Leita í fréttum mbl.is

Einfalt ?

Sumir kommanna hafa sent mér glósur fyrir að halda því fram að efnahagsúrræði stjórnarflokkanna séu einungis þau að hækka skatta og skera niður. Stórhækka fjármagnstekjuskatt, taka upp sanngjarnan 2-3 % eignaskatt,  setja á hærri tekjuskatt, hækka neysluskatta og taka upp sjúklingaskatta og aðra svipaða.

Þetta er alveg rétt hjá þeim. Það vantar í þetta hjá mér. Svona kemur þetta út í heild sinni hjá Katrínu Jakobsdóttur,varaformanns hjá VG:

Katrín: „Nei ég meina, það liggur alveg fyrir hver hallinn er á ríkissjóði. Við höfum talað fyrir blandaðri leið, og við höfum talað fyrir því, þ.e.a.s bæði aukinni innkomu skatta, það er ekkert launungarmál og líka því að skorið verði niður með þessum hætti. Ég held að það sé lykilatriði.“
Spyrill: „Það er sem sagt skattahækkun og launalækkun?“
Katrín: „Já, já. Þetta verður ekkert auðvelt.“

Ég var ekki búinn að átta mig á launalækkuninni. Ég biðst forláts á yfirsjóninni !

Nú eru víst kosningar bráðum . 

Er ekki um að gera að vita hvað maður er að kjósa yfir sig ? (E)S(B)amfylking og VG.

Einfalt !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Skattar á bensín, áfengi, tóbak og "lúxus" matvörur verða hækkaðir strax að loknum kosningum.  Ég heyri að fólk sé farið að hamstra!  Sem sagt,

Fyllið tankinn, komið við í ríkinu og verslið í Bónus/Krónunni áður en þið kjósið- minnislisti fyrir næstu viku!

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Brattur

Held að þjóðin sé tilbúin að greiða þá skatta sem þarf að greiða til að koma okkur upp úr skuldafeni Sjálfstæðismanna... en þjóðin er ekki tilbúin til að hlusta á lygar Sjálfstæðismanna lengur...

Brattur, 16.4.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jú þjóðin er greinilega frain að hlusta á Sjálfstæðisflokkinn þegar hún sér hvaða endemis steypu þið kommarnir bjóðið uppá. Fylgið rýkur upp skv. Gallup og við eigum eftir að sjá að feliri átta sig á því, að keisarinn ykkar er ekki í neinu eins og í ævintýrinu.

Halldór Jónsson, 16.4.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þið mynduð ekki hækka skatta.  Nei.  Auðvitað er miklu mannúðlegra að setja komugjöld á sjúklinga....... EINS OG ÞIÐ SJALLAR GERÐUÐ.

Sem betur fer fengum við ríkisstjórn sem leiðrétti það þannig að það er ekki bara ríka fólkið sem hefur efni á þjónustu á sjúkrahúsum.

Anna Einarsdóttir, 17.4.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Brattur

 Eru allir sem eru ósammála þér kommar, Halldór???

Brattur, 17.4.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það er ekki hægt annað en að skilja áhyggjur stóreignamanna yfir því að þurfa hugsanlega að borga skatt af eignum sínum,það hefur verið svo andsk hentugt að láta okkur kommana borga þetta allt saman,það eru jú kommarnir sem vilja þetta félagslega samtryggingarsamfélag,látum þá bara borga.

Kommarnir eru meira að segja svo ósvífnir að hafna einkavæðingunni og koma með því í veg fyrir gróða fjölda stóreignarmanna,svo eru kommarnir svo ósvífnir að vilja ekki skilja erfiða stöðu íhaldsins, þegar hver stórstyrktaraðallinn á fætur öðrum fer á hausin og styrkirnir hætta að berast,skilja kommarnir þetta ekki?????.

Mér finnst gott að vera kommi í skilningi Halldórs,því það eru víst allir þeir sem tiheyra hinni vinnandi alþýðu.

Með kærri kveðju til fyrrverandi forstjóra Steypustöðvarinnar Laugi 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 07:44

7 Smámynd: Katrín

Þeir eru alltaf við sama heygarðhornið þessir vinstrimenn.  Allt tal um jöfnuð gengur út á að gera alla að jöfnum aumingjum, sagði karl faðir minn hér í den og aldrei sem fyrr hefur þessi fullyrðing átt eins vel við og þessi dægrin!

Katrín, 17.4.2009 kl. 09:33

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Katrín.

Þessir aumingjans vinstri menn studdu dálítið við systur þína þegar hún þurfti á því að halda.

Hugsaðu áður en þú talar. 

Anna Einarsdóttir, 17.4.2009 kl. 12:27

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég nota kommar sem safnorð yfir allta "vinstri-og félagshyggjulið " sem er eins og þið vitið dreift yfir flokkaflóruna, sem er svo fjölskrúðug og sískiptandi um nöfn og númer að það er erfitt að henda reiður á því. Hvað skyldi til dæmis Brattur eða Sigurlaugur hafa verið undir mörgum flokksheitum um dagana meðan ég hef bara verið undir einu nafni.

Halldór Jónsson, 17.4.2009 kl. 14:10

10 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Ég fyrir mitt leiti hef haldið mig fyrir utan pólitík um dagana og fundist það vera leiðindartík svona yfir höfuð.

En þegar menn sem mæra einkavinavæðingu og styðja náhirðina,sjá ekkert rangt við að taka á móti 60milj kr styrkjum þar af helmingnum frá aðila sem flokkurinn í nafni Davíðs hefur úthrópað sem hina óhreinu.

Sjá ekkert rangt við að hindra aðkomu almúgans(kommanna)að ákvörðunum um þjóðarauðlindirnar,hindra störf alþingis með málþófi og gervisáttarboðum.

Ja þá er til lítils að rökræða við þá um þjóðmálin,líkt því að sitja í eldhúsinu hjá Óla komma og ræða sömu mál við hann,gaman já en tilgangslítið,því ég álít þig Halldór sem öfgamann til hægri og þar með á sama palli og þó skör neðar en Óla,hann er skemmtilegur.

Hvað varðar nafn mitt þá er ég svona þér til upplýsingar skýrður í höfuð ömmu minnar og hef ég borið það stoltur alla tíð enda amma sómakona sem átti 12 börn með afa,og bið ég þig vinsamlegast ekki að vanvirða það nafn takk fyrir.

Og svo rúsinan í pylsuendanum þá hef ég verið skráður í sjálfstæðisflokkinn í hátt í 30 ár,en það fer nú að styttast í annann endann. 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 15:24

11 Smámynd: Katrín

Anna mín ertu ekki  að rugla saman tveimur óskyldum málum þarna?  Ég veit að margt gott fólk studdi við mína systur og ber að þakka það.

 Orð mín snúast um stefnu stjórnmálaflokka en ekki einstaklinga og þykir mér  þessi athugasemd þín afar óviðeigandi og í engu í takt við umræðuefnið hvað þá í hennar anda og bið þig vinsamlegast að hugsa áður en þú talar kona góð. 

Katrín, 17.4.2009 kl. 15:52

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Allt tal um jöfnuð gengur út á að gera alla að jöfnum aumingjum" segir þú.

Ég er einfaldlega að benda á þá sorglegu staðreynd að stundum lendir fólk í aðstæðum þar sem það þarfnast hjálpar.  Tek sem dæmi bílslys.  Ef ekki væri fyrir fólk sem aðhyllist að skipta kjörum jafnar, þá fengi þetta fólk ekki þann stuðning sem það þyrfti.  Það geta ALLIR lent í því að þurfa að stóla á náungahjálp.

Lífið er pólitík og pólitík er lífsviðhorf.

Viðhorf jafnaðarmanna er ekki að gera fólk að aumingjum heldur að láta engan verða svo fátækan að hann hafi ekki efni á lækni og mat.

Anna Einarsdóttir, 17.4.2009 kl. 16:12

13 Smámynd: Katrín

Anna ....þessi athugasemd þín var algerlega út úr korti og ég mundi láta staðar numið væri ég í þínum sporum.

Katrín, 17.4.2009 kl. 16:21

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björgólfur, Jón Ásgeir og allir þessi útrásarvíkingar munu ekki borga krónu í eignaskatt.  þessir aðilar hafa skuldir sem dekka þeirra skattstofn. 

Eignaskattur  mun aðeins bitna á sparifjáreigendum sem ekki hafa skuldsett sig og hafa aðeins sýnt ráðdeild.  Eldri borgarar munu þurfa að blæða fyrir þennan skatt ofaná lokanir á Landakoti, 

Það er alveg furðuleg að enginn á þessum bloggsíðu þorir að tala um lokanirnar á Landakoti, öllum virðist sama um gamla fólkið.  Sorglegt en satt. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.4.2009 kl. 20:14

15 Smámynd: Brattur

Halldór, þú segist alltaf hafa verið undir einu flokksheiti um dagana... er þá sama hvaða vitleysur Sjálfstæðisflokkurinn gerir, þú fylgir honum samt út fyrir gröf og dauða?

Brattur, 17.4.2009 kl. 20:36

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja Braittur, þú ert enn þarna og svarar náttúrlega engu um þína flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei gert neinar vitleysur þegar vandi hefur steðjað að þjóðinni. Hann hefur heldur aldrei ráðið einn. Hann hefur ávallt stuðlað að bestu lausnum hvers tíma. Hann er lýðræðisflokkur og stór flokkur. Þar kemst fólk áfram sem leggur sig fram og nær til flokksmanna. Þar kemst enginn einræðisstrumpur áfram heldur verða menn að ná til flokksmanna. Það gerir góður flokksleiðtogi og auðvitað hefur hann jafnan meiri áhrif en til dæmis ég útí horni.

Lausnir í þjóðmálum eru aldrei þannig að öllum líki. Oft er ég ósammála til dæmis enda alþekktur kverúlant.  En fyrir mig eru alltaf meiri líkindi til að hitta skoðanabræður í Sjálfstæðisflokknum en kommaflokkunum.

Ert þú einhver leiðindaskarfur   sem vilt vera útí horni, vondur útí allt og alla eða ertu heldur glaðsinna eins og ég vildi helst vera  og  heldur hlæja en grenja? Vilt sjá framfarir og félagslega velferð. Vilt blómlegan þjóðarhag ? Eða bara hengja og skjóta alla helvítis þrjóta sem eru bara í Sjálfstæðisflokknum ?

Halldór Jónsson, 18.4.2009 kl. 10:05

17 Smámynd: Brattur

Sæll Halldór... ég er nú einhvern veginn þannig gerður að þó að ég kjósi einn flokk í dag þá þýðir það ekki að ég kjósi hann að eilífu sama hvað hann gerir... ef ég er óánægður með störf flokksins sem ég kaus, þá á hann ekki atkvæði mitt víst í næstu kosningum.

Það sem mér finnst vanta í dag á Íslandi er meiri samstaða, að við lítum ekki á hvort annað sem óvini heldur vini sem þurfum að vinna að sameiginlegum markmiðum...

Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti í íslenskri pólitík. Hans skoðanir hafa ekki verið mér að skapi þar sem hann tekur velferð fyrirtækja, hagsmunaaðila og flokksins fram yfir allt annað. Fólkið sjálft í landinu er aukaatriði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig sýnt í verki að honum er nokkuð sama um náttúru Íslands og vill virkja alla fossa sem hægt er að virkja þó svo að það kosti gríðarlegar fórnir og eyðileggingu á náttúrunni, bara ef það skilar peningum.

Að lokum. Ég vil engan hengja og engan skjóta og held ég sé bara nokkuð kátur að eðlisfari og finnst miklu skemmtilegra að hlægja en gráta.

Brattur, 18.4.2009 kl. 12:44

18 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta kommatal Sjálfsræðismanna er ömurlega þreytandi. Ég legg til að Sjálfstæðismenn, þeir sem nota þetta niðrandi kommabull, verði hér eftir alltaf nefndir þjóðernisjafnaðarmenn í færslum hér á blogginu.

Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 16:16

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Brattur 

Sjálfstæðisflokkurinn segir að velferð fyrirtækja er forsenda velferðar fólksins og heimilannna. Það er atvinnulífið sem eru beinir hagsmunir heimilanna.

Ég er nú ekki þeirrar skoðunar að óbeisluð straumvötn séu til mikils gagns. Maður lifir ekki á útsýninu. Maður venst breytingunum. Mér finnst til dæmis Elliðavatn ágætt þó að það sé uppistöðulón að mestu.

Sæll aumingja Steingrímur minn,

Þú hlýtur eiginlega að hafa verki með svona hatri  á Sjálfstæðisflokknum. Verst að þetta stafar allt af vanþekkingu og hugsunarleysi. Svei mér að ég trúi því að þú sért bæði svona vondur og vitlaus eins og þú vilt láta í veðri vaka.

Halldór Jónsson, 18.4.2009 kl. 16:19

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Björn Birgisson, ´

þarna kemur ný rödd til að kalla mig nasista ef ég kalla þig komma. Ég nota komma sem safnorð yfir alla vinstrimenn og félagshyggjufólk. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir svona glósum. En það get ég sagt þér að ef þú ekki kýst Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum þá er nákvæmlega sama hvað þú kýst annað. Það leiðir allt til sömu niðurstöðu. Meiri eymdar.

Halldór Jónsson, 18.4.2009 kl. 16:23

21 Smámynd: Björn Birgisson

Þú átt að nota orðið jafnaðarmaður yfir þetta fólk, ef þú vilt vera ærlegur. Eru þjóðernisjafnaðarmenn allir nasistar? Af hverju heldur þú að D listinn sé að tapa 25-30 þúsund atkvæðum. Stefnir það fólk allt að vaxandi eymd? Ekki veit ég það nákvæmlega, en eitt er víst. Hrokinn og hortugheitin í ykkar flokki eru farin að fara verulega fyrir brjóstið á okkar ágætu þjóð.

Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 16:33

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór.

Þú segir að maður lifi ekki á útsýninu.

Hefur þú aldrei heyrt talað um ferðaþjónustu ?

Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 16:36

23 Smámynd: Halldór Jónsson

Anna mín,

ég er ekki í ferðaþjónustunni frekar en meira en 85 % af þjóðinni.

Halldór Jónsson, 18.4.2009 kl. 18:45

24 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur,

Við erum íhaldsmenn. Sem þýðir að við köstum ekki reynslunni fyrir róða og gleypum ekki allt hrátt eins og ESB-tittirnir

Halldór Jónsson, 18.4.2009 kl. 18:48

25 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Líflegt hjá þér.  Gott að hrista upp í fólki.  Án öflugrar stjórnarandstöðu höfum við ekki lýðræði heldur einræði. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.4.2009 kl. 19:49

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég spurði ekki hvort þú værir í ferðaþjónustu heldur hvort þú hefðir heyrt um ferðaþjónustu ?  Ferðaþjónusta er með stærri atvinnuvegum landsins, þér að segja.

Þú segir þessi ótrúlegu orð;  "Ég er nú ekki þeirrar skoðunar að óbeisluð straumvötn séu til mikils gagns. Maður lifir ekki á útsýninu".

Hefurðu gjörsamlega misst alla föðurlandsást Halldór ? 

Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaland
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:32

27 identicon

Halldór ... ég er sjálfstæðismaður og mér finnst hörmulegt hve hrokafullur, dónalegur og ómálefnalegur þú ert hér á þessu bloggi.

Vona að þér takist að laga þetta svo þú skaðir ekki flokkinn enn frekar.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:33

28 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór, ég sé að þú hefur ekki svarað síðustu færslunni minni. Ber að líta á þögn sem samþykki?

Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 22:26

29 Smámynd: Halldór Jónsson

'Ég sé ekki að þú sért að spyrja mig um neitt Björn Birgisson. Mér finnst þetta  vera fremur   slagorðaruna en málefnaumræða.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi af því að fólk tekur út reiði sína á flokknum án þess að hugsa. Það kennir honum um fall Lehmansbræðra og alla heimskreppuna. En það mun átta sig þó síðar verði. Engin vinstri stjórn hefur setið geilt kjörtímabil. 

Og Steingrímur kemur fram með stjórnaráætlun sína í 5 liðum. Þetta er nákvæmmlega það sem hann ætlar að kjósa yfir okkur á laugardaginn kemur.

Anna mín, hversu stór er ferðaþjónustan ?

Ég sé ekki tengslin á milli ferðamannafjölda og fjölda virkjana. Það eru virkjanirnar sem eiga drjúgan  þátt í okkar lífsgæðum alveg eins og ferðamenn. Ég tel mig föðurlandsvin, En ég skil kallinn sem sagði: Það er fallegt á Völlum þegar vel veiðist !

Bergur minn, vertu þá ekkert að lesa blogggið mitt ef þér finnst ég leiðinlegur.

Halldór Jónsson, 19.4.2009 kl. 14:48

30 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur,

Aðgerðaáætlun þín í 5 liðum lýsir því sem við tekur og það er mun verra en það sem var.Þetta er það sem við fáum meira af ef þínir menn fá að leika lausum hala.

Allir verða að bera sig vel þó að þeir sé skíthræddir. Það segir enginn sem er að biðja um lán að hann sé að fara á hausinn.

Íslenzku bankarnir fóru ekki á hausinn fyrr en Lehmansbræður fóru.

Halldór Jónsson, 19.4.2009 kl. 15:31

31 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Íslenska efnahagsundrið - síðar efnahagshrunið - á sér eðlilegar skýringar.

Sjálfstæðismenn virkjuðu fjármagn sem áður var dautt.   Sjálfstæðismenn eignuðu sér útrásina.  Þeir mega því eiga hana nú fyrir kosningar.

Leyfum einum aðal talsmanni Sjálfstæðismanna, Hannesi Hólmsteini að útskýra málið;  http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Anna Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 16:00

32 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll aftur Steingrímur

Benedikt Jóhannesson varar við öðrum hruni framundan. Það er býsna alvarlegt mál að hafa 18000 manns atvinnulaust.

Ég held að þetta fólk borgi ekki aukna skatta til að stoppa í fjárlagagatið.

Ef frjálshyggjan með viðskiptafrelsi verður ekki endurreist þá sé ég ekki fram á bjartari tíma. Við þurfum fjármagn til landsins og framkvæmdir í orkugeiranum með stóriðju.

Þá verður Steingrímur glaður við að borga hærri skatta.

Halldór Jónsson, 20.4.2009 kl. 08:06

33 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Steingrímur,

Megum við kalla það frjálshyggju, þegar Davíð lánar Kaupþingi 550 milljarða með veði í ónýtum bankabréfum og þeir lána þá umsvifalaust án trygginga til sjálfra sín og Tenghuiz eða hvað hann heitir kumpán þeirra. Ég held að þetta sé ekki frjálshyggja í Kaupþingi heldur "criminal intent" . Og veðtökuval  Seðlabankans  tæplega frjálshyggja heldur skortur á almennu viðskiptaviti.

Já, Davíð sagði að íslenzka réttarkerfið réði ekki við stærri mál en innbrot í sjoppur. Enda varð lítið úr því gagnvart stormsveit lögfræðinga með Gest Jónsson í fararbroddi þar sem kostnaður skipti ekki máli. Eftir þann dóm sem fann ekkert athugavert við það að  Jón Ásgeir keypti Baug handa sér og pabba með peningum Baugs,  missti ég algerlega trúna á íslenzkt réttarfar. Það er bara allt í lagi allstaðar. En þetta er ekki frjálshyggja heldur "criminal intent "

Já, viðskiptahöftin urðu til undir stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þau eru nú enn og verða líklega lengi. Þau eru hinsvegar ekki frjálshyggja. Og líka fráleitt samrímanleg sjálfstæðisstefnunni og ekki kýs ég flokkinn vegna þeirra.  Bankarekstur ríkisins núna er ekki frjálshyggja heldur frekar en stöðug yfirtaka bankanna á gjaldþrota fyrirtækjum almennings.

Já ég er ekki ESB sinni eins og Benedikt, sem er einn þeirra skörpustu. ÉG held að þeir séu samt í öruggum minnihluta og voru algerlega kveðnir í kútinn á landsfundi SJálfstæðisflokksins á dögunum.

Mér finnst nú almennt að við verðum að greina á milli frjálshyggju, eins og ég sé að þú hallast í rauninni að, og glæpastarfsemi á fjármálasviði. Glæpamenn eru ekki frjálshyggjumenn heldur glæpamenn, sem svífast einskis fyrir sig og sína hagsmuni. Og mismunun þegnanna skrifa ég aldrei uppá, það er ekki viðskiptafrelsi frekar en kvótakerfið er það.

Ef þú vitnar í Einstein um það að það þýði ekki að reyna aftur stóriðju úr því að hrun kom á eftir henni, þá líst mér nú ekki á þá tengingu. Það kom ekkert hrun eftir fyrri álverin sem tókust þokkalega.

Það var vaxtastefna Seðlabankans sem keyrði upp þensluna og hágengið með innstreymi  jöklabréfanna. Margt sem bankinn gerði var bara vitleysa og hellti olíu á eldinn. Hann hinsvegar gerði ekkert til að stoppa fíflin í bönkunum sem enduðu með því að setja okkur á hausinn.  Það gat hann vel en gerði ekki.

Flokkseigendur ? Já, verðum við ekki að vara okkur á því að alhæfa um þá. Auðvitað er alltaf hjörð af nytsömum sakleysingjum sem hópast í kringum forystumenn í öllum flokkum. Og innan um þá hákarlar sem reyna að troða sér til áhrifa og aðstöðu. Svona meinleysingjar eins og við nennum þessum rassakyssingum ekki og erum því stundum í fýlu og finnst að ekki sé á okkur hlustað. En það er líka okkur sjálfum að kenna.

Bjarni Ben gamli sagði eitt sinn: "Munið þið piltar, þó við séum vondir , þá eru aðrir verri." og talaði þar um sig sjálfan og forystu Sjálfstæðisflokksins.

Það er nú eiginlega ástæðan fyrir því að ég býst frekar við viðskiptafrelsi frá Sjálfstæðisflokknum heldur en VG til dæmis. Hinsvegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert mörg  asnastrik í gegnum tíðina og kannski fleiri en aðrir flokkar bara af því hann hefur verið svo lengi í stjórn,

Ísland á marga möguleika utan ESB. Við sitjum um þjóðbraut þvera og getum höndlað í allar áttir.

Við eigum bara erfitt með að stjórna okkur í góðærum. Ef verðbólga er lág og atvinnustig hátt, þá förum við í verkfall og keyrum verðbólguna á stað með kjarasamningum sem kerfið ber ekki. Þá höfum við krónu sem við getum fellt að vild.

Ef við verðum komnir með Evru eða dollar, þá verður svona hegðun  erfiðari. Betra eða verra ?

 Eða hvað heldur þú Steingrímur góður ?

Halldór Jónsson, 20.4.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband