Leita í fréttum mbl.is

Forsetaembættið.

Aldrei hefur tilbeiðsla mín á íslenzka forsetaembættinu og þeim manni sem nú gegnir því náð þvílíkur hæðum og núna. Mér finnst nú að margir þvílíkir menn hafi fengið fálkakross að það hefði nú ekki mikið munað um að skella einum á bandarísku frúna úr því hún var hvort eð var mætt á Bessastaði. Hvað er einn kross milli vina ?

þess meira sem ég hugsa um það þeim mun fáránlegra finnst mér það, að kalla  það sameiningartákn þjóðarinnar,  að sitja með minnihlutakosinn embættismann  í  tilgangslausu  puntuembætti. Peli  þjótandi um heiminn eins og hann væri þriggjapela flaska sem tekur pott eða meira, veitandi verðlaun eða fella þjóðþrifafrumvörp löglega kjörins Alþingis.  Hlutverk þessa embættis  og nytsemi  þess fyrir þjóðina er varla nokkuð . Hinsvegar mikil útgjöld og uppspretta rifrildis um persónur, þar sem sitt sýnist jafnan hverjum um samlanda sína.

Í stað stjórnlagaþings vildi ég  taka upp bandarísku stjórnarskrána með þeirri viðbót að þjóðkjósa forsetann í tveimur umferðum til meirihluta. Hann yrði svo forsætisráðherra í fjögur ár og sjái um ríkisstjórnina. Kosningaréttur yrði þá stjórnskipulega  lögboðinn  jafn yfir allt landið, ekki 2.28 kragamenn á móti norðvestlendingi eða 1.68 í næstu kosningum. Hrossakaup með lýðræðið er þetta hvað sem menn segja og er ekki lýðræði heldur flokksræði.  Einn maður eitt atkvæði, hvorki meira né minna.

Leggjum þetta prumpembætti niður sem fyrst og hættum að kvelja okkur sjálf með uppákomum  eins og þeirri nýjustu,- nóg var nú fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Fín tillaga. Eins og talað út úr mínu hjarta. Nú ætti einhver alþingismaður að taka á sig rögg og leggja til að grísinn verði beinlínis flæmdur úr embætti. Það getur Alþingi gert. Þótt embættið sé ómerkilegt, er hann gjörsamlega óhæfur til að sinna því. Hann nennti til dæmis ekki einu sinni að mæta í brúðkaup ríkisarfa Danmerkur, sem eru beinlínis vinnusvik.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.4.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

ORG hefur ekki látið af að verða sér og þjóðinni til skammar frá því hann tók fyrst við embætti.  Við megum ekki við meiru frá honum.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2009 kl. 14:36

3 identicon

Heyr heyr. mál að linni og burt með Óla.

Það er hrein skömm af síðasta axarskapti Ólafs, í raun alger hneisa í alþjóðasamfélaginu sem við erum að reyna að öðlast virðingu á ný.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Anna og Pétur. Af hverju er ekki hægt að efna til undirskriftasöfnunar  á netinu og krefjast afsagnar Ólafs Ragnars sem áfanga í að leggja þetta vitlausa embætti niður? 

Halldór Jónsson, 29.4.2009 kl. 20:30

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Og að endingu legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.

Nei annars, ÓRG hefur verið allt annað en sameiningartákn allt frá því hann var kosinn.

Heimir Tómasson, 30.4.2009 kl. 02:06

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Hilmar Hafsteinsson

Nú líkar mér við þig. Þetta vil ég heyra , sérstaklega með NAFTA frekar en þetta deyjandi ESB.

Halldór Jónsson, 4.5.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband