fleiri gerðir. Við í steypubransanum  gáfum  einu sinni út steypukrónur, sem menn keyptu svo grimmt fyrir íslenzkar krónur án nokkurra trygginga nema kvittunarinnar um inneign frá okkur, að við urðum  hræddir  sjálfir  og vísaðum  mönnum í haugum frá.Enda gamaldags uppaldir og ekki Hannesaðir. Þeir hefðu nú ekki hætt svo glatt útrásarvíkingarnir nú til dags. 

Þjóðverjar notuðu til dæmis sígarettur sem peninga í tvö ár eftir stríðið. Pabbi minn sagðist hafa borgað tveimur gömlum mönnum sem báru koffortin hans frá höfninni uppá Reichshof 1947, þrælaburður fyrir gamlingja,  5 sigarettur hvorum. Þeir  vildu helst kyssa hann fyrir svo glaðir urðu þeir. Þegar hann sagði þýzkum viðskiptafélögum frá þessu urðu þeir alveg trítilbrjálaðir og ásökuðu hann um að ætla að kollvarpa efnahag hins unga fjórða ríkis sem var í fæðingu. Hámarkið væri 1 sígaretta fyrir þessa þjónustu. Hitt væri tilræði við ríkið, " Landesverrat" - ávísun á launaskrið og verðbólgu og voru svo vondir að hann varð skíthræddur að hann væri búinn að fyrirgera öllum bísness sínum. Þessu gleymdi hann aldrei.

Kannske eigum við eftir að upplifa svona hræðilega tíma sjálf. En vonum að svo verði ekki og þetta él birti upp um síðir þó ekki sé útlitið beinlínis glæsilegt í heiminum.

Og Geir minn Haarde. Blessaður taktu aukamilljarðinn líka. Það veitir ekkert að því ef þeir vilja taka jöklabréfin út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband