Leita í fréttum mbl.is

Stefnumál Framsóknar ?

Ég fylgdist nú vel með samskiptum Alfreðs Þorsteinssonar og Ingibjargar Sólrúnar í R-listanum sáluga. Ég gat nú aldrei lesið annað útúr því en samstarfið byggðist helst á því hversu mikið Framsóknarmenn fengju í sinn hlut. Ginið á þeim  stóð uppglennt og Ingibjörg fleygði þjósunum stöðugt uppí þá  eins og þeir gera í sædýrasafninu við sæljónin. Ævintýrin með Tetra-Línu, Línu -Net´, risarækjuna og hvað þetta nú allt hét var nú skemmtilegt. Þó að örfáir milljarðar  hafi verið ómerkilegir  hjá Kaupþingsbraskinu síðarmeira.

Ég get ekki varist þeirri hugsun að hikið á Sigmundi Davíð sé stafi ekki af miklu öðru en þessu sama. Bara spurning hversu mikið hann fær í sinn hlut. Þannig hefur  Framsóknarflokkurinn  yfirleitt komið mér fyrir sjónir og sú skoðun mín hefur varla breyst mikið við framvindu síðustu daga. Helsta hugsjón Framsóknarflokksins er Framsóknarflokkurinn sjálfur og hefur verið svo í þau ellefuhundruðár sem hann hefur lifað á þjóðinni.

Annars er mér slétt sama hvað þessi stjórn gerir eða gerir ekki. Hún er bara brandari sem engu máli skiptir, hvorki fyrir mig eða þig. Allt gamalt og þreytt lið með gamlar klisjur. Það vantar Austurvallarindíánana með eldmóðinn  og pottlokin. En þeir koma inn næst með nýjum kvennalista. Það verður nú aldeilis fjör á skútunni þá, þegar verða fimm formennirnir á  eins og kallinn sagði.

Mér finnst nú allt í lagi að íhaldið athugi við þessi tímamót hvort þeir geti ekki boðið bara betur en Jóhanna og Skallagrímur. Ég held að þetta sé bara spurning um verð hjá Framsókn eins og fyrri daginn.

Það eru hinsvegar miklu meiri alvörutímar framundan en svo, að það taki því að æsa sig upp yfir þessum stjórnarmyndunarfarsa eins og hann skipti einhverju máli.

Hvað ætlum við að gera við tuttuguþúsund atvinnuleysingja ?

Framsóknarflokkurinn ætti að opinbera sín stefnumál í því máli þó hann vilji ekki sýna önnur spil.Kannske hefur hann bara engin önnur spil ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Halldór

Ef að þú vilt forvitnast um stefnumál Framsóknar þá liggja þau frammi á Framsókn.is. Þar muntu sjá mörg stefnumál sem einmitt minna á New Deal að hætti Roosevelts.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.1.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

20.000 er það ekki of gott til að vera satt. Ef rétt er að samdrátturinn verði um 10% á ári næstu 4 árin þá er verið að tala um 34% samdrátt. Ef heildarneysla þjóðarinnar er í samræmi má þá ekki gera ráð fyrir 30% atvinnuleysi. Mér finnst við eigum að samgleðjast með öll því fólki sem getur fengið störf í nágranalöndunum og sízt í Noregi. Allt hjálpar. USA getur því miður ekki hjálpað steingeldri Evrópu í þessar mestu heimskreppu síðari tíma. Það vita allir að Evrópa borgar minnst og þegar við losnuðum síðast úr viðskiptafjötrum Evrópu þá óx innflutningur frá USA og Íslendingar nutu þess í hærri lífsgæðum allra stétta, af hófsemi þó. Síðustu 33 ár hafa sannanlega verið ESB og hugmyndafræði alþjóða sósíal-Demókrata til þorp og sveita hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg. Fólk verður nú heldur ekki lengur lögráða fyrr en um 18 ár. Þá höfuð nú margir af þinn kynslóð reist sér þak yfir höfuðið. Hvernig datt Seðlabankanum í hug að lofa IMF að í ljósi reynslunnar myndum við vera fljót að rétta úr kútnum á hefðbundnum atvinnugreinum. 

Framkvæmda stjórn í öllum greinum gerir alltaf kröfur um hæfi. Sér í lagi á krepputímum eða stríðstímum.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 22:21

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ekki vantar stóryrðin hjá ykkur íhaldsmönnum í garð Framsóknar,stundum finnst manni þetta líkast ofsóknum.Auðvitað er þetta liður í valdabrölti ykkar að kenna um klíkuskap í Framsókn þótt þið hafið runnið algjörlega á rassinn í stjórn borgar og ríkis. Hvað sagði Geir á fundinum í vikunni á Grand hótel. Að efnahagsástandið væri ekki svo slæmt ! Vonandi eruð þið ekki allir svona veruleikafyrrtir. Þú hefur að vísu áhyggjur af atvinnuleysinu.20 000 manns ! veldur þér gamla steypukallinum þó áhyggjum !!

Sigurður Ingólfsson, 31.1.2009 kl. 11:18

4 identicon

Ekki vantar viðbrögðin frá sárum framsóknarmönnum. og enn á ný er framsóknarflokkurinn orðinn sá valdamesti í landinu. Þeim væri nær að gera upp fortíðina, losa sig við viðhengi líkt og Ólaf í samskip, Finn Ingólfs og fleiri. Þeim er rétt lýst, "með ginið opið" líkt og í dýragarði, bara við Austurvöll, og "hugsjón framsóknarflokkssins er framsóknarflokkurinn" eða hvað ÞEIR fá fyrir sinn snúð eins og alltaf. Alla tíð, hafa þeir lifað á því sem þeir geta látið aðra borga fyrir sig. Í framsóknarflokknum í dag eru sömu valdagráðugu  eiginhagsmunaseggirnir frá tímum Hriflu Jónasar, bara með nýjum nöfnum. Sumir segja að breyta ætti nafni flokksins í "Kögun hf"

Og ef mig minnir rétt starfaði eiginFRAMAsóknarflokkurinn mestann tíma í ríkistjórn með Sjálstæðisflokknum. Þeir eiga drjúgann þátt í því sem einhver kallar að renna á rassinn með.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er ekki komið nóg af óútfylltum skuldabréfum, úr skúffufyrirtækjum útrásarvíkinganna.  Fyrirtækjum sem íhaldið mærði í hástert allt fram á síðasta haust, og jafnvel enn í einstaka tilfellum.

Hvaða taugaveiklun er í gangi?  Er ekki rétt að skoða hlutina aðeins?  Hvað eru einn eða tveir dagar í vinnu miðað við 106 daga aðgerðaleysi íhaldsins, frá hruninu mikla.

Benedikt V. Warén, 31.1.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: djonny

Já  það er fátt nýtt undir sólinni þegar kemur að pólitíkinni.  Nú er verið að mynda ríkisstjórn "Davíðs Oddsonar" þar sem hún virðist í raun vera mynduð í kringum hatur vinstri manna á honum, ekki eru sjáanleg nein málefni sem hún snýst um umfram þær aðgerðir sem þegar hafa verið settar í gang.. 

Sérstaklega er það athyglisvert að sjá aðkomu framsóknarmanna að því máli.  Flokkur sem hefur setið lengur í ríkisstjórn í sögu lýðveldisins en nokkur annar, flokkur sem hefur frekar en nokkur annar verið uppvís af spillingu og eiginhagsmunagæslu og nú boðar þessi sami flokkur siðbót í íslenskum stjórnmálum.  Þetta er nú eiginlega of mikið grín til að hægt sé að taka mark á þessu.  Það mætti líkja þessu við öldung sem fór í andlitslyftingu (Sigmundur nýr formaður) á meðan öll innylfin eru eins og hálfrotin  (restin af flokknum)

Auðvitað er það morgunljóst að það þarf að koma til nýtt hugarfar hjá okkur öllum.  Við verðum að taka ábyrgð á gerðum okkar og ekki tala sífellt um það allt sé kerfinu að kenna og að við þurfum nýja stjórnarskrá.  Með því erum við að segja í raun að við berum enga ábyrgð á því sem gerðist, kerfið hafi tekið af okkur völdin og við leiksoppar þess.  Bandaríkjamenn láta sér duga 200 ára gamla stjórnarskrá, okkur finnst okkar ekki nógu góð þó hún sé rétt hálfrar aldar gömul.  Er forgangsröðun okkar í lagi ?

Það er með ólíkindum að horfa á framsóknarmenn koma fram eins og þeir séu lausnarar þessa lands þó svo að þeir hafi fengið frí frá ríkisstjórn í tæp tvö ár.  Enn og aftur er þessi örflokkur komi í oddastöðu og heldur þessari þjóð í helgreip sinni.  Tala um aðgerðarleysi í 100 daga eftir hrun hjá fráfarandi stjórn, vitandi vits um annað. Svona er nú poppulisminn í hnotskurn, svo mikið er víst. 

djonny, 31.1.2009 kl. 14:50

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Geir talar fyrir sjálfa sig í umboði Sjálfstæðisflokks. Sá 34% samdrátt á heildarneyslu næstu 4 árum er kannski  slæmt ástand að hans mati.

Framsókn, VG og Fylkingin tali fyrir sig.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spá um 34% samdrátt eða 10% á ári.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband