Leita í fréttum mbl.is

Bravó fyri Jóni Baldvin !

Ekki gat Jón Baldvin fært Sjálfstæðismönnum betri gjöf en þá að sundra Samfylkingunni með því að ráðast gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Þarna hafa menn jöfnuðinn í jafnaðarmönnum enn einu sinni fyrir augunum. Hann styður Jóhönnu til formanns segir hann núna. En forðum hrinti hann henni til  að stofna Þjóðvaka þegar eindrægninni lauk. Augnaráði  Jóhönnu þá til Jóns Baldvins  gleyma menn seint.    

Hinsvegar er  hann sjálfur nú samt besti kosturinn til formanns.   Þetta kemur mönnum kannske  ekki á óvart þar sem hafa  verið að hlusta á Jón undanfarið. Hann getur nefnilega ekki látið laust þar sem hann er jú ástríðupólitíkus að eigin sögn. Ef til vill getur hann enn hrifið einhverja með sér.

Áður voru vinstri flokkarnir búnir að tilkynna trúlofun sína eftir næstu kosningar, með eða án Framsóknar sem svaramanns. Nú fara væntanlega að renna á menn tvær grímur hvort þetta sé allt saman trúverðugt. Er þetta það sem búsáhaldamennirnir og Austurvallarindjánarnir stefndu að ? Nýtt Ísland ?

Venjulega hefur  fylgi   Sjálfstæðisflokksins risið eftir því  sem forystumenn vinstriaflanna tala meira. Stundum endurtekur sagan sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér, sagan endurtekur sig alltaf.

Bara að það endurtaki sig ekki árið 2008.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég er ekki sammála þessari greiningu. Það er komið gat í kosninga- og framboðsflóruna. Mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið á flot. Frjálslyndiflokkurinn er ekki lengur með þingmann í Reykjavíkurkjördæmunum eftir að Jón Magnússon hætti. Framsókn er að verða of sein með að skýra afdráttalaust frá því hvar formaðurinn setur sig niður. Þetta tómarum þarf að fylla upp. Það er sem sagt opinn markaður fyrir framboð. Þetta skynjar Jón Baldvin og hans félagar og vilja stinga sér í gatið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Auðvitað safnast Samfylkingin til feðra sinna og mæðra, Alþýðuflokks, Kvennalista og annarra kommúnista. Klofningurinn er að hefjast hægt en örugglega og mun koma æ betur í ljós á komandi vikum. Þjóðleikshúskjallarafundurinn hjá Sf, þar sem formaðurinn var tekinn af, er auðvitað til marks um að blóðsoltnar hýenur, sem engu skeyta um hagsmuni lands og þjóðar, hafa tekið flokkinn yfir. HInir betri og góðgjarnari munu því yfirgefa flokkinn. Ég spái betri niðurstöðu kosninga fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann hefur séð um langt árabil í næstu kosningum; gæli við 40%. Býður einhver betur?

Gústaf Níelsson, 16.2.2009 kl. 21:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir allir.

Nei Pétur,  það eru ekki til peningar til að endurtaka 2008.  

Ég held nú frekar, Þorsteinn,  að Jón Baldvin stingi sér ofan í svarthol sem er annað en tómarúm. Það er óliklegt að það skili neinu aftur til baka.

Og ég tek undir með þér Gústaf að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að koma á óvart þegar rennur upp fyrir mönnum hin sanna ójafnaðarmennska í jafnaðarmannaflokknum, sem hefur alltaf verið höfuðeinkenni jafnaðarmanna.

Halldór Jónsson, 16.2.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband