9.2.2009 | 18:48
Davíð og 80 daga stjórnin.
Hér hefur verið mynduð 80 daga ríkisstjórn um, þá helstu viðbót við aðgerðaáætlun fyrri ríkisstjórnar, að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og fórna hinum bankastjórunum með. Þrátt fyrir gildandi lög um sjálfstæði Seðlabanka og 7 ára ráðningatíma bankastjóranna.
Davíð hleypur auðvitað ekki upp til handa og fóta við bréf forsætisráðherra, sem gerist óþolinmóðari með degi hverjum yfir því að gildandi lög verði brotin að hennar geðþótta. Hörður Torfason að blæs í lúðurinn á Austurvelli svo Davíð heyri nú hvað Hörður vill. Og stefnir svo Stormsveitum Steingríms til að gera hávaða við Seðlabankann.
Trúir fólk því fólk virkilega að brottför Davíðs úr Seðlabankanum sé brýnasta verkefnið sem við blasir og öllu skiptir í kreppunni ? Svona sambærilega þýðingamikið fyrir byltinguna og aftaka Maríu Antoinette og Lúðvíks 16. var á sínum tíma í Frakklandi ? Ef aðeins Davíð hverfur af vettvangi þá hljóti að vera hægt að bæta ástandið svo um munar ?
Hvaða kanínur í hatti munu finnast í Seðlabankanum þegar nýr bankastjóri sest í stólinn ? Hvaða brögðum verður beitt til að reka 3 félausa ríkisbanka til örvunar fyrir atvinnulífið ? Það er eins gott að eitthvað verði komið í lag þegar á að kjósa um þjóðmálin í endaðan apríl.
Hvernig ætlum við Íslendingar að komast af ? Hvernig getum við borgað Icesave og öll jöklabréfin ? Hefur enginn áhuga á því ? Er persóna Davíðs svona mikilvægari en allt annað ? Sér fólk ekki skóginn fyrir trjánum ?
Mér finnst þetta hreint ekkert sniðugt allt saman. Og hef ekki trú á að þessir atburðir marki nein tímamót. Lýðræðið er ekki sama og skrílræði í mínum huga með allri virðingu fyrir pottum og pönnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Menn nota bersýnilega tímann vel. Þessi stjórn mun komast á blöð sögunnar sem versti farsinn í þeirri kreppu sem dundi á þjóðinni 2008.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.2.2009 kl. 22:23
Ríkisstjórn á hverjum tima getur auðvitað talað fyrir og breytt lögum með leyfi Alþingis. Þar á meðal lögum um Seðlabanka
En þessi aðferðafræði á þessum hinsegin dögum er út í hött. Þetta er nákvæmlega eins og þú lýsir Halldór. Lýðurinn biður um aftöku strax, en veit ekki alveg hvers vegna strax.
Hættan er auðvitað sú að þessi lög verði hrákasmíð í æðibunugangnum. En ný vönduð lagasetning um Seðlabanka eru alveg næg skilaboð út í heim um ný tök á erfiðum málum.
Fólk er skiljanlega reitt. En það er líka reitt vegna þess að enginn í pólitíkinni er enn farinn að marka nýja sýn. Hvorki við bráðavanda, né í uppbyggingu næst ára. Heldur skal fórna helst í gær þeim sem helst varaði við.
Til að hreinsa andrúmið hér og nú þarf uppá borðið hvað æðstu menn og konur nákvæmlega vissu og stungu undir stól.
P.Valdimar Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 11:28
Minn kæri vinur Halldór, ég er þér algerlega sammála. Nema, ég held að tími Davíðs sé að renna upp. Hann talar nefnilega ómengaða íslensku, enda listamaður af Guðs náð.
Fólkið skilur það sem Davíð segir.... en það bara jarmar þegar Hörður Torfa (sumir segja þúfa) fer með klisjurnar úr herbúðum Vinstri Grænna
Jóhanna Thorsteinson, 10.2.2009 kl. 14:00
Seðlabankinn á ekkert verðmætara en traustið. Núverandi Seðlabankastjórn hefur tapað trausti hér heima og það sem er sennilega enn mikilvægara hefur hún algerlega tapað trausti erlendis. Það á að blasa við öllum að nú verður hið fyrsta að endurvinna traust með nýrri yfirstjórn. Svo einfalt er það. Það leysir ekki öll okkur vandamál að losna við yfirstjórn Seðlabankans en það er forsenda mikilvægra samninga sem framundan eru við AGS og lánveitendur okkar.
Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Um leið og ríkisstjórn hefur sagt; það ríkir EKKI traust milli ríkisstjórnar og Seðlabanka, þá er yfirstjórn Seðlabanka ekki sætt lengur. Það hefur ekkert með lög um opinbera starfsmenn að gera og allt slíkt tal er að mínu mati hlálegt.
Magnús Karl Magnússon, 10.2.2009 kl. 18:00
Takk fyrir þetta öllsömul. Já traustið ? Það ríkir sosum ekki mikið traust milli mín og ríkisstjórnarinnar sem situr hér núna til einhverra daga sem leppstjórn Framsóknar eftir að hin gamla var hrakin burt með skrílslátum. Hver treystir hverjum ?
Mér finnst þetta allt með Davíð og óróaliðið þeirra Harðar Torfa og Sturlu lúðurþeytara við Seðlabankann vera farsi utan um ekki neitt. Kreppan dýpkar bara á meðan Davíð stríðir Jóhönnu. Hugsanlega heyrum við betur í honum Davíð fljótlega ?
Hinsvegar þarf að gera eitthvað sem fyrst. Mér líst vel á hann Mark Josefsson og það sem hann segir um endurreisn ríkisbankanna. Vona að það verði hlustað á hann. Kannski tekur hann við Seðlabankanum og þannig muni eitthvað traust fara að byggjast upp ?
En ég tel hættu á að það verði hrákasmíði á þessu öllu saman þar sem æðibunugangurinn er með þessum hætti.
Halldór Jónsson, 11.2.2009 kl. 21:31
Allar aðgerðir sem þessi ríkisstjórn er búin að boða, var búið að ákveða í þeirri fyrri.
Það er ekkert nýtt hjá þessari aulahjörð sem nú ríkir. Nema nú Á Davíð að fara ,,Thats It"
Þegar Ömmi kommi og Steini joð geta ekki öskrað sig hása í pontu á alþingi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda, og eru hinum megin við borðið núna kemur getuleysi þeirra sem stjórnmálamanna í ljós og þess hlýtur að verða minnst á kjördag.
Hvað skyldu þeir félagar vera búnir að vera lengi á þingi ?? 20 ár?!?!?!
Og er það þetta allt og sumt sem kemur úr kjötkötlum þeirra Ömma og steina eftir öll þeirra ár á þingi.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:44
Takk fyrir Pétur
Ögmundur er formaður í BSRB og nú heilbrigðisráðherra fyrir marga umbjóðendur sína í félaginu. Hann kom fyrst á þing 1995. Hann var góður fréttamaður í sjónvarpi á sinni tíð og er vel máli farinn.
Steingrímur var fyrst kosinn á þing 1983 og var landbúnaðar-og samgöngumálaáðherra í vinstri stjórn 1988. Ég vildi að ég ætti krónu fyrir hvert orð sem hann hefur sagt í ræðustóli síðan þá sá ágæti maður.Einn besti ræðumaður þingsins ( NB. leikrænt og tjáningarlega !) að mínu viti
Það er ekki seinna vænna en að þessir tveir fái að njóta sín sem ráðherrar, hversu lengi sem það nú verður.
Halldór Jónsson, 12.2.2009 kl. 22:16
Ákvarðanir Davíðs hafa orðið mjög afdrifaríkar fyrir okkur Íslendinga, nú síðast þegar hann stendur fyrir hæstu stýrivöxtum í allri Evrópu. Með þessum óhóflega háu stýrivöxtum jók hann vandann af Icesafe reikningunum og jöklabréfunum.
Það er því mjög skiljanlegt að núverandi ríkisstjórn vilji koma Davíð frá völdum. Hann er með þessum háu stýrivöxtum að ganga mjög að fjárhag fyrirtækja og einstaklinga. Eigið fé fyrirtækja er víðast hvar horfið.
Þegar Ólafslögin voru lögsett 1979 var það viðurkennd aðferðafræði að þegar verðbólga fór niður þá væri ástæða að hækka vexti. Hins vegar þegar dýrtíðinnjókst, þá lækkuðu raunvextir. Nú er svo komið að hvort magnar hvort annað, dýrtíðin og háu vextirnir.
Það er því nauðsynlegt að aftengja tímasprengjuna Davíð í Seðlabankanum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2009 kl. 13:36
Menn verða að skilja að stýrivextirnir eru ekki í höndum Davíðs, allavega ekki lengur,,, heldur AGS. brotthvarf Davíðs mun ekki lækka vextina
Þeir hjá AGS eru búnir að setja vaxtastefnuna sem var eitt af skilyrðum fyrir aðstoðinni, sem var neydd uppá okkur, með kúgunarvaldi ESB þjóðanna. "Vinaþjóða okkar" sem skilyrði fyrir öðrum lántökum.
Er hinsvegar sammála því að Dabbi eigi að fara, og vera farinn, bara vegna þess að ég er mótfallin ráðningum á uppgjafa pólitíkusum hverjum sem það eru í hvaða starf sem er í ríkisgeiranum.Því þeir hafa flestir sýnt að þeirra hugsjón er alltaf sú sama , Þeir sjálfir.
Hins vegar gagnrýni ég aðgerðir Jóhönnu, sem ætlað er að brjóta landslög um seðlabankann, bara vegna þess að hún hatar Dabba.
Ég hef hana grunaða að reyna að blekkja fólk vísvitandi og beina athygli þess frá því sem hún ræður ekki við, þ.e.s Vinna bug á efnahagsvandanum.!
Davíð er algert aukaatriði í því verkefni að bjarga efnhag heimilina og fyrirtækjanna sem róa lífróður um þessar mundir. En Samfó og vinstri fælnir (ákvarðannafælnir) eru ráðalausari en fyrri ríkisstjórn. Enda samanstendur samfó af mörgum flokksbrotum og jafnmörgum skoðunum sem koma engu í verk vegna ólíkra hagsmuna þeirra sjálfra innan samfó. Þar eru "umræðustjórnmál" að vinnu.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.