Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin hleypir fram !

Jón Baldvin Hannibalsson  hvetur  landsmenn til þess að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og vísar til þess að flokkurinn hafi fengið fjárstyrki á árum áður frá Glitni og Landsbankanum.

Jón Baldvin minnir kjósendur ekki á að helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar til margra ára er Baugur.   Sá sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu  er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs,  sem hefur valdið hruni hvers bankans af öðrum, ýmist sjálfur eða með helstu samstarfsfélögum sínum.

Greinargerðir stjórnmálaflokkana á fjármálum sínum hefur sýnt að Samfylkingin fékk  helst styrki frá Baugi. Það væri gott fyrir Jón Baldvin að rifja upp hvernig forustumenn Samfylkingarinnar hafa hagað málflutningi sínum árum saman í þágu Baugs gegn skálkinum Davíð og túlkað rannsóknir á fyrirsvarsmönnum fyrirtækisins sem pólitískar ofsóknir.

Þegar  Jón Baldvin sest á siðferðishestinn og hleypir eins og DonKíkóti gegn Sjálfstæðisflokknum mætti e.t.v. minnast þess líka að það var iðulega um það fjallað með hvaða hætti hann færi sjálfur með opinbert fé. Afmælisveislur á kostnað ríkisins. Sérstakur fjölmiðlafulltrúi Jóns á kostnað ríkisins í London. Digurbarkalegar pólitískar yfirlýsingar hans sem sendiherra í kokkteilboðum voru sagðar hafa flýtt fyrir flutningi hans  frá Washington.  

Samfylkingin og Vinstrigrænir trúa því að allt hjálpræð komi frá ríkinu. Hærri skattar á lægri laun eru tillögur þeirra. Berja hestinn sem er afvelta og uppgefinn. Það eru einu efnahagsráð kommanna. Þeir hafa aldrei skilið áhrif gulrótarinnar fyrir framan asnann.

Við þessar aðstæður eigum við að kjósa til Alþingis. Flesta sömu gosana og hafa sýnt það að þeir koma sér ekki saman um neitt.

Nei mér er ekki hlátur í hug. 

 Og því miður ekki bjartsýni heldur hvað varðar ályktunarhæfni háttvirts kjósandans. Það er makalaust hversu fólk telur skítkastið skipta meira máli en málefnin og viðfangsefnin, sem eru grafalvarleg þegar 18000 manns eru atvinnulaus.

Þá skiptir höfuðmáli hver greiddi hverjum og hver styrkti hvern. Fyrir löngu

Það er gott að eiga gamla krossfara eins og Jón Baldvin til að leiða lýðinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð að sönnu, minnist líka að Jón B og Bryndís voru tekin í utanríkisráðherratíð hans í tollinum með smygl varning, og fékk hann vægan dóm fyrir, eða engann!.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband