11.4.2009 | 12:32
Að gera út í pólitík !
er ekkert áhlaupaverk. Það þarf kássu af peningum til að borga útgáfustarfsemi, auglýsingar, bíla,síma, húsaleigu, mat handa sjálfboðaliðum. Allt kostar ógrynni fjár. Þrátt fyrir styrkjasöfnun, sem allir flokkar reka í sínum fjármálaráðum, þá skulda flokkarnir hálfan milljarð. Hvernig í veröldinni ætla þeir að borga það ? Hvernig ætlar frjálslyndi flokkurinn að borga sínar skuldir eftir að hann er dauður ? Eða Íslandshreyfingin ? Samfylkingin hlýtur að geta hrifsað til sín hundraðmilljónir með stjórnarsetu þó að íhaldið hafi ekki getað það.
Sjálfstæðisflokkurinn er á hausnum. Hvernig ætlar hann að endurgreiða eitruðu peningana frá glæpamönnunum í FL Group og Landsbankanum ? Ekkert annað en landssöfnun meðal flokksmanna getur bjargað flokknum frá gjaldþroti.
Mér fannst eitt það vitlausasta, sem nokkurntíman hefur verið gert í pólitík að skylda stjórnmálaflokka til að leggja fram bókhald. Rekstur þeirra á að lúta sömu lögmálum og saumaklúbba. Þetta eru frjáls félagasamtök sem starfa í trúnaði við félagsmenn sína og styrktaraðila. Það var fáránlegt að láta undan öfundarkommunum, sem fengu glýju í augun yfir velgengni Sjálfstæðisflokksins.
Það er hinsvegar dómgreindarleysi hjá hvaða stjórnmálaflokki sem er, að þiggja peninga frá glæpamönnum. Hvort sem það væru eiturlyfjabarónar eða skipulögð þjófasamfélög eins og Mafían eða íslenzkir bankaræningjar. Það eru til eitruð peð sem stjórnmálamaður getur ekki þegið. Drullusokkar sem enginn heiðvirður maður getur komið nálægt.
Dómgreindarleysi í fjárhagslegri neyð getur þó auðveldlega villt mönnum sýn. Þessir menn gera mistök, þó þeim gangi ekkert annað til en að hjálpa flokki sínum. En þá rísa kommarnir upp og heimta blóð þessara manna. Drepum Guðlaug Þór af því að hann hafði milligöngu. Hengjum Geir Hilmar fyrir að hafa borið ábyrgð. Axlið ábyrgð, axlið ábyrgð. Allir hinir en ekki ég.
Ekki áfellast glæpamennina sem reyndu að kaupa sér velvild ? Eða þá bara voru að leggja gildrur fyrir sakleysingjana til að klekkja á þeim síðar ? Ef þú þiggur eitthvað hjá Guðföðurnum ertu háður honum uppfrá því. Það ætti öllum að vera ljóst. Máltækið segir : Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert. Allar gjafir þiggja laun er líka sagt.
Nú er kosningar. Allt hýenugengið í fjölmiðlunum, neðan frá Reyni Traustasyni og uppúr, argar og gargar á blóð. Málefnaumræðan er dauð. Það liggur við að fólk krefjist þess að Sjálfstæðisflokkurinn dragi framboðslista sína til baka af því að einhverjir menn hafa sýnt dómgreindarleysi.
Sá yðar sem syndlaus er.....
En hvernig á að gera út í pólitík ? Án peninga ? Hvernig færu þá fram kosningar ? Auglýstir listar af nöfnum frá kjörstjórn, sem enginn vissi hvað táknuðu ? Engar auglýsingar, engar kynningar, engin starfsemi ? Hvað rugl er þetta allt saman. Af hverju ekki frjáls félagasamtök ?
Ekki veit ég hvað ég á að kjósa sagði ein hefðarfrú í Sundlaugunum við mig. Þetta er allt svo rotið.
Ef þú vilt borga 2 % eignaskatt af íbúðinni þinni sagði ég, þá skaltu kjósa VG. VG ? Hvað er það sagði hún blessuð,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 3420155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ef stjórnmálaflokkar hefðu sömu áhrif í samfélaginu og saumaklúbbar, þá væri sjálfsagt að hafa fjármál þeirra lokuð. En stjórnmálaflokkar höndla með völd, og rekstur þeirra kostar peninga, og því koma fjármál þeirra öllum kjósendum við. Þetta er einmitt það sem við lærum af fjármálasukki Sjálfstæðisflokksins, því að ef fjármál hans hefðu verið opin þá hefður þeir sjálfstagt ekki lent í þeim vandræðum sem þeir eru í nú. Þar þýðir lítið að nota regluna að taka aðeins pening af "heiðarlegum" bissnissmönnum en ekki "drullusokkum", því að ég man ekki betur en Landsbankamenn hafi þótt hinn fínasti pappír um árið þótt þeir séu úthrópaðir nú sem landráðamenn.
GH, 11.4.2009 kl. 14:23
Skemmtilegur pistill hjá þér Halldór og endirinn eftir því:
Ef pólitíkin væri nú bara svona einföld.
Sjálfstæðisflokkurinn sýndist mér eini flokkurinn sem var með jákvætt eigið fé sem að vísu er bundið í fasteign. Hann er þess vegna ekki á hausnum en skortir lausafé eins og allur heimurinn.
Jón Baldur Lorange, 11.4.2009 kl. 16:29
Halldór, afneitunin ykkar ennverandi íhaldsmanna er með ólíkindum. Hvað er 2% eignaskattur samanborinn við algjört efnahagshrun í boði íhaldsins? Þessi gamli skætingur um að vinstri menn geti ekki stjórnað fjármálum er steindauð gömul kosningalygi úr íhaldinu. Vinstri menn munu aldrei klúðra fjármálum jafn kyrfilega og íhaldið hefur gert nú.
Þeir sem ennþá kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir þetta eru því miður ekki með betri siðferðisvitund en raun ber vitni.
Tónlistarframleiðsla, 11.4.2009 kl. 21:42
Halldór, afneitunin ykkar íhaldsmanna er með ólíkindum. Hvað er 2% eignaskattur samanborinn við algjört efnahagshrun í boði íhaldsins? Þessi gamli skætingur um að vinstri menn geti ekki stjórnað fjármálum er steindauð gömul kosningalygi úr íhaldinu. Vinstri menn munu aldrei klúðra fjármálum jafn kyrfilega og íhaldið hefur gert nú.
Þeir sem ennþá kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir þetta eru því miður ekki með betri siðferðisvitund en raun ber vitni.
(Halldór, vinsamlegast eyddu færslunni á undan, ég má bara tala fyrir mig )
Haukur Nikulásson, 11.4.2009 kl. 21:45
Halldór, ætlar þú að verða síðasti stuðningsmaður SjáLfstæðisFLokksins? Heiðvirt fólk leggur ekki nafn sitt við glæpasamlega starfsemi. Köllum hlutina réttum nöfnum; hér er talað um mútur. Hér er líka talað um að selja aðgang að OR og auðlindum í sameign þjóðarinnar fyrir aumar 60 milljónir. Það hafa margir kjósendur FL-okksins kíkt við á Laugavegi 40 í gær og síðustu daga því að fólk einfaldlega vill ekki láta bendla sig lengur við svona lagað.
Við lestur þessa pistils liggur við að maður fái samúð með stjórnmálaflokkunum sem þiggja hundruði milljóna af opinberu fé árlega auk fjölda styrkja frá einstklingum og lögaðilum. Það er rétt að peninga þarf til að gera út í pólitík en auðvitað verða þessir flokkar bara að sníða sér stakk eftir vexti. Það hlýtur að teljast fullkomlega óábyrgt að eyða svo fullkomlega um efni fram að kasta þurfi siðgæði og heiðarleika til þess að bjarga fjárhag félagsins.
Borgarahreyfingin X-O fær ekki eina krónu úr ríkissjóði til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Það kemur þó ekki í veg fyrir að raddir okkar heyrist því að við höfum réttlætissjónarmið að leiðarljósi og erum ekki málssvarar ákveðinna hagsmunahópa eða fjármagnseigenda.
Það er líka stórundarlegt að fólk sem tekið hefur þátt í að koma heillri þjóð á kaldan klaka skuli enn tala um andstæðinga í pólitík sem öfundarkomma. Ég er hvorki kommi né öfundssjúkur og þið eruð hreint ekki öfundsverð.
Sigurður Hrellir, 12.4.2009 kl. 11:23
Halldór, vinsamlegast felldu niður færslu nr. 3. Næsta færsla ætti að duga, enda í mínu nafni og alveg samhljóða.
Haukur Nikulásson, 13.4.2009 kl. 08:09
Það væri sjálfsagt Haukur en ég kann ekki hvernig. Geturðu leiðbeint mér ?
Halldór Jónsson, 13.4.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.