Leita í fréttum mbl.is

Let's face the music and dance !

Við Íslendingar verðum að horfast í augu við músíkina. Fella krónuna duglega og fleyta henni síðan strax og taka skellinn. Hann verður skammvinnur og lagast um leið og skítnum hefur verið skolað út. Við verðum neyða krónubréfin í burt og létta þrýstingnum af á sem sneggstan hátt.  Við verðum að fá frelsi og losna úr helgreipum kommúnismans áður en hann er búinn að kyrkja okkur öll.

Dollarinn fer í 300 kall fyrirvaralaust í einhvern tíma. Á meðan stoppum við bara, förum í sumarfrí innanlands og lokum sjoppunum. Hækkum verð á túristunum.   Svo koma aftur inn jöklabréf og erlendir peningar, bæði þjófanna og annarra,  í hávextina og gengið fer niður aftur. EES fær gildi á ný.  Útgerðin græðir einhver ósköp  og borgar kvótaskuldirnar.  Atvinnuleysið hverfur. Innflutningur stöðvast tímabundið og vöruskiptajöfnuðurinn nær óþekktum hæðum. Viðskiptafrelsið kemur svo aftur og markaðurinn sér um sig enn á ný. Svo koma nýir tímar og ný ráð.

Öll erlend lán Íslendinga innanlands verða fryst á meðan veðrið gengur yfir og verðtrygging sparifjár og lána  verður stoppuð um stund. Lengt í öllum lánum og afborganir færðar aftur fyrir.  Engin uppboð eða gjaldfellingar fara fram . Taxtahækkanir opinberrar þjónustu eru bannaðar. Launahækkanir líka.  Matargjafir skipulagðar.

Hrossalækning sem hrífur. Hættum þessu seigdrepandi limbó ráðleysisríkisstjórnar kommanna, þar sem ekkert gerist nema vont verður verra og hin dauða hönd kommúnismans læsir sig um þjóðlífið. Ríkisverslun eykst dag frá degi en öðrum fækkar.  

Let´s face the music and dance !

Eða er  ég algerlega orðinn crazy ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef verið þessarar skoðunar lengi. Fall krónunnar þýðir að það verður léttara að borga Jöklabréfin.  Háir sýrivextir þýðir að við verðum skuldaþrælar því þá erum við að fita erlenda eigendur krónubréfa sem leysa þau ekki út heldur hirða vextina. Fuck! Nei þá er betara að rífa heftiplásturinn af.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég hef einnig verið hallur undir þessi sjónarmið. Vera kann að þessi gjaldeyrishöft séu ekki að gera hlutina betri heldur verri með því að seinka batanum og lengja í ótrúverðugleikatímabilinu á krónuna. Ef krónan fer miklu neðar þá verður lágt gengið ennþá ótrúverðugra og hún feru hratt upp aftur.

Vandamál sem bent hefur verið á ef krónan fer enn neðar er að mörg fyrirtæki og heimili fara enn meira á hausinn (eru ekki bara tæknilega steindauð, heldur stein-stein-stein-dauð). Einnig að allar eignir hér á landi fást fyrir algjört gjafverð til útlendinga. Lokst mun þetta valda meiri verðbólgu og hugsanlega nánast stöðva innflutning á lífsnauðsynjum (matvælum og olíu).

Þetta er reyndar vandi sem ég treysti mér ekki alveg til að tjá mig um, en væntanlega þarf að bregðast við þessu með því að aftengja gjaldþrotalög um tíma og leggja hömlur á eignasölu.  Erum við þá ekki komin í gjaldeyrishöftin aftur bara með aðeins öðru formi eða hvað? Ég held reyndar ekki, því það er ákveðinn eðlismunur á þessum höftum. E.t.v. getur einhver sem vit hefur á tjáð sig meira um þetta.

Einnig er ljóst að til þess að krónan virki, þá verður hún að vera gjaldgeng í útlöndum, þ.e.a.s. að erlendir bankar höndli með hana. Til þess að það verði verður hún að vera seig-fljótandi, en ekki hoppandi upp og niður um tugi prósenta. Öðru vísi treysta erlendir bankar sér ekki til að mynda verð (gengi) á hana.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 26.5.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sælir Sigurður og Þorsteinn,

mér hefur sjálfum reynst betur að rykkja heftiplásrinum af.

Það er mér hressing að heyra að þið hafið báðir hugleitt þetta. Ég bind mínar vonir við að krónan leiti strax nýs jafnvægis eftir að við byrjum með hana í toppi með snöggu gengisfalli, ala fyrri tilkynningar Jóhannesar í Seðlabankanum í gamla daga. Þetta þarf helst að koma eins og þruma úr heiðskíru  lofti.

 Þegar sjokkið er afstaðið, kannske á einum mánuði, er jafnvægi náð. Krónan er alþjóðlegur gjaldmiðill, hægt verður að leggja hana verðtryggða inn í banka, skipta henni í gjjaldeyri og eiga hann í bankanum sínum. Við verðum að hefta aðgang glæpamanna að stjónum og eign banka og fjármálafyrirtækja. Við höldum bara að okkur höndum í uppboðum og eignasölum af því að við trúum því að ástandið batni eftir hrinuna.

Þetta verður auðvitað vondur mánuður en hvað skal gera. Viljum við lifa svona áfram sem, þjóð í hafti ? Vonlaus þjóð og vinalaus.

Gef mér frelsið eða dauðan sagði Patrick Henry.

Það er heiður fyrir mig að heyra að þið hafið hugleitt þetta með ykkur. Ég er þá ekki einn um að vera galinn. Auðvitað sér maður ekki allt til enda. En maður sér framhald þessarar eymdar ágætlega fyrir sér. Skrumpólitík, þar sem dregin er athygli frá eymdinni með kjaftæði út og suður um ESB. Nú gýs þetta allt upp aftur þegar kratarnir synkrónísérast við nýjar yfirlýsingar frá ESB og Jóa Bond um að þeir verði að setja á kvóta og leyfa lögsögu heimaríkja yfir fiski þar sem allt sé farið til andskotans hjá þeim hvort eð er. Með öðrum orðum, þeir eru fisklausir og vantar að setja klærnar í okkur. Halda nokkrir nema hörðustu kratar það, að við getum svo ráðið fiskveiðistefnu framtíðarinnar með 4  mönnum af 400 eða þvílíku hlutfalli á Evrópuþinginu ?

Halldór Jónsson, 26.5.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég kaupi þetta. Hættum þessu hangsi. Just do it!

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað skyldu IMF menn segja um þessa hugmynd Halldórs? Ráða þeir ekki öllu hér á bak við tjöldin?

Björn Birgisson, 26.5.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allir eru þeir börn hjá Halldóri.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 14:27

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Var það ekki það sem Mats & Göran Pettersen ráðlögðu ríkisstjórninni "að taka strax skellinn" og grípa til ráðstafanna eins og t.d. frysta afborganir af erlendum lánum í 1 ár meðan versta gengur yfir (greiða bara vexti) - en þessi gagnlausa ríkisstjórn þorir ekkert að gera.    Útflutningsgreinar landsins hafa lengi liðið fyrir rangt skráð gengi, og þær myndu fagna veglegri leiðréttingu.  Eflaust hræðast margir að algjört hrun gjaldmiðils okkar muni leiða til langvarandi stöðnunnar hér (réttar áhyggjur), það eru ávalt 2-4 hliðar á öllum málum.  Vonandi fer þessi auma ríkisstjórn að UPPLÝSA um HVER er staðan og HVAÐ stendur til að gera, ef eitthvað?

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 26.5.2009 kl. 15:22

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jakob, þeir upplýsa ekki um stöðuna því þeir vita hana ekki sjálfir. Við þurfum að láta vana jaxla eins og Halldór Jónsson og Ragnar Önundarson fá völdin í þrjú ár og senda heim þetta einskis nýta Alþingi. Þeir geta svo haft forsetafíflið hjá sér til að laga handa þeim kaffi og ryksuga.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:41

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Við verðum að fá frelsi og losna úr helgreipum kommúnismans áður en hann er búinn að kyrkja okkur öll.

Eða Demokratana sem fjölga atkvæðum sínum með því að fækka tækifærum og fjölga þar með aumingjum  sem  þeir lofa svo styrkjum.

Fyrirtæki sem skila ekki eðlilegri raunávöxtun næstu 30 ár vegna skuldsetningar [lánafyrirgreiðslu] á að setja á hausinn strax og refsa ábyrgðarlausum lánadrottnum. Kostnaður við nútíma Fjármálkerfi má vera mikið minni: samber að það er komið útibúi [heimabanki] á hvert heimili. Það má ekki endurreisa alltof stórt fjármálakerfi.

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 22:09

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Setjum heftiplástur á fulltrúa IMF.  Hótunin um að Halldór rykki af þeim plástrinum ætti að halda þeim í skefjum um stund......

Ómar Bjarki Smárason, 27.5.2009 kl. 00:14

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir allir. Ég fagna því að við eruð allir hressari en þið hafið oft verið áður og herskárri. Vona að það sé stemning meðal Íslendinga sem er að breiðast út. Við þolum ekki þetta endalausa kjaftæði um aukaatriði, við viljum fá eitthvað handfast og afgerandi.

Baldur, þú hleður á mig lofi sem ég stend ekki undir. En mér finnst hugmyndin góð um að ég fengi að vera hjá Ragnari til að hjálpa honum við að taka til. En ég veit ekki hvort ég treysti því að við gætum notað hvern sem er á ryksuguna og kaffivélina.

Halldór Jónsson, 27.5.2009 kl. 00:29

12 Smámynd: Björn Emilsson

Umræðan um þessa svokallaða kreppu minnir á söguna um ferðalanginn sem áði á veitingastað á leið sinni. Hann spyr vertinn, hvað er þarna hinummegin við hæðina, það veit ég ekki, hef aldrei verið þar, var svarið. Enginn umræða er um raunveruleg auðæfi Islands, eins og menn geri sér ekki grein fyrir hvað þessi 330 þúsund manna þjóð á mikið. Heilt land , útaf fyrir sig, einhver gjöfulustu fiskimið í heimi, ótakmarkaða landbúnaðargetu og orku. Og nú, enginn hefur nefnt, hve Drekasvæðið er mikils virði. Og ekki síst, mannauð, menntað fallegt fólk, tilbúið til átaka, fengi það leyfi til þess. Islendingar eru kannske blánkir eins og er, en eru ekki fátækir og ekki til sölu. Það gerir gæfumuninn.

Björn Emilsson, 27.5.2009 kl. 05:34

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Björn Emilsson,

þú sérð þetta kannski gleggra af þínum háa sjónarhól sem við sjáum ekki sem eru stödd oní holunni.

Halldór Jónsson, 27.5.2009 kl. 08:02

14 Smámynd: birna

Alveg sammála þér. Láta gengið falla til helv. og borga krónubréfinu út á skítagengi.

kv. Birna

birna, 28.5.2009 kl. 11:17

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er ekki vitlausara en það að nú eru alvöru hagfræðingar farnir að tala um þetta sem leið frá helvíti,

Halldór Jónsson, 29.5.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband