27.4.2009 | 22:35
Var kosið um ESB ?
Alveg er það makalaust hvernig Fréttablaðið slær því upp að ESB-sinnar hafi unnið sigur í kosningunum. Eiginlega ósvífni í Baugsmiðlinum og hrein fölsun á niðurstöðum kosninganna. Og frammámenn taka undir í einum kór og maður heldur helst að þeir séu bara komnir í Evrópubandalagið. Þeir gleyma því bara að það bannaði þeim enginn að gera uppí evrum eða versla í evrum meðan allt lék hér í lyndi. Nú er eins og þeir komi af fjöllum að hér skuli engar evrur fást.
Samfylkingin tapar í kosningunum, nær ekki þrjátíuprósent. Ekki er það ESB sigur. Það er VG og Núllið sem vinna sigrana. 'haldið tapar þriðjungi þingstyrksins. Ég fullyrði að það tap var ekki vegna ESB heldur af öðrum ástæðum. Enda flokkurinn sagt það skýrt að hann vill að þjóðin velji um það hvort hún vilji reyna inngöngu. Fréttablaðið vill bara afgreiða málið strax á Alþingi. Benedikt Jóhannesson lætur birta mynd af sér með Hallgrími Helgasyni undir merkjunum SAMMÁLA. Þungt fyrir Sjálfstæðismenn að horfa uppá þá niðurlægingu góðs drengs.
Af hverju eyða þessir sammála evrusinnar ekki tíma í að velta fyrir sér ástandinu á Spáni ? Atvinnuleysið 18 % og á hraðri uppleið til áætlaðra 30 prósenta. Sársaukafullt verðhjöðnunarferli hafið sem sagt er að verði að leiða til lækkunar launa og verðlags um helming eigi að vera von til þess að efahagslífið fari í gang aftur. Spánverjar geta ekki fellt gengi evrunnar. Þeir geta bara gengisfellt allt annað, svo sem lífskjörin, eignirnar og svo sjálfsvirðinguna sem fylgir því að vera ekki lengur herrar í eigin landi heldur fjarstýrt útbú frá Þýzkalandi. Aldrei lagðist El Chaudillo svona lágt fyrir veldi Hitlers.
Ég held að krónurógberarnir okkar ættu að skýra muninn á þessu spænska ástandi og okkar aðstæðum fyrir þjóðinni. Vandi Spánverjanna er af svipuðum rótum sprottinn og okkar vandi. Í okkar davíðska góðæri streymdu jöklabréf og erlent framkvæmdafé inn til okkar Íslendinga. Gengið styrktist og hér var gósentíð neytenda. Þjóðin fór á eyðslufyllerí, vandi sig á lúxuslíf og kruðerí uppá hvern dag. Allir kepptust við að taka lán og taka botngíraðar stöður. Svo kom lánsfjárþurrðin og svo heimskreppan þar ofaná. Nú þykjast evruspekingarnir sjá að bakslagið sé allt krónunni að kenna, sem stóðst ekki áhlaup heimskreppunnar. Hér standa þúsundir íbúða óseldar og atvinnuleysið er komið í 9 %.
Á Spáni streymdu inn túristarnir með gjaldeyrir og nóg var til af evrum. Nú koma bara ekki túristarnir og og engar evrur. Milljón íbúðir óseldar og allt í hönk í túristabransanum. Þeir geta bara ekki prentað peninga eins og Steingrímur getur.
Steingrímur ætlar að prenta peninga þegar hann segist ætla að endurfjármagna ríkisbankakerfið sitt. Hann talar ekki um að þetta sé allt með innistæðulausum pappír. Hann segir ekki að þetta felli gengið óhjákvæmilega gagnvart evrunni góðu. Hann segir að þetta séu peningaseðlar samt. Við getum sosum logið því að okkur sjálf fyrir okkar góða Steingrím, að þetta sé bara ágætt hjá honum að endurfjármögnun bankana eins og hann kallar það. Og víst vantar okkur bankastarfsemi í gang. En auðvitað vita allir hvað er að gerst. Þegar það rennur upp fyrir lýðnum verður evruákallið og krónurógurinn væntanlega enn heitari hjá þeim trúuðu. Það er nefnilega skammgóður vermir að ....í skóinn sinn.
Það er hrein þjóðlygi að það hafi verið kosið um ESB aðild. Það er líka hrein þjóðlygi að tala um að ESB aðild geri eitthvað til að leysa vandann sem á þjóðinni brennur. Það var kosið til að taka á vandamálum líðandi stundar. Því miður er ekkert útlit fyrir það að þessi stjórn nái því á næstunni vegna þess hversu upptekin hún er af aukaatriðum. ESB umræðan er eitt af þeim verstu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór getur þú frætt mig um það hversvegna er ekkert rætt um upptöku Dollars?Hér koma menn og segja að það sé hægt og svo koma aðrir og segja að það sé alveg vonlaust að reyna það eini möguleikin se að taka upp evru.Afhverju fer svona lítil umræða um þetta fram eða eru það bara ESB elíturnar sem meiga tjá sig um þetta í fjölmiðlum?????
Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.4.2009 kl. 23:08
Ég kann ekki önnur svör við því Marteinn en að ESB sinnar eru stór hópur manna sem eru bakkaðir upp af fræðimönnum og heilum stjórnmálaflokki, ásamt Baugsmiðlunum og nú síðast liðhlaupum úr Sjálfstæðisflokknum.
Ársæll Valfells hefur gert gein fyrir því að upptaka dollars er líklega mun auðveldari ef menn vilja skipta um mynt. En er allt fengið með því að skipta ? Þurfum við ekki að gera okkur grein fyrir því hvað við höfum og hvað við látum ?
Takk fyrir hlý orð Guðmundur Egill.
Halldór Jónsson, 28.4.2009 kl. 07:49
Góð grein og kjarnyrt hjá þér Halldór.
Ég bý nú hér í ESB sæluríkinu Spáni og hér er allt í þvílíkri hönk. Atvinnuleysi orðið helmingi meira en það er á Íslandi núna og vex hratt. Menn eru jafnvel að tala um að það fari í 30%
Húsnæðisverð hefur fallið um helming og gjaldþrot heimila og fyrirtækja blasir við.
Menn hér kenna mikið hinni ósveigjanlegu EVRU um efnahagsófarirnar og sjá mikið eftir sínum gamla góða gjaldmiðli pesetanum, sem þeir réðu sjálfir yfir. Þeir hafa ekkert yfir peningamálastefnunni að segja lengur.
Og hvað eru ESB nefndirnar og ráðin nú að gera til bjargar Spánverjum !
Svarið er akkúrat ekkert. Þveröfugt þá er EVRAN hér allt að drepa.
Ég segi því það er auðveldara í að komast en úr að fara.
Þannig að Íslendingar flýtið ykkur hægt og lokið ekki dyrum á eftir ykkur í flýti !
Gunnlaugur I., 28.4.2009 kl. 14:56
Það var hressandi að lesa þessa hugvekju í öllum ESB daðrinu. Það er hins vegar erfitt Halldór að koma að skynsemisröddum eins og þínum að í umræðunni. Sumir frambjóðendur flokksins í SV kjördæmi hafa bæst í kórinn - eftir kosningar. Satt að segja átta ég mig ekki á þeim hringlandahátti þegar stefna flokksins er skýr. Þeir hefði kannski átt að tala betur fyrir stefnunni fyrir kosningar til að upplýsa kjósendur en létu það alveg ógert. Það var t.a.m. ekki orð um ESB í kosningabæklingi flokksins í Kraganum. Skrýtið
Fjölmiðlarnir stýra för og ferðinni er heitið til Brussel.
Jón Baldur Lorange, 28.4.2009 kl. 16:39
Gunnlaugur I,
Því miður veit ég engin deili á þér önnur en þau að þú búir sem lífsreyndur maður á Costa Blanca ströndinni á Spáni. Þar hef ég öngva staðarþekkingu og því er mér þitt tilskrif mjög mikils virði. Ég vona að þú fyrirgefir mér ef ég hampa því sem innlegg í umræðuna hér heima. Þarna talar maður sem veit hvað hann er að tala um.
Já Jón minn Baldur Lorange, vona að þú sért skyldur mínum fyrsta uppáhaldshljómlistarmanni Aage .
Þú mælir réttilega um ófullnægjandi málatilbúning flokksins í aðdraganda kosninganna. Ég vil nú bara skerpa á þessu og segja að mér fannst kosningabarátta íhaldsins með eindæmum léleg.
Ég sá enga kosningastefnuskrá sem ég gat hampað sem slíkri. Ég skil ekki hvað allt þetta starfslið í Valhöll tekur laun fyrir ef það kemur ekkert frá því í kosningabaráttu annað en nokkrir tölvupóstar. Enda er niðurstaðan mesta tap flokksins í áratugi ef ekki allra tíma.
Ég held að hann Bjarni okkar verði nú að endurskoða áróðursmálin eins og fleira í flokksstarfinu.
Halldór Jónsson, 28.4.2009 kl. 17:32
Við erum u.þ.b. 80% aðilar að þessu bákni nú þegar. Það dugir alveg. Hitti háttsettan embættismann ríkisins áðan sem fékk stöðu í vetur sem tengist matvælaiðnaðinum. Hann sagði sitt starf að drjúgum hluta snúast um flókið regluverk ESB og að framfylgja því hérlendis hægri vinstri. Svo finnst heimtufreku fólki þetta ekki nóg!
Varðandi fyrirsögn þína Halldór þá segi ég nei. Alveg sammála þér. Þetta er eftiráskýring hlutdrægra fjölmiðla um að þetta hafi verið kosningamálið.
Það er ótrú á sjálfum sér og möguleikum sem búa í þessari þjóð sem veldur breimi ESB sinna.
Sveigjanlegur gjaldmiðill er kostur. Málið er bara að flestu í þessu lífi fylgja kostir og ókostir. Við værum ekkert í góðu stöðu núna ef ferðamannaiðnaður væri hruninn svo dæmi sé tekið. Einnig ef útflutningur sjávarafurða væri enn verðminni en nú. Þarna hjálpar krónan þó ekki megi segja það upphátt.
P.Valdimar Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 17:50
Jú, jú Halldór. Aage Reinhardt Lorange var afabróðir minn en faðir hans kom hér til að starfa sem apótekari í Stykkishólmi í kringum 1870 og giftist dóttur apótekarans á staðnum Emelíu Möller, en hún kenndi á píanó hér í Reykjavík á efri árum.
Og já Halldór hann Bjarni Ben þarf að fara vel yfir stöðuna ef hann er ekki þegar byrjaður á því.
Jón Baldur Lorange, 28.4.2009 kl. 19:07
P.Valdimar, skarplega skrifað, tek undir hvert orð. Við verðum að gera okkur raunsæja mynda f veruleikanum. Ekki stjórnast af einhverjum draumum um Shangríla stöðugleikans, sem við munum aldrei finna hérnamegin grafar.
Takk fyrir þetta Jón Baldur. Ég gleymi aldrei honum Aage þegar hann spilaði fyrir mig á barnaböllum frímúrara í Sjálfstæðishúsinu, hvernig hann sveiflaði hendinni upp af nótnaborðinu með elegansa. Ég var alveg heillaður af þessu , kannske 7 ára snáði. man eftir gæsarössunum á trommunum hjá Páli Bernburg og svo harmoníkkunni hjá Jóhanni Gunari, svört með rauðum belg. Þetta var toppurinn á tilverunni og ég dansaði í fyrsta sinn við stelpu, hana Siggu Jónu.
Halldór Jónsson, 28.4.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.