Leita í fréttum mbl.is

Kæru kommar !

Í gær fyrir lokun kjörstaða skrifaði ég þetta:

"Einhvernvegin finnst mér að íhaldið fari ekki eins illa útúr þessu og kannanirnar hafa sýnt. Mér finnst að margir hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína og óttist valdatöku kommanna þrátt fyrir að vilja veita gömlu valdhöfunum ráðningu. Eftir klukkutíma kemur í ljós hvort þetta hugboð mitt er rétt eða ekki.Sé það vitlaust þá sit ég bara uppi með það að vera ekki spámaður í pólitíkk. Og er slétt sama."

Þetta gerðist þegar Jón Gunnarsson datt inn í morgun eftir síðustu tölur úr NA. Ég hef vitneskju um það að tveir forystumenn Sjálfstæðisflokksins sögðu fyrir um þennan atburð áður en hann varð. Mér sjálfum datt ekki annað í hug en Jón væri fallinn.  Sumum er greinilega gefin forspárgáfa umfram aðra eins og sagt  er frá um Snorra Goða. Mér er þetta ekki gefið en þetta var mér samt varnarsigur.

 Nú reynir á ykkur að gera eitthvað í staðinn fyrir bara að tala. Víst verður þetta ekkert skemmtiskokk en auðvitað óska ég ykkur alls hins besta í störfum því framtíðarheill þjóðarinnar veltur talsvert á því að þið gerið þó ekki sé nema eitthvað af viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Forsjónin er að bjarga flokknum okkar og nú reynir á snilli vinstri fokkana á mjög erfiðum tímum og við vitum hver hún er

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 26.4.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Kommi" humm. kíki í orðabók Blöndals

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Allir þeir sem eru á móti sjálfstæðisflokknum eru komonistar í þeirra augum.  Sem sagt nánast öll íslenska þjóðin.

Brynjar Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 06:42

4 identicon

Kæri fasisti.

Sbr. þankagang þinn og rökhugsun þá hlýtur þú að vera fasisti samkvæmt eigin skilgreiningu.

Ef allir sem hafa eitthvað á móti sjöllunum eru kommar þá hljóta allir þeir sem eru á móti vinstri flokkunum að vera fasistar.

Og gaman að því að þú skulir ná að túlka útkomuna sem varnarsigur fyrir sjálfstæðismenn

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband