Leita í fréttum mbl.is

Niðurskurður Framsóknar.

29.11.2008 skrifaði ég þessar línur :

"Hvenær er næsta virkjun og stóriðja möguleg ?  Af hverju er undirbúningurinn svona skammt kominn ?  Ætlum við að friða þorskinn og síldina við þessar aðstæður  og horfa á útflytjendur ráðstafa gjaldeyrinum framhjá landinu í von um gengisfellingu ?  Meiri kvóta strax til smáplássanna í kringum landið þar sem fáir róa á hverju skipi.   

Mér finnst staðan svo alvarleg að það þýði ekki að halda áfram að blaðra almennt  um ríkidæmi þjóðarinnar,   mannauðinn og mannkostina  . Fasteignir étur maður ekki  við  sulti.  Og mannauðurinn bara fer úr landi og eftir verða bara þeir aumustu þó mannkostamenn séu kannski taldir,  eins og gamalmennin okkar, öryrkjar og minnihlutahópar.   

Er það þetta sem við bíðum núna eftir Íslendingar ? Bíðum við hungurdauðans eða ætlum við að berjast ?

Þó að við sjáum ekki okkar  Roosewelt núna, þá vantar okkur  New Deal ! Stefna Hoovers gengur ekki við þessar aðstæður.   Lífeyrissjóðirnir okkar verða að kaupa ríkistryggð skuldabréf sveitarfélaga og ríkissjóðs. Þetta eru stríðsskuldabréf þjóðar í umsátri.  Það er stríð.

 Peningar verða að renna til mannfrekra framkvæmda í byggingariðnaði til að koma fólkinu af götunum. Ekki eyða í  vélavinnu,  jarðgangnagerð eða vegagerð.  Það er þjóðarvá fyrir dyrum ef við getum ekki startað efnahagsvélinni með eftirspurn eftir iðnaðarmönnum og verkamönnum.   Við erum annars bara að drepast sem þjóð .   Það mega allir reyna að sjá sem vilja sjá.

Það er enginn huggun í því að aðrir séu að drepast í löndunum í kringum okkur. Við verðum að bjarga okkar þjóð fyrst. Svo hinum. Reynum að duga frekar en að drepast "

Ástandið hefur snarversnað síðan þetta var. Við þessar aðstæður talar formaður Framsóknarflokksins um það ,að það verði að skera niður.  Og hann ræður eins og einn ágætur vöðvi í niðurskurði (niðurgangi) . Ekkert mun gerast hjá þessari kyndugustu  stjórn lýðveldisins nema hann segi til. Formaður Framsóknarflokksins ræður örlögum þjóðarinnar. En hann ætlar að láta hina spila út áður en hann segir stopp ! Hann sýnir ekki spilin sín. Kannske veit hann bara heldur ekki neitt frekar en nýju ráðherrarnir.

Hvað þýðir  niðurskurður við þessar aðstæður ?  Hvað þýða áfram óbreyttir stýrivextir ? Hvað þýðir stóraukið atvinnuleysi ? 14000 manns atvinnulausir núþegar og snarfjölgar. Verða hér risin neyðarskýli með súpugjöfum í maí ? Er það þess vegna  sem  Framsókn vill kjósa sem fyrst,  því þeir óttast að þeir verði líklegri  til að klúðra málunum þess lengur sem stjórnin lifir.

Við verðum að reyna að fá Ísfólkið (Icesave) til að kaupa af okkur ríkisskuldabréf til lengri tíma með góðum vöxtum. Og Jöklarana líka.  Við megum ekki þurfa að missa fé úr landi. Við megum ekki skera meira niður í ár né á því næsta þó að við megum auðvitað hagræða. Við megum ekki hækka skatta á lágmarkslaunum.  Við verðum að styrkja gjaldmiðilinn gagnvart öðrum.  Það gerist auðvitað um leið og innflutningurinn snarminnkar og þá mun verðbólgan ganga niður. Það er raunhæfasta kjarabótin fyrir alla. En minnki innflutningurinn áfram er líka hungrið á næsta leiti. Hvert leiðir það ?

Vöruskipti , fiskur-olía, fiskur-korn, fiskur-bílar,  allt eins og í gamla daga hjá vinstri stjórnunum þá. Allt til að hreyfa hlutina. Hjalmar Schacht kunni slíkar startaraaðgerðir sem vert væri að rifja upp.   

Við eigum að sameina alla þessa ríkisblanka(blankur banki = blanki) í einn, það er yfirdrifið af hafa bara eitt eintak af þessum vesalingum.   Við verðum að eyða til að skapa  störf fyrir fólkið.  Lífeyrissjóðir verða að kaupa stríðskuldabréf til 5 ára af ríki og bæjum í einhverjum mæli. Ekki til að grafa göng eða leggja götur heldur til  útlána til viðhalds mannvirkja og gjaldeyrisskapandi verkefna eins og aukinnar ferðamannaþjónustu.  Snardraga saman í utanríkisþjónustunni og kyrrsetja forsetann á Bessastöðum, hann á ekkert erindi úr landi við þessar aðstæður. Rjúfa einokun Baugs á prentmiðlun og skoðanamyndun í landinu þó að það sé nú  ekki áhlaupaverk.

Ekkert hefur gerst síðan í nóvember til að bæta ástandið. Hvað gerist þá á næstu þremur mánuðum ?  Grímuklæddir mótmælendur hoppa þess meira í kringum eldana sína sem þeir hafa minna fyrir stafni. Þeir myndu miklu heldur vilja vera við einhver störf. Auðvitað er fólkið reitt. Það hefur verið rænt og svikið. En reiðin ein sefar ekki hungrið sem við getur blasað.  

Er ekki betra að reyna að afstýra því verra meðan hægt er ? Það verður erfiðara eftir því sem tíminn líður og ástandið versnar. Þessi nýja stjórn  mun akkúrat ekkert gera nema blaðra og blaðra. Alveg eins og vinstristjórnir gera í besta tilfelli. Venjulega vinna þær beint tjón ef þær gera eitthvað.  

Þessvegna verða samtök atvinnulífsins að láta í sér heyra. Já,  allir sem einhver ráð kunna. 

Ekki bara drepast úr niðurskurði að hætti Framsóknar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir góðan pistil frændi.  Ég bloggaði eitthvað svipað og þú í lok nóvember.

Gaman að sjá þig á forsíðu Moggans áðan

Ágúst H Bjarnason, 29.1.2009 kl. 22:45

2 identicon

Flott hjá þér Halldór að hvetja fólk til aðgerða.  Fara af stað og leita að nýjum tækifærum  í stað þess að sitja og leita að því sem var frá því tekið.  Okkur tekst ekki að byggja upp betra land með því að bölsótast endalaust yfir orðnum hlut.

Sláum á brjóst okkar á hverjum morgni og þökkum guði fyrir að gefa okkur tækifæri til þess að takast á við það sem dagurinn ber í skauti sér.

Guðrún Atladóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Framkvæmavaldið til þjóðarinnar. Burt með sósíalinn. Niður með skattanna. Upp með lögin og stjórnarskránna. Stétt með stétt. Ein lög fyrir alla burt með kjaradóm hinna 700.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ágætur pistill að vanda hjá þér Halldór. Það er sjálfsagt að sinna viðhaldsvinnu í byggingariðnaði, en tæpast vit í að byggja nýtt því nóg er til af húsnæði að sinni. Ég hef verið að stinga upp á því að gera upp eyðibýli sem myndu nýtast í ferðaþjónustu og þá einkum til að laða hingað erlenda ferðamenn til skemmri og vonandi lengri dvalar; fjölskyldufólk sem dveldi kannski í nokkrar vikur á landinu. Þetta gæti skapað bæði störf í byggingariðnaði og svo til framtíðar í ferðaþjónustu og tengdum greinum.

Og svo er náttúrlega brýnt að breyta tónlistarhúsinu í 5 stjörnu fangelsi fyrir væntanlega "útrásarfanga" þar sem þeir greiða fyrir þægilega dvöl úr digrum sjóðum á Jófrúreyjum og öðrum skattaparadísum og hafa í staðinn gott útsýni til Seðlabanka, Stjórnarráðs og annarra stofnana sem þeir komu fyrir kattarnef, auk þess sem þeir hefðu útsýni til hafnarinnar og gamlir kvótakarlar gætu fylgst með sjómönnum draga björg í bú. Spurning hvort í þessum hópi séu iðnaðarmenn svo sem smiðir og (frí-)múrarar sem gætu dundað sér við að ljúka byggingu tónlistarhússins, þannig að það yrði tilbúið við útskrift þeirra eftir svo sem 10 - 15 ár..... eða kannski eru þessir ágætu útrásarvíkingar ekki til neins nýtir þegar öllu er á botninn hvolft. En það mætti láta á það reyna!

Ómar Bjarki Smárason, 31.1.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband