28.4.2009 | 17:51
Er krónan endilega verst ?
Mér barst skrif frá Gunnlaugi I, sem býr á Costa Blanca ströndinni á Spáni. Lífsreyndur maður með opin augu. Hann skrifar eftirfarandi:
"Ég bý nú hér í ESB sæluríkinu Spáni og hér er allt í þvílíkri hönk. Atvinnuleysi orðið helmingi meira en það er á Íslandi núna og vex hratt. Menn eru jafnvel að tala um að það fari í 30%
Húsnæðisverð hefur fallið um helming og gjaldþrot heimila og fyrirtækja blasir við.
Menn hér kenna mikið hinni ósveigjanlegu EVRU um efnahagsófarirnar og sjá mikið eftir sínum gamla góða gjaldmiðli pesetanum, sem þeir réðu sjálfir yfir. Þeir hafa ekkert yfir peningamálastefnunni að segja lengur.
Og hvað eru ESB nefndirnar og ráðin nú að gera til bjargar Spánverjum !
Svarið er akkúrat ekkert. Þveröfugt þá er EVRAN hér allt að drepa.
Ég segi því það er auðveldara í að komast en úr að fara.
Þannig að Íslendingar flýtið ykkur hægt og lokið ekki dyrum á eftir ykkur í flýti !"
Það væri fróðlegt að fá viðbrögð úr Bifröst, frá Evrópusérfræðingunum þar, sérílagi Eiríki Bergmann, sem lengst af hefur allt vitað um kosti Evrópusambandsaðildar.
Ennfremur auglýsi ég eftir skilgreiningu Benedikts Jóhannessonar og samtakanna SAMÁLA(þó ekki Hallgrími Helgasyni) á spönsku veikinni.
Gott væri fyrir Íslendinga núna, að fá það á hreint, hvernig þessir aðilar myndu lækna spánskt ástand hérlendis eftir að þeir hafa komið okkur í ESB.
Það þýðir auðvitað ekki neitt að ætlast til að stjórnmálamenn Samfylkingarinnar, eða þá Vilhjálmur EGILSSON fyrir hönd Samtaka Atvinnulífsins og endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, svari svona spurningum. Þeir vita bara uppá hár hvað við eigum að gera nún og helst strax : Sækja um inngöngu í ESB og engar refjar. Non est disputandum.
Hvort er auðveldara stjórnamálega séð, að lækka öll laun um helming í landinu þegar svona er komið og halda evrunni eða lækka gengi krónunnar þegar samtöklaunamanna og atvinnulífsins hafa sett efnahagslífið á hvolf með óraunhæfum kjarasamningum. Vilhjálmur Egilsson ætti alveg að kunna formúluna að því.
Mér finnst bara sjálfsagt að menn noti þann gjaldmiðil sem þeir kæra sig um á Íslandi. Þeir mega gera upp fyrirtækin sín í evrum, þeir mega semja um kaup og kjör í dollurum, eða bara í íslenzkum krónum. Þetta var allt hægt á tímum Davíðs og fyrir hrunið. Þá var frelsi í fjármagnsflutningum og allir gátu keypt og selt gjaldeyri.
Nú er fallið járntjald yfir strendur Íslands og hin dauða hönd kommúnismans með höftum,boðum, bönnum, skattpíningu og þjóðlyga hefur lagst yfir landið. þetta ástand verður við líði í mög misseri. á meðan getum við dundað okkur við að þvæla um aukaatriðin en ekki aðalatriðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420144
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já en góði Halldór
Við ætlum að breyta Samfylkingunni í banka, væni minn. Við ætlum að gera upp í evrum. Tapið hjá okkur verður alltaf í evrum. Það er svo gott. Hann á að heita Hypeotek Samgjaldþrot Bank E/U. Því þegar maður hefur evu . . . afsakið. . . evrur, þá þarf maður ekki að sýna neinn hagnað því á móti kemur að þú færð skatta drátt . . bíddu aðeins . . það heitir víst skattafrádráttur já. Þetta er ekki mjög flókið. Það þarf bara að skella sér í þetta. Taka stökkið.
Já ekki öfunda ég Spánverja
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 18:09
Spánverjar berjast að mestu við heimatilbúinn vanda eins og Íslendingar. Þegar lokaðist fyrir erlendur lánin þá sprakk "loftbólan".
Spánverjar fjárfestu í 750 þúsund íbúðum árið 2007, það samsvarar helmingi af fjárfestingu í Bandaríkjunum á sama tíma sem eru 7 sinnum stærri. Þó svo okkar fjárfestingar hafi verið glórulaus loftbóla, hvað þá um Spánverja.
Svo vilja sumir kenna ESB um. Ekki ruglast á svíni og sveppum
Páll A. Þorgeirsson, 28.4.2009 kl. 18:27
Já ýmsir eru (loksins) farnir að spá í hvernig Spánn hafi farið að því að fjármagna þetta næstum stærsta bygginga-boom sögunnar. Sumir hafa einnng velt vöngum yfir því hvort það hafi ekki hækkað töluvert í toxic waste búnkanum í skápnum inni í ECB. Spánska skápnum. Líkin munu koma.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 18:36
Sæll Halldór
Ég held að það væri áhugavert að fá fram greiningu á ástandinu á Spáni og orsökum þess. Vandamálin eru víðar s.s. Írlandi. Innganga í ESB getur ekki verið nein allsherjarlausn allra vandamála eins og hér hefur verið haldið fram. Við þurfum rökræðu um aðildarumsókn, kosti og galla ESB.
Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 18:42
Flott Halldór. En þó við tveir Kópavogsbúarnir séum sammál (annar Sjálfstæðismaður og ég VG reyndar) þá er nú ansi erfitt að standa má móti aðildarumsókn ef stór samtök í atvinnulífi og verkalýðsfélög nota alla sína peninga, almannatengsl og fleira til að væla hana út.
Frábær grein Stefáns Guðjónssonar í Mbl. í morgun en Stefán talar á svipuðum nótum og þú. Stefán er fv. framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Skýr góð hugsun manns úr atvinnulífinu. Svipað pistli þínum Halldór.
VG og Sjálfstæðiflokkurinn þurfa að vinna saman ef þessi ESB vitleysa tekur ekki brátt enda.
Sigmar Þormar, 28.4.2009 kl. 19:47
Á ekki Evran að vera björgunaraðgerð heimilina? Ég er kannski einn þeirr fárra sem telur að við eigum ekki að skipta út verðlausri krónu fyrir ofverðlagða Evru. Er ekki hægt að bíða eftir falli annara gjaldmiðla áður en við hugum að því hvort við eigum að halda í okkar áskæru krónu eða að skipta um gjaldmiðil.
Offari, 28.4.2009 kl. 21:32
Spánverjar berjast að mestu við heimatilbúinn vanda eins og Íslendingar. Þegar lokaðist fyrir erlendur lánin þá sprakk "loftbólan"
Svo vilja sumir kenna ESB um. Ekki ruglast á svíni og sveppum
Bíddu við, átti ESB ekki að koma í veg fyrir að svona hlutir kæmu fyrir? þessu halda allavegana ESB sinnar fram!!
Getur verið að þessi ESB draumur sé byggður á einskærri lygi þá?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.4.2009 kl. 22:14
Takk allir saman.
Er ekki margt líkt með túrismanum á Spáni og innstreymi krónubréfa og virkjanapeninga hér ? Þegar verður uppihald á á þessu þá hrynur allt innanlands. Spanjólinn getur ekkert gert strax því hann er fastur í evrunni. Við getum fellt gengið. Báðar þjóðirnar gætu líka farið niðurfærsluleið, en hún er pólitískt erfiðari.Við Íslendingar veltum einu sinni niðurfærsluleið alvarlega fyrir okkur en hurfum frá og felldum gengið frekar .
Ef krónan er á gjaldeyrismarkaði með öðrum myntum, hvað er þá að ? Hún hefur þá gengi á hverjum tíma, rétt eins og hvert annað verðbréf. Eru peningar eitthvað annað ? Við kaupum okkur dollar ef við höfum trú á honum eða þá evru. Við getum samið okkar á milli í hvaða mynt sem er. Gert upp í hvaða mynt sem er og borgað kaup í hvaða mynt sem er. Tekið lán í hvaða gjaldmiðli sem er.
Það sem er stórkostlegast við krónuna okkar er verðtryggingin. Að maður skuli geta lagt krónu í bankann og varðveitt hana til langs tíma gegn vonsku heimsins, gengissveiflum og óáran á heimsmarkaði. Þetta er hvergi hægt nema á Íslandi. Það er bara eitt sent eftir af gamla dollarnum og af gömlu krónunni okkar er bara ryk eftir. Gjaldmiðill er skiptibréf milli manna á líðandi stund. Það er yfirskilvitlegt ef allir geta sagt um hvað evran kostar marga dollara eftir fimm ár. Hversu margir bjórar eru í evrunni núna og eftir fimm ár.
Þó maður kaupi gull og grafi í garðinn sinn eins og Frakkar gera, þá veit maður andskotann ekkert hvað gullverðið verður eftir fimm ár. Maður veit hinsvegar að verðtryggð króna verður hlutfallslega ekki verri eftir fimm ár en núna. Það er stórkostleg sérstaða Íslands og hana eigum við að varðveita. Þetta er félagslegt réttlæti, trygging ekkjunnar gegn venjulegum ræningjum og pólitískum bófum. Þó að enginn geti séð fyri náttúruhamfarir eða íslenzkan útrásarvíking og bankabana á borð við Jón Ásgeir, þá eru menn einna skást settir með verðtryggða bók í íslenzkum (ríkis)banka.
Sigmar Þormar, þú hefur formann sem afsagði fyrirfram að tala við íhaldið. Þrátt fyrir það að þessir flokkar eiga snertifleti í því sem þú nefnir.
Halldór Jónsson, 28.4.2009 kl. 22:15
Sæll Halldór minn,
Varðandi þessar aðstæður á Spáni þá hafa menn verið að taka REPO lán í massavís hjá ECB og pumpa mjög sterkum veðum inn í Evrópska Seðlabankann á móti.
Þegar að menn halda því fram að bankahrunið hefði ekki átt sér stað í október ef við hefðum verið í ESB þá er það bull.
Ef Seðlabanki Evrópu hefði samþykkt veðin frá Glitni (sem hann hefði ekki gert frekar en Davíð) þá ætti Evrópusambandið Ísland í dag, einfalt mál.
Þetta innskot tileinka ég nafna mínum Rögnvaldssyni, berjast, berjast og berjast og aldrei gefast upp!
sandkassi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 03:48
Takk fyrir þetta Gunnar,
Mér finnst það eiginlega fyndið hvernig þessir EB sinnar berja hausnum við steininn um að vaða í aðildarviðræður vitandi það að þetta fer ekki í gegnum þjóðaratvæði hvort sem er með auknum eða einföldum meirihluta. Þjóðin berst og gefst ekki upp.
Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 07:47
Gerður Pálma, 29.4.2009 kl. 08:49
Gerður,
Mér hlýnar um hjartarætur að heyra í svona sönnum Íslendingi eins og þér.
Mér finnst það ólíklegt að þjóð sem á annað eins gósenland með alla þá möguleika sem við blasa, ætli að hætta á það að missa landbúnað úr landinu og yfirráð auðlinda til útlends kóngs, sem enginn virðist hafa heyrt né séð heldur aðeins haft þær spurnir af veldi hans, að það nægi þeim til að gerast handgengnir menn.
Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 11:21
Nú bjóddu honum (og Gunnari R) heim.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.4.2009 kl. 11:30
Já Helgi Jóhann, það yrði skemmtilegt partíþ Myndirðu ekki koma líka ?
Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 11:48
Eftirfarandi skilaboð hafa borist frá íslensku krónunni. Hún á mjög annríkt um þessar mundir, svo skilaboðin eru mjög stutt:
Hvað er að mér, krónunni?
Ég er ekta gjaldmiðill heillar þjóðar
Þessi þjóð hefur orðið ein sú ríkasta í heimi með mér, krónu
Ég hef ríkisfjárlög heillar þjóðar á bak við mig
Ég hef himneskan beinan aðgang að skattatekjum Íslands
Íslendingar geta prentað mig, krónur
Íslendingar geta stýrt vöxtum á mér og peningamálum
Íslendingar geta og hafa bjargað efnahag sínum með mér, krónu, oft!
Allar auðlindir landsins standa allar á bak við mig
Ísland gæti notið meira lánstrausts og lægri vaxta en sjálft Þýsklands gerir í dag ef þið hefðuð ekki misnotað mig svona. Alveg eins og sænksa krónan gerir núna.
(Ef ég væri krónan þá væri ég einnig reiður.) Krónan heldur áfram
<><><><><><><><>
"Hvað hef ég gert af mér?
Er ekki kominn tími til að skoða málið uppá nýtt?
Ég er reið yfir þeirri meðferð sem ég fékk undanfarin ár. Og sára móðguð yfir vanþakklæti þeirra stjórnmálaflokka sem taka svona stórar stöður gegn mér. Ég hef þjónað ykkur vel, en þið hafið ekki farið vel með mig í langan tíma. Og núna viljið þið henda mér og fá í staðinn gerfimynt sem eyðileggur heil þjóðfélög. Þetta er ekki sanngjarnt. Þið viljið fá póltíska mynt Þýskalands og Frakklands í staðinn fyrir mig. Þið hljótið að vera bilaðir".
Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2009 kl. 11:51
Bravó Gunnar Rögnvaldsson,
þarna var fallega skrifað.
Þessa skálaræðu þyrfti að flytja af Fjallkonunni á næsta ársfundi Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar, sem er upplagt að sameina í einum sal.
Benni Jóhannesar gæti flutt minni kvenna og Hallgrímur Helgason sýnt grettur og öskur.Búsáhaldamenn og Þór Sari gætu svo toppað kvöldið með því að kveikja í húsgögnunum !
What a great party, what a swell party this is.
Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.