Leita í fréttum mbl.is

Kosningar eftir viku !

Aldrei hef ég upplifað slíka hugsjónadeyfð og gervieldmóð eins og núna. Það er eins og flestir  séu uppgefnir og vonlausir um að nokkuð breytist með kosningunum. End ahver trúir því að gamlir stjórnmálaleiðtogar sem aldrei gátu lagað þjóðfélagið á sínni lífstíð geti alltíeinu frelsað okkur núna ?  Bara meiri vandræði og mismunandi útgáfur af allsherjar þrengingum og vandamálum. Ömurleg stemning þegar maður hugsar útí það.

Það er holhljómur í hástemmdum yfirlýsingum stjórnarflokkanna um hvernig þeir sjái bjarta framtíð ef menn bara kjósi þá til að halda  áfram að gera ekki neitt. Nema kjafta með almennum frösum um hvað þeir ætli að vera góðir við alla.

Ekkert er rætt um það sem mákli skiptir . Á að halda áfram með 3 handónýta ríkisbanka með alltofmörgu starfsfólki ? Á að halda áfram með ríkisvæðingu atvinnulífsins ?  Á að halda áfram með krónuna ? Af hverju er bara talað um evru  sem valkost ? 

 Ef við fellum gengið í 200 krónu dollar, er þá fyrsta jafnvægispunkti  frjálsra gjaldeyrisviðskipta náð ?  Getur efnahagslífið síðan farið að þróast Þaðan  ?  Er þessi þróun þegar í gangi hjá Eygarði ? Það er ekki hægt að búa við þetta ráðstjórnarfyrikomulag lengur. Það illa verður að fá að fara út eins og gröftur úr kýli. Við Íslendingar getum ekki búið við þennan kommúnisma mikið lengur.

Eða er fólk bara uppgefið og dofið ? Sér enginn neina framtíð aðra en höft og bönn ? Pólitískar fjárúthlutanir ?  Reglugerðir, ríkisvæðingu og þrælahald ofurskatta og fátæktar , viðvarandi atvinnuleysi og endalausra rökræðna um réttláta skiptingu á skorti ?

Verðum við bara ekki að horfast í augu við hljómsveitina ? Láta krónuna detta í jafnvægispunkt ?Framlengja lán í erlendum gjaldmiðlum meðan það versta gengur yfir ?

Byrja þaðan uppá við með verðtryggða sparikrónu eða nýja mynt og nýtt upphaf ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Það er gríðarlegt áhyggjuefni hversu út á þekju stjórnmálamenn eru. 

Þeir fljóta allir sofandi að feigðarósi með þjóðina í togi. 

Enn er hrópað úr eyðimörkinni en enginn hlustar nú sem fyrr.

Eftir bankahrun kemur ríkishrun. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.4.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband