20.4.2009 | 22:00
Frjálshyggan.
Það er í tízku hjá kommunum að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjan, ef ekki nýfrjálshyggjan, sem enginn skilur hvað þýðir, hafi sett landið á hausinn.
Mér finnst að margir alhæfi með þessu um eitthvað sem þeir skilja ekki sjálfir. Það er einfalt í hugum margra að setja samasemmerki milli þessara þriggja hugtaka og svo hreinnar glæpastarfsemi.
En þetta er auðvitað ekki sæmandi hugsandi mönnum. Þetta eru gersamlega óskyld hugtök.
Megum við kalla það frjálshyggju, þegar Seðlabankinn lánar Kaupþingi 550 milljarða með veði í bankahlutabréfum og þeir lána þá umsvifalaust án teljandi trygginga til sjálfra sín og viðskiptafélaga sinna, Roberts Tenghuiz eða hvað hann heitir einn kumpán þeirra. Ég held að þetta sé ekki frjálshyggja í Kaupþingi. Þetta er hrein glæpastarfsemi . Og veðtökuval Seðlabankans heldur ekki frjálshyggja heldur skortur á almennu viðskiptaviti.
Já, Davíð sagði að íslenzka réttarkerfið réði ekki við stærri mál en innbrot í sjoppur. Enda varð lítið úr því gagnvart óvígum her lögfræðinga Jóns Ásgeirs, þar sem varnarkostnaður skipti ekki máli. Eftir þann dóm sem fann ekkert athugavert við það að Jón Ásgeir keypti Baug handa sér og pabba sínum með peningum almenningshlutafélagsins Baugs, missti ég algerlega trúna á getu íslensks réttarfars. Það er bara allt í lagi allstaðar. En þetta er ekki frjálshyggja heldur allt annað.
Viðskiptahöftin núverandi urðu vissulega til undir stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þau eru enn við líði og verða líklega lengi. Þau eru hinsvegar ekki frjálshyggja. Og líka fráleitt samrímanleg sjálfstæðisstefnunni. Þessvegna eru SJálfstæðisflokknum flestar bjargir bannaðar í hugsjónabaráttunni meðan þetta ástand varir. Bankarekstur ríkisins núna er heldur ekki frjálshyggja heldur ómengaður ríkisrekstur, sem SJálfstæðisflokkurinn getur ekki þolað mikið lengur.
Mér finnst almennt að fólk verði að greina á milli frjálshyggju og hreinnar glæpastarfsemi á fjármálasviði. Glæpamenn eru ekki frjálshyggjumenn heldur glæpamenn, sem svífast einskis fyrir sig og sína hagsmuni. Hverskyns mismunun þegnanna, eins og misvægi atkvæða í kjördæmunum er ekki frjálshyggja. Kvótakerfið verður aldrei frjálshyggja þó Hannes Hólmsteinn hafi reynt að gera það þannig í sínum málflutningi.
Það var heldur ekki frjálshyggja sem birtist í vaxtastefnu Seðlabankans hvorki þá né núna. Hún keyrði þá upp þensluna og hágengið með innstreymi jöklabréfanna. Nú kyrkir hún það litla sem eftir er af atvinnulífinu enda erum við smáð þjóð í hafti, kreppu og eymd. Margt sem Seðlabankinn gerði reyndist bara vera vitleysa og hellti olíu á eldinn. Seðlabankinn gerði hinsvegar ekkert til að hafa hemil á skuldasöfnun bankanna, sem enduðu með því að setja okkur á hausinn. Hann gat það en gerði ekki. Núna er eiginlega sama hvað hann gerir. Hann er fangi IMF eða AGS.
Svo hvað er frjálshyggja ? Er það frjálshyggja að leyfa okkur að hegða okkur að vild í góðærum ? Ef verðbólga er lág og atvinnustig hátt, þá förum við í verkfall og keyrum verðbólguna á stað með kjarasamningum sem kerfið ber ekki. Þá höfum við hafst krónuna sem við getum fellt að vild. Ef við verðum komnir með Evru eða dollar, þá verður svona hegðun erfiðari. En verður það betri frjálshyggja eða verri að taka þjóðfélagið í gíslingu bara af því að maður kemst upp með það ?
Frelsi eins má ekki ganga útyfir frelsi annars. Það er frjálshyggja John Stuart Mills. Frjálshyggja er einn maður eitt atkvæði. Frjálshyggja er frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Ekkert af þessu er uppfyllt á Íslandi í dag.
Við skulum ekki láta andstæðinga frelsins komast upp með að afflytja frjálshyggjuna. Því þá erum við farin að gera málamiðlanir með frelsið sjálft.
Frjálshyggjan er samstofna frelsinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll; Halldór, æfinlega !
Við þjóðernissinnar; kunnum nú alveg, að punda á þennan sóðaskap miðju moðsins, sem frjálshyggju Kapítalisminn, svo sannarlega er.
Hygg; að Kommúnizku andskotarnir, hafi engan einka rétt á, að hnýta í þennan ófögnuð; sem jarðneskar leifar Sjálfstæðisflokksins (vonandi), nærast á - verkfræðingur góður.
Hví; endurreisið þið ekki, gamla Íhaldsflokkinn, og svælið þar með, spillingar hyskið, kringum Bjarna Benediktsson yngra, úr ykkar umhverfi, endanlega ?
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:16
Það má einu gilda hvað menn vilja kalla glæpastarfsemina, frjálshyggju, nýfrjálshyggju eða hvað annað sem vera vill. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi glæpastarfsemi sem enginn veit víst hvað á að kalla er skilgetið afkvæmi efnahagsstjórnar sjálfstæðisflokksins og spillingarforkólfa hans undanfarna áratugi. Má þar helst nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, fávitann Árna Mathiesen og svo í réttri stafrófsröð alla hina sjálfstæðismennina í ríkisstjórnum, á alþingi, í dómskerfinu, lögreglustjórasætum og stöðum embættismanna út um allan opinbera geirann. Þetta er glæpahyskið sem komið hefur öllu á kaldan klaka hér á landi með dyggum stuðningi valda- og bitlingafíkla framsóknarflokksins gegnum tíðina. Þar fór fremstur glæpaforinginn Halldór Ásgrímsson og síðan Valgerður undirlægjan hans Sverrisdóttir, Finnur Ingólfsson og svo allt framsóknarhyskið í röð.
corvus corax, 21.4.2009 kl. 14:28
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,x!,,,,,,,,,,, = ógeðslega margir ógeðslegir kommar að ógeðast á aumingja frjálshyggunni.
Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 14:55
Sæll Steingrímur
Flestir telja að það ætti að vera ólöglegt að taka peninga úr almenningshlutafélagi og nota þá peninga til að sölsa undir sig sama almenningsfélag. Eða taka nýfenginn ríkisstyrk og lána hann strax sjálfum sér og vini sínum án trygginga. Og fleira og fleira. Þetta er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna frekar en Benjamín Franklín gat borið ábyrgð á störfum Al Capone.
Berð þú ábyrgð á að Ólafur Ragnar stöðvaði fjölmiðlalögin ?
Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.