Leita í fréttum mbl.is

Fékk Samfylkingin 100 milljónir niðurfelldar ?

Sú saga gengur staflaust, að Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson hafi fengið niðurfellingu á 80 milljóna króna ábyrgða sem þau voru í vegna skulda Samfylkingarinnar. Sömuleiðis hafi Össur fengið samskonar niðurfellingu á 10 milljónum hjá SPRON og Björgvin vegna sama hjá einhverrri annari stofnun.

Hvernig væri nú að þetta fólk gæfi okkur yfirlýsingu um það fyrir kosningar að þetta væri hrein íhaldslygi ?

Svo mættu þau kannske bæta við í leiðinni hvernig þau hyggist borga 58 milljóna rekstrarhalla Samfylkingarinnar frá 2007. Svona upphæðir geta staðið í fleirum en íhaldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þetta eru víst nær 230 milljónum því þetta var bara opinn reikningur í Bónus, sem síðar var afskrifaður sem skemmdir tómatar og fúl egg.

Bjarni G. P. Hjarðar, 22.4.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

"Let them deny it" bla bla bla ég get líka spurt um 600 skrilljónirnar sem sagt er að sjálfstæðisflokkurinn skuldar án þess að geta hvar ég heyrði það og án nokkurrar staðfestingar.

Hvernig væri nú að þú gæfir okkur yfirlýsingu um það fyrir kosningar hvern þú styður?

Tjörvi Dýrfjörð, 22.4.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Samfylkingin er samansafn heimskra kerlinga, það get ég sannað hér.

Sturla Snorrason, 22.4.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Orð í tíma töluð, Halldór. Ég held að hann Tjörvi ætti nú aðeins að kynna sér forsögu þessa máls, því ég gef mér ekki að óreyndu hann sé forstokkaður samfylkingarmaður. Það er nefnilega Samfylkingin sem hefur verið að draga fram alls konar hluti til að varpa rýrð á Sjálfstæðisflokkin og sveipa sig einhverjum ljóma sakleysisins. Málið er að þeir eru bara í miklu dýpri skít og ekkert að því að benda þeim á það.

Svo þykist Samfylkingin vera voða skuldug. Hvað með eignir t.a.m. Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og Kvennalistans. Þær munu víst vera taldar sér þó þetta séu aðildarfélög Samfylkingarinnar.

Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Björn Birgisson

Er nema von að illa fari hjá sumum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið forustuhollari en aðrir menn á Íslandi. Fylgt sínum leiðtoga, sama hvað á bjátar. Nánast tilbeðið hann sem hjáguð. Nú er Davíð digri horfinn á braut. Geir Haarde, hinn ákvarðanafælni, er horfinn á braut. Björn Bjarnason, hinn dómharði og lýðholli, er horfinn á braut. Sturla Vesturlandsgoði líka og ótal margir aðrir. Hvað situr eiginlega eftir? Þungaviktarmennirnir horfnir á braut  og eftir sitja fáeinir sporgöngumenn í léttfjaðurvigt!

Í maurasamfélögum elta allir forustumaurinn. Ef hann villist af leið, villist öll hjörðin og steypir sér hiklaust í glötun. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og hjá Skyttunum forðum. Nú er bara einhver krakkaskari tekinn við Sjálfstæðisflokknum. Einhver Bjarni, sem er með 5-6 útgáfur af afstöðu til Evrópumála. Julie Christie Íslands, falleg með þokka, með hálf leiðinlega tengingu inn í Kaupþing út af einhverjum smáaurum. Guðlaugur óumdeildur styrkjastjóri Íslands og Illugi með glit í Glitnisauga. Hvert þessara ungmenna á maurahjörðin að elta?

Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir tilskrifin allir.

Björn Birgisson er skemmtilegur stílisti. En mér datt í hug hvað hann elti í afstöðu sinni til þjóðmála úr því að við hinir erum allir maurar.  Hafa ekki margir séð hund elta skottið á jálfum sér ? Skyldi þetta vera leið Björns í þjóðmálum ?

Og nú lengist heldur betur í styrkþegalista Baugs ef þið hafið lesið Frétablaðið í dag. Bara legíó af helagleikafólki af vinstri vængnum. En það skiptir auðvitað engu máli þar sem hægt er að tala um Gulla endalaust. Bara íhaldið er búið að vera.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 08:13

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Halldór, ég hvet þig til þess að reyna að fá grein um þetta birta í Fréttablaðinu.  Ég efa að þeir muni birta hana.  Ritskoðun hvað ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.4.2009 kl. 09:54

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Sú saga gengur staflaust........."

Er þetta saumaklúbbur ?

Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:54

9 identicon

Halldór Jónsson
verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

 Ekki heldur góður í rógburði og skítkasti

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:17

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Anna mín,

Ef þú hefur áhyggjur af því að vera lesblind, þá mættu nú ýmsir vara sig sem eru heilablindir án þess að vita það og skrifa bæði og tala langt mál.  Þetta var gott skrif frá þér sem ég þakka fyrir .

Ég hef miklar áhyggjur af því að börnin okkar koma reikningsblind útúr grunnskólanum. Þau kunna ekki margföldunartöfluna og auðvitað geta þau alls ekki margfaldað né deilt eftir það. Ég myndi vilja gera eitthvað í þessu.

Oft er gott sem gamlir kveða er íslenzkt máltæki. En það er ekki í tízku. Þú ert með eitraða kennitölu ef hún er eldri  en 70 og færð hvergi vinnu. Mér finnst að mismunun í þjófélaginu sem viðgengst útaf kennitölum ætti að varða við jafnréttislög. Í USA sérðu afgamalt fólk vera að vinna. Þar er bannað að mismuna fólki útaf aldri þess alveg eins og litarhætti eða trúarbrögðum. Svo líta Íslendingar margir niður á Bandaríkin.

Steingrímur,

Ég held að Albert Guðmundsson hafi verið drýgstur í að byggja Valhöll. Hann fékk meira að segja ramma framsóknarmenn sem ég þekki til að keyra í grunninn man ég.

Hann lét ekkert stoppa sig hann Albert. Hann vann þvílíkt þrekvirki þarna að það má ekki gleymast. Hann var úti um allt með betlistafinn og kláraði dæmið. Auðvitað hafði hann fjöldann með sér og stærð Sjálfstæðisflokksins gerir það að verkum að hann getur ýmislegt sem aðrir flokkar geta ekki af því að þeir eru litlir og leiðinlegir. En það er auðvitað þeim sjálfum að kenna. Flokkur er bara fólkið sem vill vera í honum. Aðrir flokkar mættu velta því fyrir sér hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn er svona stór. Hann á í basli núna en fólk áttar sig með tímanum þegar það sér hversu illa hinir flokkarnir reynast.

"Þó við séum vondir eru aðrir verri" sagði Bjarni Ben gamli.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 14:20

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þó veist vel eins og ég Halldór að það hættir að vera spilling ef Samfylkingarmenn hafa tekið þátt í því sbr. blogg mitt í gær. Ef fullyrðingar, eins og þær sem þú kemur með, hefðu komið upp um Sjálfstæðisflokkinn þá hefði það verið forsíðufréttir í helstu fjölmiðlum landsins. Það er í tísku að sparka í Sjálfstæðisflokkinn og öllum meðölum er beitt í þeirri baráttu. Auðvitað er óþolandi að ný forysta hafi ekki tekið þessi mál fastari tökum þegar Guðlaugsmálið kom upp til að hreinsa það mál út í eitt skipti fyrir öll. Þá hefði t.d. Samfylkingin og Framsóknarflokkur staðið í eldlínunni núna vegna milljóna styrkja Baugs til frambjóðenda m.a. fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur. Það er óþolandi að málefnin komist ekki í gegn til kjósenda vegna þessarar styrkjaóværu.

Jón Baldur Lorange, 23.4.2009 kl. 14:44

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón Baldur

Já, að Steingrímur Sigfússon hafi fengið 15 milljónir útá eftirlaunafrumvarpið meðan Davíð sjálfur tók ekkert, er ekki fréttnæmt. Að sami Steingrímur hafi stærstu dreifbýlisstyrki fyrir að búa í Breiðholti en vera skráður á Þórshöfn, er ekki fréttnæmt.  Að Steinunn Valdís skuli hafa þegið milljónir frá Baugi er ekki fréttnæmt. Að Össur verði stamandi klumsa og orðlaus þegar hann er spurður um hvort hann hafi fengið styrki, er ekki fréttnæmt. Það spyr engin Ingibjörgu Sólrúnu hvað hún hafi fengið mikið hjá Baugi síðan í Borgarnesi.  Það er bara búin til frétt þegar Svandís segir  að Gulli hafi þegið mútur hjá Baugi og FLGroup.

Svona er þetta Jón minn. Sjálfstæðisflokknum virðast allar bjargir bannaðar. Áróður flokksins er í molum til dæmis miðað við útgáfu Framsóknarflokksins á Tímanum. Ekki get ég séð hvernig það á að rúmast innan uppgefins eyðsluramma. 

Því fer sem fer og landsmenn fá að taka það út á eigin skinni hvað það kostar að vera kviklyndur og auðtrúa við lygum og yfirboðum. Hvað andvaraleysi og amlóðaháttur kostar. Ef þeir hæfu vilja ekki skipta sér af stjórnmálum þá verður þeim stjórnað af þeim minna hæfu. Þetta ætti það fólk að hugsa um sem segir stjórnmál vera fyrir neðan sína virðingu.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 16:00

13 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Halldór,

Var það ekki Göbbels áróðursmeistari Hitlers sem sagði að það þyrfti bara að fara með sömu lygina nógu oft til að kjósendur færi að trúa henni. Fjórða valdið skilar eigendum sínum góðum árangri og hefur gert á undanförnum árum. Eitthvað hefur það nú kostað í fjárstyrkjum og kostnaði við fjölmiðlaútgáfu.

Ég tek eftir því að ,,staksteinar" Fréttablaðsins einbeita sér nú sem mest að gera lítið úr forystumönnum Sjálfstæðisflokksins Bjarna Ben og Þorgerðu Katrínu. Áður einbeittu þeir sér að Davíð og Birni Bjarnasyni og liggja þeir nú í valnum eftir eineltið. Verst er hve margir sjálfstæðismenn tóku þátt í þeim leik sem er nú að koma í bakið á Sjálfstæðisflokknum. 

Já það þarf kjark að vera sjálfstæðismaður og sjálfstæðissinni í dag.

Jón Baldur Lorange, 23.4.2009 kl. 16:33

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Steingrímur

Ég hélt um daginn að þú værir að lagast í skynsemisskrifum. En svo kemur svona kommatittsskrif eins og hér að ofan. Þekktir þú Albert ? Stóðst þú í byggingunni ? Mér sýnist nú á myndum af þér að þú hafir verið með bleyju þegar þetta gerðist.

Ég man þessa tíma og ég stend við fyrri frásögn mína og ætla ekki að elta frekar ólar við svona kommagelt eins og þú býður uppá.

Og svo skaltu reyna að blotta þig ekki svona með því að  spyrja um svona alþekkt mál eins og skoðanir Bjarna á Evrópubandalaginu og okkur. Þú  ættir að reyna að lesa þig til og  fylgjast með áður en þú ferð í ritdeilur um mál sem þú greinilega hefur ekki kynnt þér.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 20:58

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Það var sorglegt að lesa þetta blogg og þessar athugasemdir.  Ekkert nema óháð opinber rannsókn stjórnað af erlendum sérfræðingum sem hafa aðgang af öllum gögnum getur hreinsað stjórnmálaflokkana og þeirra fólk.  Að gera svona mál pólitískt og etja fólki saman á grundvelli pólitískra skoðana er engin lausn.  Spilling er spilling, og aldrei réttlætanleg alveg sama hvaða flokk er um að ræða.  Þessi umræða boðar ekki breytingar eða umbætur.  Því miður.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 21:03

16 Smámynd: Björn Birgisson

Gleðilegt sumar, Halldór minn. Nú höldum við á vit nýrra tíma, sáttir að kalla. Virðum vitleysu hvors annars, eins og heiðursmenn gera. Sé að þú stendur í ströngu hér, en dáist að stefnufestu þinni, þótt ég sé þér ekki endilega sammála um sumt. Gleðilegt sumar!

Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 21:22

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Björn

Gleðilegt sumar. Ég er eins og þeir í Valhöll, þeas gömlu æsirnir, berjast á daginn og skemmta sér á kvöldin.

Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 21:26

18 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 21:38

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var búinn að nefna betlistaf Berta. Reyndu að lesa betur áður en þú skrifar Steingrímur.

Halldór Jónsson, 24.4.2009 kl. 08:24

20 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Steingrímur þó að margt orki tvímælis sem gert var hér í ,,góðæðinu" sem flestir tóku þátt í og eftir á megi gagnrýna margt þá geturðu ekki sett ástandið hér þegar Albert Guðmundsson og höfðingjar af þeim kalíber riðu hér um sveitir. Þá voru allt aðrir tímar og gildismat allt annað. Ég minni á að verkamenn byggðu Alþýðuhúsið í sameiningu á Hverfisgötunni og lögðu hart að sér. Þá var byggt á hugsjónarstarfi og fórnfýsi. Sama átti örugglega við um byggingu Valhallar og sé ég fyrir mér Halldór Jónsson þar fremstan í fylkingu með hamarinn (en þó ekki sigðina :-). Hún var kannski á lofti þegar hús Máls og menningar var reist á Laugarveginum af kommunum. 

Jón Baldur Lorange, 24.4.2009 kl. 18:25

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Allar gjafir þiggja laun Steingrímur !

Halldór Jónsson, 25.4.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband